Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


674. Nefndarálitum frv. til l. um grunnskóla.

Frá 1. minni hluta menntamálanefndar.    Menntamálanefnd Alþingis hefur á undanförnum vikum fjallað um frumvarp til nýrra grunn skólalaga. Frumvarpið var lagt fram öðru sinni á haustmánuðum og höfðu þá verið gerðar á því nokkrar breytingar eftir mikla gagnrýni sem það hafði fengið. Svo dæmi sé tekið var hætt við áform um lengingu skólaársins sem greinilega féll ekki í góðan jarðveg hjá foreldrum í landinu sem lýstu því sjónarmiði að nær væri að byrja á því að lengja skóladaginn.
    Á fundi menntamálanefndar 14. febrúar sl. ákvað meiri hluti nefndarinnar að afgreiða frum varpið frá nefndinni þótt mörg atriði þess væru órædd og litlar sem engar tilraunir hefðu verið gerðar til að ná sátt um málið. 1. minni hluti, sem er sammála mörgum efnisatriðum frumvarps ins, harmar þessa afgreiðslu málsins enda er nauðsynlegt að sátt ríki um það hvernig grunnskól ar landsins eru reknir og hvernig innra starfi þeirra og faglegri stjórn er háttað.
    Við afgreiðslu málsins er allt óljóst um það hvernig samið verður um réttindamál kennara, enda málið afgreitt í óþökk þeirra. Sjónarmið kennara varðandi efnisatriði frumvarpsins hafa lítið verið rædd. Allt sem lýtur að kostnaði sveitarfélaganna og tekjuöflun þeirra til að standa undir aukinni þjónustu grunnskólanna er óljóst enda mótmælir Samband íslenskra sveitarfélaga því að málið sé afgreitt með þessum hætti. Þessi málsmeðferð veldur því að 1. minni hluti getur ekki stutt frumvarpið.
    Frumvarp það, sem nú hefur verið afgreitt frá nefndinni, felur í sér grundvallarbreytingar á skólakerfinu. Áætlað er að flytja grunnskólana frá ríkinu til sveitarfélaganna og þar með verð ur öll kennsla, sérfræðiþjónusta, sérskólar og það starf, sem fræðsluskrifstofurnar hafa sinnt, á ábyrgð sveitarfélaganna. 1. minni hluti telur að sæmileg sátt sé um það í þjóðfélaginu að flytja skólana yfir á verksvið sveitarfélaganna, en það er ekki sama hvernig það er gert og menn verða að vita hvað í því felst. Ef frumvarpið verður að lögum verða gerðar mun meiri kröfur til sveit arfélaganna en nú eru gerðar til ríkisins. Það á að einsetja alla grunnskóla, það á að lengja skóla daginn og það á að veita öllum börnum sérþjónustu í heimaskóla sé það yfir höfuð mögulegt. Skólanefndir taka til starfa í öllum sveitarfélögum, samræmd próf verða viðhöfð þrisvar sinnum á námsferlinum, sveitarfélögin ráða skólastjóra og kennara og þannig mætti lengi telja. Undir rituð er sammála flestu því sem hér að framan er talið en vill þó gera athugasemdir við eftirfar andi efnisatriði frumvarpsins.
    Nauðsynlegt hefði verið að fara rækilega ofan í sérkennslumálin og þau sjónarmið sem þar liggja að baki. Í þjóðfélaginu og meðal sérfræðinga takast á tveir meginhugmyndastraumar varðandi þjónustu við þá nemendur sem þurfa á sérkennslu að halda. Annars vegar eru þeir sem vilja að öll þjónusta fari fram innan heimaskóla (blöndun) og til umræðu eru hugmyndir sem ganga út frá því að ekki eigi að veita neina sérþjónustu heldur eigi hver kennari að vera fær um að sinna öllum nemendum. Þessar kenningar segja að allt sem er „sér“ feli í sér mismunun. Hins vegar eru þeir sem telja fulla þörf á sérkennslu og sérskólum og benda á rétt ákveðinna hópa nemenda til að vera með sínum líkum, t.d. heyrnarlausra sem lifi í sérstöku málsamfélagi. Þeir sem tilheyra síðari hópnum benda á að sumir nemendur þurfi svo mikla sérþjónustu að ógjörningur sé að sinna þeim innan venjulegs skóla. Þessi sjónarmið og „sérkennslupólitík“ frumvarpsins hefði und irrituð viljað kanna mun betur við þau tímamót sem verða við flutning grunnskólans yfir til sveitarfélaganna.
    Hlutverk og skipan skólanefndanna hefði þurft að kanna betur, t.d. er undirrituð þeirr ar skoðunar að foreldrar eigi að eiga beina aðild að skólanefndum með atkvæðisrétt eins og góð reynsla er af í Danmörku. Þátt sérfræðinga, áhrif kennara á stefnumótun og stjórn un, hlutverk Námsgagnastofnunar og fleiri þætti hefði þurft að skoða mun betur. Það er alvarlegt mál þegar kennarar telja að verið sé að draga úr áhrifum þeirra og menn verða að vera meðvitaðir um hvaða stefnu eigi að taka þegar atvinnulýðræði og áhrif starfs manna eiga í hlut og að samræmi sé innan opinberra stofnana í því hver áhrif starfs manna og aðild að stjórnum skuli vera.
    Ofan á allt það sem á undan er talið bætist að frumvarpið er afgreitt á afar óheppi legum tíma þegar yfir vofir verkfall kennara. Frumvarpið felur í sér að miklar breyting ar verða á stöðu kennara, á vinnutíma þeirra og aðstæðum öllum. Því leggur 1. minni hluti til að frumvarpinu verði vísað frá enda gefst nægur tími til að vinna málið áfram þannig að séð verði til þess að ný lög um grunnskóla, lög um tekjustofna sveitarfélaga og samkomulag um réttindamál kennara fylgist að. Alþingismenn, sveitarstjórnarmenn og starfsfólk skólanna verður að vita að hverju þau ganga og hvaða afleiðingar samþykkt grunnskólafrumvarpsins hefur. Við höfum enga yfirsýn yfir málið nú og því er rétt að fresta því til nánari vinnslu næsta þings.

Alþingi, 16. febr. 1995.Kristín Ástgeirsdóttir.