Ferill 418. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 418 . mál.


680. Frumvarp til lagaum breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, lögum um ársreikninga, nr. 144/1994, o.fl.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.I. KAFLI


Breytingar á lögum um bókhald, nr. 145/1994.


1. gr.


    Við lögin bætist nýr kafli, IV. kafli, Viðurlög og málsmeðferð, með sex nýjum greinum og breytist greinatala IV. kafla, sem verður V. kafli, samkvæmt því. Greinarnar orðast svo:

    a. (36. gr.)
    Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara á þann hátt sem lýst er í 38.–40. gr. skal sæta fésektum, en brot gegn 37. gr. og önnur meiri háttar brot gegn 38. gr. varða varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningar laga eða fésektum ef málsbætur eru miklar.

    b. (37. gr.)
    Svofelld háttsemi bókhaldsskylds manns eða fyrirsvarsmanns lögaðila telst ætíð meiri háttar brot gegn lögum:
     1 .     Ef hann færir ekki tilskilið bókhald fyrir sjálfan sig eða lögaðila þannig að hann uppfylli ekki kröfur laga í meginatriðum.
     2 .     Ef hann varðveitir ekki fylgiskjöl eða önnur bókhaldsgögn eða gerir það á svo ófullnægjandi hátt að ógerningur sé að rekja bókhaldsfærslur til viðskipta og byggja bókhaldsbækur og ársreikning á þeim.
     3 .     Ef hann rangfærir bókhald eða bókhaldsgögn, býr til gögn sem ekki eiga sér stoð í viðskiptum við aðra aðila, vantelur tekjur kerfisbundið eða hagar bókhaldi með öðrum hætti þannig að gefi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningarlaga.
     4 .     Ef hann eyðileggur bókhald sitt eða lögaðila, í heild eða einstakar bókhaldsbækur, skýtur þeim undan eða torveldar aðgang að þeim með öðrum hætti. Sama á við um hvers konar bókhaldsgögn sem færslur í bókhaldi verða raktar til.
     5 .     Ef hann lætur undir höfuð leggjast að semja ársreikning í samræmi við niðurstöður bókhalds, eða ársreikningur hefur ekki að geyma nauðsynlega reikninga og skýringar eða er rangfærður að öllu leyti eða hluta, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningar laga.
    Sama á við ef maður aðstoðar bókhaldsskyldan mann eða fyrirsvarsmann lögaðila við þau brot sem lýst er í 1.–5. tölul. eða stuðlar að þeim á annan hátt.

    c. (38. gr.)
    Bókhaldsskyldur maður eða fyrirsvarsmaður lögaðila gerist sekur um refsivert brot gegn lögum þessum með athöfnum þeim eða athafnaleysi sem hér segir:
     1 .     Ef hann vanrækir að færa einstakar bókhaldsbækur eða hagar bókhaldi sínu, bókhaldsfærslum, meðferð bókhaldsgagna eða gerð ársreikninga andstætt ákvæðum laga og reglugerða, enda liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt þeim lögum eða öðrum.
     2.     Ef hann hagar ekki bókhaldi sínu á nægilega skýran, öruggan og aðgengilegan hátt, á grundvelli fullnægjandi gagna og í samræmi við góða bókhaldsvenju eða tekju skráning er ekki byggð á skýru og öruggu kerfi þannig að rekja megi tekjur og önn ur viðskipti og notkun fjármuna.
     3.     Ef hann vanrækir að tryggja vörslur bókhalds, bókhaldsgagna eða ársreiknings eða hefur skipulag og uppbyggingu bókhaldsins og fylgiskjala þess ekki með öruggum hætti.
     4.     Ef hann skráir ekki viðskipti samkvæmt góðri bókhaldsvenju, framkvæmir ekki færsl ur í númera- og tímaröð og með tilskildum reikningseinkennum.
     5.     Ef hann hagar ekki gerð ársreiknings eða einstakra þátta hans þannig að hann gefi skýra mynd af rekstrarafkomu á reikningsárinu og efnahag í lok þess í samræmi við góða reikningsskilavenju.
     6.     Ef hann vanrækir að framkvæma vörutalningu, ekki komi fram í birgðaskrá tilskild ar upplýsingar um magn, einingaverð og útreiknað verðmæti hverrar vörutegundar eða mat vörubirgða er verulega rangt.
    Sama á við ef maður aðstoðar bókhaldsskyldan mann eða fyrirsvarsmann lögaðila við brot þau sem lýst er í 1.–6. tölul. eða stuðlar að þeim á annan hátt.

    d. (39. gr.)
    Tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þessum, önnur en sú sem lýst er í 37. og 38. gr. laga þessara, er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningar laga.

    e. (40. gr.)
    Gera má lögaðila fésekt fyrir brot gegn lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvars maður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk þeirrar refs ingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.

    f. (41. gr.)
    Rannsóknarlögregla ríkisins fer með frumrannsókn opinberra mála vegna brota á lög um þessum. Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli til opinberrar rannsóknar af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunauts, ef hann vill eigi hlíta því að málið verði fengið yfirskattanefnd til úrlausnar.
    Yfirskattanefnd úrskurðar sektir vegna brota á lögum þessum, nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar skv. 1. mgr. Skattrannsóknarstjóri ríkisins legg ur mál fyrir yfirskattanefnd og kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni þegar hún úrskurðar sektir. Úrskurðir yfirskattanefndar eru fullnaðarúrskurðir. Vararefsing fylg ir ekki sektarúrskurðum hennar.
    Sektir fyrir brot gegn lögum þessum renna í ríkissjóð.
    Sakir samkvæmt lögum þessum fyrnast á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra ríkisins eða rannsóknarlögreglustjóra ríkisins eða hjá lög lærðum fulltrúum þeirra, gegn manni sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.

