Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


675. Nefndarálitum frv. til l. um grunnskóla.

Frá 2. minni hluta menntamálanefndar.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið á allmörgum fundum enda um mjög vandmeðfarið mál að ræða. Frumvarpið fjallar annars vegar um flutning grunnskólans að fullu til sveitarfélaganna og ýmsar breytingar sem því tengjast og hins vegar um ýmsar grundvallarbreytingar á grunn skólastarfi og þeirri stoðþjónustu sem fræðsluskrifstofur hafa veitt og hefur verið að eflast með ári hverju.
    Annar minni hluti nefndarinnar gagnrýnir vinnubrögð meiri hluta nefndarinnar og er þeirrar skoðunar að málið hafi ekki verið unnið nægilega vel í nefndinni og að nefndarmenn hafi ekki fengið tækifæri til að skiptast á skoðunum um einstaka umsagnir og breytingartillögur. Þar að auki gafst ekki tími til að ræða áherslur minni hlutans á efnisinnihald frumvarpsins. Það reyndi því aldrei á það að fullu hvort samstaða gat náðst við 2. minni hluta um sjálft innihald frum varpsins, þ.e. það sem snýr að skólastarfinu sjálfu.
    Annar minni hluti gagnrýnir harkalega vinnubrögð formanns nefndarinnar við afgreiðslu málsins úr nefndinni. Ætlun hans var sú að afgreiða málið á fyrsta fundi eftir að breytingartil lögum meiri hlutans hafði verið dreift. Þá var beiðni 2. minni hluta hafnað um að fá til viðræðna við nefndina fulltrúa frá landsbyggðarkjördæmi, t.d. Norðurlandi vestra, til þess að greina nefndinni frá því hvar vinna við yfirtöku á starfsemi fræðsluskrifstofa væri á vegi stödd. Enn fremur var hafnað beiðni um að menntamálanefnd fengi að sjá réttindafrumvarp vegna réttinda mála kennara sem sögur fara af að sé til í kerfinu. Þessu var líka hafnað. Beiðni um að mennta málaráðherra, fjármálaráðherra og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og kennarafé lögunum kæmu á fund nefndarinnar var hins vegar tekin til greina og var ákveðið að halda fund næsta dag. Á þeim fundi kom fram hjá menntamálaráðherra að réttindamál kennara yrðu tekin til umfjöllunar í tengslum við meðferð réttindamála starfsfólks heilbrigðisstofnana. Hann sagði jafnframt að engum hefði dottið í hug að réttindi kennara skyldu skerðast við yfirfærsluna. Spurningin snerist meira um það hver réttindi þeirra sem verða ráðnir eftir breytinguna skuli verða. Það kom jafnframt fram að kennarar munu fá réttindafrumvarpið til umsagnar áður en það verður lagt fram á Alþingi.
    Á fundinum kom fram hjá formönnum kennarafélaganna að kennarar eru andvígir því að grunnskólafrumvarpið verði samþykkt sem lög nú, m.a. vegna réttindamálanna sem eru algjör lega „fljótandi“. Það kom jafnframt fram að mögulegt hefði verið að flytja grunnskólann til sveitarfélaganna án þess að það væri í andstöðu við kennara ef öðruvísi hefði verið að málum staðið.
    Á fundinum kom fram hjá formanni og framkvæmdastjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að fundur yrði haldinn í stjórn sambandsins mjög fljótt um það hver afstaða sambandsins væri til þess að grunnskólafrumvarpið yrði samþykkt við núverandi aðstæður. Seinna sama dag var haldinn fundur í stjórninni, en á sama tíma boðaði formaður menntamálanefndar til fundar í menntamálanefnd og tók málið út með atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks gegn atkvæðum Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. Tillaga þess efnis að beðið yrði eftir niðurstöðu stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga fékkst ekki borin upp á fundinum.
    Stjórnin ályktaði m.a. eftirfarandi:
    „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga ítrekar fyrri umsagnir sínar um frumvarp til laga um grunnskóla og samþykkt XV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga um yfirfærslu á öllum grunnskólakostnaði frá ríki til sveitarfélaga.