2. gr.


    37. gr. laganna fellur brott.

II. KAFLI


Breytingar á lögum um ársreikninga, nr. 144/1994.


3. gr.


    Við lögin bætist nýr kafli, X. kafli, Viðurlög og málsmeðferð, með sjö nýjum greinum og breytist greinatala X. kafla, sem verður XI. kafli, samkvæmt því. Greinarnar orðast svo:

    a. (82. gr.)
    Hver sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laga þessara á þann hátt sem lýst er í 84.–87. gr. skal sæta fésektum, en brot gegn 83. gr. og önnur meiri hátt ar brot gegn 84. og 85. gr. varða varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum skv. 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga eða fésektum ef málsbætur eru miklar.

    b. (83. gr.)
    Svofelld háttsemi stjórnarmanna eða framkvæmdastjóra félaga skv. 1. gr. telst ætíð meiri háttar brot gegn þeim:
     1.     Ef þeir láta undir höfuð leggjast að semja ársreikning eða samstæðureikning er hafi að geyma þá reikninga, yfirlit og skýringar sem lög þessi kveða á um.
     2.     Ef þeir rangfæra ársreikning, samstæðureikning eða einstaka hluta þeirra, byggja ekki samningu þeirra á niðurstöðu bókhalds eða láta rangar eða villandi skýringar fylgja, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningarlaga.
    Sama á við ef maður aðstoðar stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra félaga við þau brot sem lýst er í þessari grein eða stuðlar að þeim á annan hátt.

    c. (84. gr.)
    Stjórnarmenn eða framkvæmdastjóri félags skv. 1. gr. gerast sekir um refsivert brot gegn lögum þessum með athöfnum þeim eða athafnaleysi því sem hér greinir:
     1.     Ef þeir haga gerð ársreiknings eða samstæðureiknings andstætt lögum þessum þannig að reikningsskilin gefi ekki glögga mynd í samræmi við góða reikningsskilavenju af rekstrarafkomu á reikningsárinu, eignabreytingu á árinu og efnahag í lok þess eða þeir brjóta í bága við fyrirmæli í VII. og VIII. kafla laga þessara, enda liggi ekki við broti þessu þyngri refsing samkvæmt þeim lögum eða öðrum.
     2.     Ef þeir í skýrslu stjórnar greina ranglega frá eða leyna mikilsverðum upplýsingum sem þýðingu hafa um mat á fjárhagslegri stöðu félagsins eða félagasamstæðunnar og á afkomu þeirra á reikningsárinu.
    Sama á við ef maður aðstoðar stjórnarmenn eða framkvæmdastjóra félaga við þau brot sem lýst er í þessari grein eða stuðlar að þeim á annan hátt.

    d. (85. gr.)
    Endurskoðendur eða skoðunarmenn gerast sekir um refsiverð brot gegn lögum þess um með athöfnum eða athafnaleysi því sem hér greinir:
     1.     Ef þeir taka að sér að framkvæma endurskoðun án þess að uppfylla hæfisskilyrði lag anna.
     2.     Ef þeir haga störfum sínum andstætt ákvæðum laga þessara eða í ósamræmi við góða endurskoðunarvenju.
     3.     Ef þeir með áritun sinni gefa rangar eða villandi upplýsingar eða láta hjá líða að geta um mikilsverð atriði er snerta rekstrarafkomu eða efnahag félagsins.

    e. (86. gr.)
    Tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þessum, önnur en sú sem lýst er í 83. og 84. gr. laga þessara, er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningar laga.

    f. (87. gr.)
    Gera má lögaðila fésekt fyrir brot gegn lögum þessum óháð því hvort brotið megi rekja til saknæms verknaðar fyrirsvarsmanns eða starfsmanns lögaðilans. Hafi fyrirsvars maður hans eða starfsmaður gerst sekur um brot á lögum þessum má auk þeirrar refs ingar, sem hann sætir, gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hafi notið hagnaðar af brotinu.

    g. (88. gr.)
    Rannsóknarlögregla ríkisins fer með frumrannsókn opinberra mála vegna brota á lög um þessum. Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli til opinberrar rannsóknar af sjálfsdáðum, svo og eftir ósk sökunautar ef hann vill ekki hlíta því að málið verði fengið yfirskattanefnd til úrlausnar.
    Yfirskattanefnd úrskurðar sektir vegna brota á lögum þessum, nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar skv. 1. mgr. Skattrannsóknarstjóri ríkisins legg ur mál fyrir yfirskattanefnd og kemur fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni þegar hún úrskurðar sektir. Úrskurðir yfirskattanefndar eru fullnaðarúrskurðir. Vararefsing fylg ir ekki sektarúrskurðum hennar.
    Sektir fyrir brot á lögum þessum renna í ríkissjóð.
    Sakir samkvæmt lögum þessum fyrnast á sex árum miðað við upphaf rannsóknar á vegum skattrannsóknarstjóra ríkisins eða rannsóknarlögreglustjóra ríkisins eða hjá lög lærðum fulltrúum þeirra, gegn manni sem sökunaut, enda verði ekki óeðlilegar tafir á rannsókn máls eða ákvörðun refsingar.

4. gr.

    83. gr. laganna fellur brott.

III. KAFLI


Breytingar á lögum um tekjuskatt og eignarskatt,


nr. 75/1981, með síðari breytingum.


5. gr.


    Á eftir orðinu „skattsvik“ í 5. mgr. 96. gr. kemur: eða refsiverð brot á lögum um bók hald og ársreikninga.

6. gr.


    Á eftir orðinu „skattsvik“ í 3. mgr. 101. gr. kemur: eða refsiverð brot á lögum um bók hald og ársreikninga.

IV. KAFLI


Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988,


með síðari breytingum.


7. gr.


    Á eftir orðinu „skattsvik“ í 8. mgr. 27. gr. kemur: eða refsiverð brot á lögum um bók hald og ársreikninga.

V. KAFLI


Breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992,


með síðari breytingum.


8. gr.


    Í stað orðanna „og skv. 40. gr., sbr. 41. gr., laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum“ í 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: skv. 40. gr., sbr. 41. gr., laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, skv. 38.–40. gr., sbr. 41. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, og skv. 84.–87. gr., sbr. 88. gr. laga nr. 144/1994, um ársreikn inga.

VI. KAFLI


Gildistökuákvæði.


9. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er unnið á vegum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Við með ferð frumvarpa um bókhald og ársreikninga á Alþingi í haust voru á vegum fjármála ráðuneytisins samdar viðbætur við þau frumvörp er fjölluðu um viðurlög við brotum og málsmeðferð. Þær viðbætur komu seint fram og taldi efnahags- og viðskiptanefnd rétt að fresta málinu um sinn. Nefndin leitaði umsagnar Félags löggiltra endurskoðenda, Íslenskrar verslunar, Lögmannafélags Íslands, Neytendasamtakanna, Verslunarráðs og VSÍ um fyrirliggjandi frumvarpsdrög. Að fengnum umsögnum frá þeim hafa frumvarpsdrög in verið endurskoðuð og endursamin.
    Ákvæði þessa frumvarps eru liður í heildarendurskoðun viðurlagaákvæða í skattalög um og bókhaldslögum. Sérstakt frumvarp hefur verið flutt af dómsmálaráðherra til breyt inga á 262. gr. almennra hegningarlaga og annað frumvarp hefur verið flutt af fjármála ráðherra um breytingar á refsiákvæðum nokkurra skattalaga. Með þeim frumvörpum og því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, er stefnt að heilsteyptu og skilvirku átaki löggjafans gegn skattsvikum og bókhaldsbrotum. Rétt er að taka fram að í gildandi bókhaldslög um, nr. 145/1994, og ársreikningslögum, nr. 144/1994, eru ófullkomin ákvæði um við urlög og málsmeðferð. Núverandi ákvæði 262. gr. hegningarlaga tekur til bókhaldsbrota en er að ýmsu leyti gallað og alls ófullnægjandi eins og nánar kemur fram í athugasemd um við umrætt hegningarlagafrumvarp.

Athugasemdir við einstakar greinar og kafla frumvarpsins.


Um I. kafla.


    Í I. kafla er lagt til að í stað núverandi IV. kafla laga um bókhald komi nýr IV. kafli með heitinu „Viðurlög og málsmeðferð“, 36.–41. gr. Ákvæði þau, sem nú eru í IV. kafla laganna undir heitinu „Ýmis ákvæði“, verða að V. kafla með sama heiti. 36. gr. laganna verður 42. gr. og 38. gr. laganna verður 43. gr, en 37. gr. laganna fellur brott.
    Í a-lið 1. gr. frumvarpsins, sem verður 36. gr. laganna, eru ákvæði um saknæmisskil yrði og refsimörk fyrir hinn nýja IV. kafla laganna í heild. Í b-lið 1. gr., sem verður 37. gr., eru verknaðarlýsingar tiltekinna athafna og athafnaleysistilvika sem ætíð teljast meiri háttar brot gegn lögunum og varða því refsingu skv. 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga. Í c-lið 1. gr. frumvarpsins, sem verður 38. gr. laganna, er fjallað um önnur brot gegn lög unum sem nánar eru skilgreind. Í d-lið 1. gr. frumvarpsins, sem verður 39. gr. laganna, er ákvæði um tilraun til brota og hlutdeild í brotum, að svo miklu leyti sem ekki er fjall að um hlutdeild í brotum í öðrum ákvæðum kaflans. Ákvæði e-liðar 1. gr. frumvarps ins, sem verður 40. gr. laganna, fjallar um refsiábyrgð lögaðila, svo og fésektir og starfs réttindasviptingu sem við tilteknar aðstæður má gera lögaðila þegar fyrirsvarsmaður eða starfsmaður lögaðilans gerist sekur um brot og sætir refsingu. Í f-lið 1. gr. frumvarps ins, sem verður 41. gr. laganna, er fjallað um refsimeðferð brota gegn lögunum og fyrn ingu þeirra.

Um 1. gr.


    (a.)
    Í ákvæði þessu, sem verður 36. gr. laganna, er gert ráð fyrir sömu saknæmisskilyrð um fyrir refsiábyrgð og í ákvæðum skattalaga, bæði í gildandi lögum og hinu nýja frum varpi, svo og í frumvarpi til breytinga á 262. gr. hegningarlaga. Um rök fyrir þessari til högun saknæmisskilyrða má vísa til athugasemda með hegningarlagafrumvarpinu um breytingu á 262. gr. þeirra laga.
    Í ákvæðinu felst mikilvæg nýskipan refsimarka í tengslum við hið nýja ákvæði 262. gr. hegningarlaga. Í hegningarlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að brot gegn bókhalds lögum, ársreikningslögum og gegn tilteknum ákvæðum skattalaga varðandi bókhald geti talist meiri háttar brot skv. 262. gr. hegningarlaga, að uppfylltum tilteknum viðbótar skilyrðum þess ákvæðis. Ákvæði IV. kafla bókhaldslaga og X. kafla laga um ársreikn inga í heild, svo og tvö tiltekin ákvæði skattalaga, eru talin upp í 2. mgr. 262. gr., og eins er í þessum ákvæðum vísað til 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga. Ef brot telst meiri háttar samkvæmt þessu liggur við því varðhald eða fangelsi allt að sex árum og heimilt er að beita fésektum til viðbótar refsivist. Ef háttsemi telst ekki meiri háttar brot varðar hún venjulegum fésektum allt að hámarki því sem tilgreint er í 50. gr. hegningarlaga (4 millj. kr.). Sérstaklega er ákveðið að brot gegn 37. gr. skuli ætíð teljast meiri háttar brot og varða þau því refsingu skv. 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga án tillits til þess hvort eitt hvert þeirra viðmiðunaratriða telst vera fyrir hendi sem talin eru upp í 3. mgr. 262. gr. hegningarlaga. Þó er möguleiki samkvæmt ákvæðinu að dæma einungis í fésekt fyrir meiri háttar brot ef málsbætur eru miklar.