    Stjórn sambandsins telur að heppilegra hefði verið að sameiginleg undirbúningsvinna ríkis, sveitarfélaga og samtaka kennara vegna yfirfærslu alls grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga væri að mestu lokið áður en ný lög um grunnskóla eru samþykkt.“
    Þá segir enn fremur: „Verði frumvarp til nýrra grunnskólalaga samþykkt á yfirstand andi Alþingi er lögð áhersla á að sveitarfélögin hafi nægan tíma til að undirbúa flutn inginn. Því er lagt til ef frumvarpið verður samþykkt að lögin komi í fyrsta lagi til fram kvæmda 1. ágúst 1996.“
    Það er skoðun 2. minni hluta að það sé rangt að samþykkja frumvarpið á þessu þingi sem lög þar sem ekki hefur náðst niðurstaða um kostnaðartilfærslu til sveitarfélaganna, réttindamál kennara og þjónustu fræðsluskrifstofa. Þannig er tekið undir þær skoðanir Sambands íslenskra sveitarfélaga og kennarafélaganna að fresta beri afgreiðslu málsins.
    Annar minni hluti tekur undir með formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sagði á fundi nefndarinnar að engin hætta væri á því að um of drægist á langinn að grunnskólinn flyttist að fullu til sveitarfélaganna þótt ekki yrði af samþykkt laganna nú.
    Samkvæmt fylgiskjali fjármálaráðuneytis er áætlað að frumvarpið hafi í för með sér kostnaðarauka upp á 680–910 millj. kr. Þá er einungis átt við skólastarfið sem slíkt en þegar allt er talið á því tímabili þar til lögin hafa öðlast gildi að fullu er kostnaður sá sem flyst yfir til höfurborgarsvæðisins 5–6 milljarðar kr. að mati Sambands íslenskra sveit arfélaga og eru þá lífeyrisskuldbindingar vegna kennara ekki taldar með. Í fjárlögum fyr ir árið 1995 er heildarfjárveiting til grunnskóla 1995 5.390 millj. kr.
    Öðrum minni hluta finnst það grátbroslegt að horfa upp á þá þversögn sem kemur fram í meðferð ríkisstjórnarflokkanna á grunnskólanum. Annars vegar er hamast við að skera niður um 100–200 millj. kr. á ári með sérstökum lögum allt kjörtímabilið með því að fækka kennslustundum og fjölga í bekkjum. Hins vegar er, þegar kjörtímabilinu lýk ur og ríkisstjórnin veit að hún er að fara frá, hægt að vera með metnað fyrir hönd grunn skólans með fjölgun kennslustunda. Það mun hins vegar ekki nýtast þeim börnum sem hafa verið svo ólánsöm að vera í grunnskóla þau ár sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hef ur setið að völdum.
    Annar minni hluti er þeirrar skoðunar að þær breytingartillögur, sem lagðar eru fram af meiri hlutanum, séu flestar til bóta þó að í sumum tilfellum sé ekki gengið nægilega langt. Stærstu gallar frumvarpsins, þegar tekið er tillit til breytingartillagna meiri hlut ans, eru eftirfarandi:
    Óeðlilega mikið er dregið úr áhrifum kennara á stjórn skóla.
     2.     Ekki er gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í bekkjardeildir.
     3.     Of mikil áhersla er lögð á samræmd próf og skal þeim beitt niður í 4. bekk.
     4.     Sérfræðiþjónusta og sérkennsla er illa skilgreind.
     5.     Ekki er kveðið á um að hægt sé að grípa til aðgerða ef sveitarfélög uppfylla ekki ákvæði laga og reglugerða um grunnskólann.
     6.     Hlutverk skólanefnda er of umfangsmikið með tilliti til lítilla sveitarfélaga.
     7.     Flutt eru verkefni frá fræðsluskrifstofum til menntamálaráðuneytis.
    Hér er aðeins fátt talið upp sem 2. minni hluti hefur athugasemdir við og efasemdir um og snertir það grunnskólafrumvarp sem hér er til umfjöllunar.
    Aðalathugasemdir 2. minni hluta lúta að afgreiðslu málsins nú í andstöðu við sveit arfélögin og kennarafélögin þar sem lausn hefur ekki fundist á mikilvægum skilyrðum sem þessir aðilar setja við því að grunnskólinn flytjist til sveitarfélaganna. Auk þess hef ur málið ekki fengið fullnægjandi umfjöllun í nefnd.
    Þess vegna er lögð fram tillaga til rökstuddrar dagskrár um að vísa málinu frá.
    Verði sú tillaga felld munu fulltrúar Framsóknarflokksins sitja hjá við afgreiðslu máls ins.

Alþingi, 16. febr. 1995.    Valgerður Sverrisdóttir,     Jón Kristjánsson.
    frsm.