    (b.)
    Ákvæði þetta, sem verður 37. gr. laganna, tekur til háttsemi bókhaldsskyldra manna eða fyrirsvarsmanna bókhaldsskyldra lögaðila, að undantekinni 2. mgr. ákvæðisins sem varðar refsiábyrgð annarra manna sem aðstoða framangreinda menn við bókhaldsbrot eða stuðla að þeim á annan hátt. Eins og áður getur tekur ákvæðið til athafna og athafna leysistilvika sem talin eru svo alvarlegs eðlis að rétt þykir að virða þau ætíð sem meiri háttar brot. Í stórum dráttum felast í verknaðarlýsingum hinna einstöku liða samhverf brot sem eru refsiverð án tillits til hugsanlegra afleiðinga þeirra. Frávik frá þessu almenna ein kenni er í 4. tölul. sem lýsir því tjónsbroti að eyðileggja bókhaldsbækur eða bókhalds gögn eða skjóta þeim undan, þ.e. áskilið er að tilteknar afleiðingar af háttseminni komi fram í eyðileggingu eða hvarfi gagnanna.
    Í 1. tölul. er lýst þeirri alvarlegu vanrækslu að færa ekki tilskilið bókhald fyrir sjálf an sig eða þann lögaðila sem hinn brotlegi starfar fyrir þannig að hann uppfylli ekki kröf ur laga í meginatriðum. Um vanrækslu, sem gengur skemmra að þessu leyti, er hins veg ar fjallað í 1. tölul. c-liðar 1. gr. (38. gr. laganna) frumvarpsins og varðar það brot þá fé sektum nema það uppfylli skilyrði 262. gr. hegningarlaga.
    Í 2. tölul. er ákvæði sem er eðlilegt framhald af 1. tölul. og tekur til vanrækslu um að varðveita fylgiskjöl eða önnur bókhaldsgögn svo að ógerningur sé að rekja bókhalds færslur til viðskipta og byggja bókhaldsbækur og ársreikning á þeim. Um brot þar sem bókhald er ekki fært á nægilega skýran og aðgengilegan hátt þannig að erfitt sé að rekja viðskipti og notkun fjármuna má beita 2. tölul. c-liðar 1. gr. (38. gr. laganna).
    Í 3. tölul. er fjallað um rangfærslu bókhalds eða bókhaldsgagna, tilbúning gagna sem ekki eiga sér stoð í viðskiptum við aðra aðila og þá háttsemi að vantelja tekjur kerfis bundið, svo sem með tvöföldu tekjuskráningarkerfi og öðrum svipuðum athöfnum. Í 5. tölul. sama ákvæðis er fjallað um rangfærslu ársreiknings eða einstakra hluta hans. Öll rangfærslubrot falla undir b-lið 1. gr. (37. gr. laganna) og teljast því ætíð meiri háttar brot. Rétt þykir að gera þann fyrirvara að beitt skuli 158. gr. hegningarlaga ef skilyrði hennar eru uppfyllt þótt hámarksrefsing samkvæmt því ákvæði sé fangelsi allt að þrem ur árum.
    Í 4. tölul. er ákvæði um þann sem eyðileggur bókhald sitt eða bókhald lögaðila sem hann starfar fyrir, hvort sem það nær til bókhaldsins í heild eða einstakra hluta þess, sömuleiðis ef hann skýtur þeim undan eða torveldar aðgang að þeim með öðrum hætti. Sama á við um hvers konar bókhaldsgögn.
    Í 5. tölul. er fjallað um vanrækslu á að semja ársreikning er hafi að geyma þá reikn inga og skýringar sem lög þessi kveða á um. Enn fremur er í ákvæðinu vikið að rang færslu ársreikningsins eða einstakra hluta hans, eins og áður segir.
    Í 2. mgr. er vikið að háttsemi manna sem aðstoða bókhaldsskyldan mann við brot þau sem lýst er í 1.–5. tölul. ákvæðisins eða stuðla að þeim á annan hátt. Með þessu ákvæði er fyrst og fremst átt við verklega aðstoð en þar sem því sleppir má beita hinu almenna ákvæði um hlutdeild í brotum skv. d-lið 1. gr. frumvarpsins (39. gr. laganna).

    (c.)
    Í grein þessari, sem verður 38. gr. laganna, er í 1.–6. tölul. 1. mgr. lýst ýmiss konar athöfnum og athafnaleysi bókhaldsskylds manns eða fyrirsvarsmanns bókhaldsskylds lög aðila en 2. mgr. lýtur að aðstoð annarra við brot framangreindra manna. Brot þessi varða yfirleitt fésektum en geta varðað refsingu skv. 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga ef þau telj ast meiri háttar brot samkvæmt þeirri grein. Þetta ákvæði felur í sér verknaðarlýsingar sem ganga skemmra og fela því ekki í sér eins alvarleg brot og hliðstæðar verknaðar lýsingar b-liðar 1. gr. frumvarpsins, sbr. 1., 2., og 5. tölul. ákvæðisins. Í öðrum tölulið um ákvæðisins er um að ræða sérhæfðar verknaðarlýsingar sem ekki þykir þörf á að skýra hér sérstaklega.

    (d.)
    Ákvæði þetta, sem verður 39. gr. laganna, hefur að geyma almenna tilvísun til III. kafla almennra hegningarlaga um tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þess um að öðru leyti en því sem lýst er í b- og c-lið 1. gr. frumvarpsins. Um refsimörk þess ara brota fer eftir a-lið 1. gr. þannig að þau sæta fésektum, sbr. 50. gr. hegningarlaga. Sérstök tilvísun til 262. gr. hegningarlaga er óþörf. Ákvæði III. kafla hegningarlaga eiga beint við ef á 262. gr. reynir.

    (e.)
    Ákvæði þetta, sem verður 40. gr. laganna, um refsiábyrgð lögaðila er samhljóða hlið stæðum ákvæðum í fyrrnefndu frumvarpi um breyting á refsiákvæðum nokkurra skatta laga. Fyrri málsliður ákvæðisins heimilar sjálfstæða refsiábyrgð á hendur lögaðilum sem frumvarp þetta tekur til. Þessi ábyrgð er fyllilega sjálfstæð og gildir án tillits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Á lögaðila verða lagðar venjulegar fésektir, sbr. 50. gr. hegningarlaga. Síðari málsliður greinarinnar fjall ar um fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans sem gerist sekur um eitthvert brot á lög unum sem að framan greinir og sætir þeirri refsingu sem þar getur, en auk þess má sam kvæmt þessu ákvæði gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda þegar brotið er drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu.

    (f.)
    Ákvæði þetta, sem verður 41. gr. laganna, fjallar um málsmeðferð vegna brota á lög unum. Þar er gert ráð fyrir hliðstæðri málsmeðferð og vegna refsiverðra brota á skatta lögum enda langtíðast að saman fari brot á skattalögum og bókhaldslögum. Líklegt er að í framkvæmd fari saman refsimeðferð vegna skattalagabrota og brota á lögum þessum. Rétt er þó að taka fram að hrein bókhaldsbrot, sem ekki tengjast ætluðum skattalaga brotum, geta farið í þennan sama farveg ef ákvæði frumvarps þessa verða að lögum. Þessi tilhögun er því til þess fallin að stuðla að einföldun, samræmingu og sparnaði við máls meðferð án þess að réttaröryggi manna og lögaðila sé á nokkurn hátt skert. Það er grund vallaratriði í þessu ákvæði eins og hliðstæðum ákvæðum skattalaga að sakaðir menn eiga ætíð rétt á því að fá fullkomna sakamálameðferð hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstól um ef þeir vilja ekki hlíta því að yfirskattanefnd úrskurði í málinu.
    Það leiðir af þessari tilhögun að rétt þykir að yfirskattanefnd fái það hlutverk að úr skurða sektir vegna brota á lögum þessum, nema máli sé vísað til opinberrar rannsókn ar og dómsmeðferðar skv. 1. mgr. ákvæðisins. Er í því sambandi gert ráð fyrir við með ferð málsins að gerð verði nauðsynleg breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, sbr. 8. gr. frumvarps þessa. Úrskurðir yfirskattanefndar um bókhaldsbrot verða þá fulln aðarúrskurðir eins og um brot á skattalögum og vararefsing fylgir ekki úrskurðum nefnd arinnar. Samkvæmt gildandi lögum úrskurðar yfirskattanefnd sektir fyrir refsiverð brot á skattalögum nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar.
    Samkvæmt þessu ákvæði er gert ráð fyrir að skattrannsóknarstjóri ríkisins annist rann sókn vegna brota á lögum þessum, leggi mál fyrir yfirskattanefnd og komi fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni þegar hún úrskurðar sektir. Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur rannsakað brot á lögum þessum að eigin frumkvæði eða samkvæmt tilkynningu rík isskattstjóra eða skattstjóra um að bókhaldsbrot hafi verið framin, sbr. ákvæði 96. og 101. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og 27. gr. laga um virðisaukaskatt, eins og gert er ráð fyrir að þeim verði breytt við meðferð þessa frumvarps. Þá getur skattrannsóknar stjóri ríkisins á hvaða stigi rannsóknar sem er vísað máli af sjálfsdáðum til opinberrar rannsóknar.
    Um sakarfyrningu í lokamálsgrein ákvæðisins er stuðst við fyrningarákvæði í skatta lögum en efni þess er gert nokkru nákvæmara í samræmi við túlkun yfirskattanefndar á fyrrnefndum ákvæðum.

Um 2. gr.


    Lagt er til að 37. gr. gildandi laga um bókhald, sem er um viðurlög og málsmeðferð, falli brott við gildistöku laga þessara.

Um II. kafla.


    Í II. kafla er lagt til að í stað núverandi X. kafla laga um ársreikninga komi nýr X. kafli með heitinu „Viðurlög og málsmeðferð“, 82.–88. gr. Ákvæði þau, sem nú eru í X. kafla undir heitinu „Ýmis ákvæði“, verða að XI. kafla með sama heiti. 82. gr. laganna verður 89. gr., 84. gr. laganna verður 90. gr. og 85. gr. verður 91. gr. en 83. gr. laganna fellur brott.
    Í a-lið 3. gr. frumvarpsins, sem verður 82. gr. laganna, eru ákvæði um saknæmisskil yrði og refsimörk fyrir X. kafla laganna í heild. Í b-lið 3. gr., sem verður 83. gr. lag anna, eru verknaðarlýsingar tiltekinna athafna og athafnaleysistilvika sem ætíð teljast meiri háttar brot gegn lögunum og varða því refsingu skv. 2. mgr. 262. gr. hegningar laga. Í c-lið 3. gr., sem verður 84. gr. laganna, er fjallað um önnur brot gegn lögunum sem þar eru nánar skilgreind. Í d-lið 3. gr., sem verður 85. gr. laganna, er í þremur tölu liðum fjallað um refsiverða háttsemi, athafnir eða athafnaleysi, endurskoðenda og skoð unarmanna. Í e-lið 3. gr., sem verður 86. gr. laganna, er ákvæði um tilraun til brota og hlutdeild í brotum að svo miklu leyti sem ekki er fjallað um hlutdeild í brotum í öðrum ákvæðum kaflans. Ákvæði f-liðar 3. gr., sem verður 87. gr. laganna, fjallar um refsi ábyrgð lögaðila, svo og fésektir og starfsréttindasviptingu sem við tilteknar aðstæður má gera lögaðila þegar fyrirsvarsmaður eða starfsmaður lögaðilans gerist sekur um brot og sætir refsingu. Í ákvæði g-liðar 3. gr., sem verður 88. gr. laganna, er fjallað um refsi meðferð brota gegn lögunum og fyrningu þeirra.

Um 3. gr.


    (a.)
    Í ákvæði þessu, sem verður 82. gr. laganna, er gert ráð fyrir sömu saknæmisskilyrð um fyrir refsiábyrgð og í ákvæðum skattalaga, bæði í gildandi lögum og hinu nýja frum varpi, svo og í frumvarpi til breytinga á 262. gr. hegningarlaga. Um rök fyrir þessari til högun saknæmisskilyrða má vísa til athugasemda með hegningarlagafrumvarpinu um breytingu á 262. gr. þeirra laga.
    Í ákvæðinu felst mikilvæg nýskipan refsimarka í tengslum við hið nýja ákvæði 262. gr. hegningarlaga. Í hegningarlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að brot gegn bókhalds lögum, ársreikningalögum og gegn tilteknum ákvæðum skattalaga varðandi bókhald geti talist meiri háttar brot skv. 262. gr. hegningarlaga, að uppfylltum tilteknum viðbótar skilyrðum þess ákvæðis. Ákvæði IV. kafla bókhaldslaga og X. kafla laga um ársreikn inga í heild, svo og tvö tiltekin ákvæði skattalaga, eru talin upp í 2. mgr. 262. gr. og eins er í þessum ákvæðum vísað til 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga. Ef brot telst meiri háttar samkvæmt þessu liggur við því varðhald eða fangelsi allt að sex árum og heimilt er að beita fésektum til viðbótar refsivist. Ef háttsemi telst ekki meiri háttar brot varðar hún venjulegum fésektum allt að hámarki því sem tilgreint er í 50. gr. hegningarlaga (4 millj. kr.). Sérstaklega er ákveðið að brot gegn 83. gr. skuli ætíð teljast meiri háttar brot og varða þau því refsingu skv. 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga án tillits til þess hvort eitt hvert þeirra viðmiðunaratriða telst vera fyrir hendi sem talin eru upp í 3. mgr. 262. gr. hegningarlaga. Þó er möguleiki samkvæmt ákvæðinu að dæma einungis í fésektir fyrir meiri háttar brot ef málsbætur eru miklar.

    (b.)
    Ákvæði þetta, sem verður 83. gr. laganna, tekur til háttsemi stjórnarmanna eða fram kvæmdastjóra félaga þeirra sem skilgreind eru og talin upp í 1. gr. laga um ársreikninga, að undantekinni 2. mgr. ákvæðisins sem varðar refsiábyrgð annarra manna er aðstoða ein hvern framangreindra manna við þau brot sem lýst er í ákvæðinu eða stuðla að þeim á annan hátt. Eins og áður getur tekur ákvæðið til athafna og athafnaleysistilvika sem tal in eru svo alvarleg eðlis að rétt þykir að virða þau ætíð sem meiri háttar brot. Í stórum dráttum felast í verknaðarlýsingum hinna einstöku liða samhverf brot sem eru refsiverð án tillits til hugsanlegra afleiðinga þeirra.
    Í 1. tölul. er lýst þeirri alvarlegu vanrækslu að láta undir höfuð leggjast að semja árs reikning eða samstæðureikning er hafi að geyma þá reikninga, yfirlit og skýringar er lög in kveða á um. Hugtakið samstæðureikningur felur í sér ársreikning móðurfélags og árs reikninga dótturfélaga þess. Nánari skilgreiningar á samstæðureikningum er að finna í 8. tölul. 1. gr. og 53. gr. laga um ársreikninga. Um vanrækslu, sem gengur skemmra að þessu leyti, er hins vegar fjallað í 1. tölul. c-liðar 3. gr. frumvarpsins, sem verður 84. gr. laganna, og varðar það brot þá fésektum nema það uppfylli skilyrði 262. gr. almennra hegningarlaga.
    Í 2. tölul. er fjallað um rangfærslu ársreiknings, samstæðureiknings eða einstakra hluta þeirra, svo og þegar samning þeirra byggist ekki á niðurstöðu bókhalds, og loks ef rang ar eða villandi skýringar eru látnar fylgja reikningunum. Hvers konar rangfærsla á árs reikningi og samstæðureikningi eða einstökum hlutum þeirra fellur undir ákvæðið og telst því meiri háttar brot. Rangfærsla í skýrslu stjórnar og launung varðandi mikilsverðar upp lýsingar að öðru leyti varða hins vegar við 2. tölul. c-liðar 3. gr. frumvarpsins. Rétt þyk ir að gera þann fyrirvara að beitt skuli 158. gr. hegningarlaga ef skilyrði hennar eru upp fyllt þótt hámarksrefsing samkvæmt því ákvæði sé fangelsi allt að þremur árum.
    Í 2. mgr. er vikið að háttsemi manna sem aðstoða stjórnarmann eða framkvæmda stjóra félags við brot þau sem lýst er í 1. og 2. tölul. ákvæðisins eða stuðla að þeim á annan hátt. Með þessu ákvæði er fyrst og fremst átt við verklega aðstoð en þar sem ákvæðinu sleppir má beita hinu almenna ákvæði um hlutdeild í 86. gr. laga um ársreikn inga eins og hún verður skv. e-lið 1. gr. frumvarpsins.

    (c.)
    Í grein þessari, sem verður 84. gr. laganna, er í 1. og 2. tölul. 1. mgr. lýst ýmiss kon ar athöfnum og athafnaleysi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra félaga eins og þau eru skilgreind og talin upp í 1. gr. laga um ársreikninga en 2. mgr. lýtur að aðstoð annarra við brot framangreindra manna. Brot þessi varða yfirleitt fésektum en geta varðað refs ingu skv. 2. mgr. 262. gr. hegningarlaga ef þau teljast meiri háttar brot samkvæmt þeirri grein. Þetta ákvæði hefur að geyma verknaðarlýsingar sem ganga skemmra en brot gegn 83. gr. laga um ársreikninga eins og það verður skv. b-lið 3. gr. frumvarpsins og fela því ekki í sér eins alvarleg brot.
    Í 1. tölul. er fjallað um vanrækslu á að haga gerð ársreikninga eða samstæðureikn ings þannig að reikningsskilin gefi ekki glögga mynd í samræmi við góða reiknings skilavenju af rekstrarafkomu á reikningsárinu, eignabreytingu á árinu og efnahag í lok þess. Enn fremur tekur ákvæðið til vanrækslu á að senda ársreikning og samstæðureikn ing til félagaskrár og þar með að birta hann opinberlega skv. VIII. kafla laganna, svo og ef vanrækt er að sjá til þess að kosning endurskoðenda eða skoðunarmanna fari fram í samræmi við ákvæði VII. kafla laganna.
    Í 2. tölul. er fjallað um rangar frásagnir í skýrslu stjórnar og leynd mikilsverðra upp lýsinga sem þýðingu hafa við mat á fjárhagslegri stöðu félags eða félagasamstæðu og um mat á afkomu þeirra á reikningsárinu. Í þessu sambandi er vert að hafa hugfast að í skýrslu stjórnar geta komið fram upplýsingar sem alla jafna eiga að vera hluti af skýr ingum með efnahags- og rekstrarreikningi og verða þar með hluti ársreiknings, sbr. 36. gr. laga um ársreikninga.
    Í 2. mgr. er vikið að háttsemi manna sem aðstoða stjórnarmann eða framkvæmda stjóra félags við brot þau sem lýst er í 1. og 2. tölul. ákvæðisins eða stuðla að þeim á annan hátt. Með þessu ákvæði er fyrst og fremst átt við verklega aðstoð en þar sem því ákvæði sleppir má beita hinu almenna ákvæði um hlutdeild í e-lið 3. gr. frumvarpsins.

    (d.)
    Ákvæði þetta, sem verður 85. gr. laganna, fjallar um tiltekin refsiverð brot löggiltra endurskoðenda eða skoðunarmanna, ýmist athafnir eða athafnaleysi, svo sem nánar grein ir í þremur töluliðum ákvæðisins.
    Í 1. tölul. er fjallað um þá háttsemi endurskoðenda eða skoðunarmanna að taka að sér að framkvæma endurskoðun án þess að uppfyllt séu skilyrði laganna. Um starfsskyldur endurskoðenda fer eftir lögum nr. 67/1976, um löggilta endurskoðendur. Til skoðunar manna eru aftur á móti gerðar þær kröfur skv. 2. mgr. 58. gr. laga um ársreikninga að þeir hafi þá reynslu í bókhaldi og viðskiptum sem nauðsynleg er til að uppfylla starfs skyldur sínar. Hæfisskilyrði beggja eru bundin ákvæðum laga um löggilta endurskoð endur. Í þeim lögum kemur m.a. fram að endurskoðandi má ekki samhliða störfum sín um sitja í stjórn félags eða vera starfsmaður þess, hann má ekki vera háður stjórnend um félagsins, maki stjórnanda eða skyldur stjórnanda eða tengdur honum og ekki fjár hagslega háður félaginu auk fleiri atriða.
    Ákvæði 2. tölul. lýtur að þeirri háttsemi framangreindra manna að haga störfum sín um andstætt ákvæðum laga þessara eða í ósamræmi við góða endurskoðunarvenju.
    Í 3. tölul. er lýst þeirri háttsemi að gefa rangar eða villandi upplýsingar með áritun reikninga eða láta hjá líða við áritun að geta um mikilsverð atriði sem snerta rekstrar afkomu eða efnahag félagsins.

    (e.)
    Ákvæði þetta, sem verður 86. gr. laganna, hefur að geyma almenna tilvísun til III. kafla almennra hegningarlaga um tilraun til brota og hlutdeild í brotum á lögum þess um, að öðru leyti en því sem lýst er í b- og c-lið 3. gr. frumvarpsins. Um refsimörk þess ara brota fer eftir a-lið 3. gr. þannig að þau sæta fésektum, sbr. 50. gr. hegningarlaga. Sérstök tilvísun til 262. gr. hegningarlaga er óþörf. Ákvæði III. kafla hegningarlaga eiga beint við ef á 262. gr. reynir.

    (f.)
    Ákvæði þetta, sem verður 87. gr. laganna, fjallar um refsiábyrgð lögaðila og er sam hljóða hliðstæðum ákvæðum í fyrrnefndu frumvarpi um breyting á refsiákvæðum nokk urra skattalaga. Fyrri málsliður ákvæðisins heimilar sjálfstæða refsiábyrgð á hendur lög aðilum sem frumvarp þetta tekur til. Þessi ábyrgð er fyllilega sjálfstæð og gildir án til lits til þess hvort sök verður sönnuð á fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans. Á lög aðila verða lagðar venjulegar fésektir, sbr. 50. gr. hegningarlaga. Síðari málsliður grein arinnar fjallar um fyrirsvarsmann eða starfsmann lögaðilans sem gerist sekur um eitt hvert brot á lögunum sem að framan greinir og sætir þeirri refsingu sem þar getur, en auk þess má samkvæmt þessu ákvæði gera lögaðilanum sekt og sviptingu starfsréttinda þeg ar brotið er drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu.

    (g.)
    Ákvæði þetta, sem verður 88. gr. laganna, fjallar um málsmeðferð vegna brota á lög unum. Þar er gert ráð fyrir hliðstæðri málsmeðferð og vegna refsiverðra brota á skatta lögum enda langtíðast að saman fari brot á skattalögum og bókhaldslögum. Líklegt er að í framkvæmd fari saman refsimeðferð vegna skattalagabrota og brota á lögum um árs reikninga og bókhald. Rétt er þó að taka fram að hrein bókhaldsbrot og brot á lögum um ársreikninga sem ekki tengjast ætluðum skattalagabrotum geta farið í þennan sama far veg ef ákvæði frumvarpa þessara verða að lögum. Þessi tilhögun er því til þess fallin að stuðla að einföldun, samræmingu og sparnaði við málsmeðferð án þess að réttaröryggi manna og lögaðila sé á nokkurn hátt skert. Það er grundvallaratriði í þessu ákvæði eins og hliðstæðum ákvæðum skattalaga að sakaðir menn eiga ætíð rétt á því að fá fullkomna sakamálameðferð hjá lögreglu, ákæruvaldi og dómstólum ef þeir vilja ekki hlíta því að yfirskattanefnd úrskurði í málinu.
    Það leiðir af þessari tilhögun að rétt þykir að yfirskattanefnd fái það hlutverk að úr skurða sektir vegna brota á lögum þessum, nema máli sé vísað til opinberrar rannsókn ar og dómsmeðferðar skv. 1. mgr. ákvæðisins. Er í því sambandi gert ráð fyrir við með ferð málsins að gerð verði nauðsynleg breyting á lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992, sbr. 8. gr. þessa frumvarps. Úrskurðir yfirskattanefndar um brot á lögum þessum verða þá fullnaðarúrskurðir eins og um brot á skattalögum og bókhaldslögum en vararefsing fylgir ekki úrskurðum nefndarinnar. Samkvæmt gildandi lögum úrskurðar yfirskattanefnd sektir fyrir refsiverð brot á skattalögum nema máli sé vísað til opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar.
    Samkvæmt þessu ákvæði er gert ráð fyrir að skattrannsóknarstjóri ríkisins annist rann sókn vegna brota á lögum þessum, leggi mál fyrir yfirskattanefnd og komi fram af hálfu hins opinbera fyrir nefndinni þegar hún úrskurðar sektir. Skattrannsóknarstjóri ríkisins getur rannsakað brot á lögum þessum að eigin frumkvæði eða samkvæmt tilkynningu rík isskattstjóra eða skattstjóra um að brot á lögum þessum hafi verið framin, sbr. ákvæði 96. og 101. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt og 27. gr. laga um virðisaukaskatt, eins og gert er ráð fyrir að þeim verði breytt við meðferð þessa frumvarps, sbr. 5.–7. gr. frum varps þessa. Þá getur skattrannsóknarstjóri ríkisins á hvaða stigi rannsóknar sem er vís að máli af sjálfsdáðum til opinberrar rannsóknar.
    Um sakarfyrningu í lokamálsgrein ákvæðisins er stuðst við fyrningarákvæði í skatta lögum en efni þess er gert nokkru nákvæmara í samræmi við túlkun yfirskattanefndar á fyrrnefndum ákvæðum.

Um 4. gr.


    Lagt er til að 83. gr. gildandi laga um ársreikninga, um viðurlög og málsmeðferð, falli brott við gildistöku laga þessara.

Um III.–IV. kafla.


    Í köflum þessum eru lagðar til breytingar sem leiðir af þeim breytingum sem verður að gera á málsmeðferðarreglum skv. I. og II. kafla frumvarpsins.

Um 5.–7. gr.


    Í ákvæðum þessum er gert ráð fyrir að skattstjórar geri skattrannsóknarstjóra ríkis ins viðvart þegar þeir komast að refsiverðum brotum á lögum um ársreikninga og bók hald í samræmi við ákvæði f-lið 1. gr. og g-lið 3. gr. frumvarps þessa eins og gert er ráð fyrir að 41. gr. laga um bókhald og 88. gr. laga um ársreikninga verði.

Um 8. gr.


    Ákvæði þetta leiðir af f-lið 1. gr. og g-lið 3. gr. frumvarps þessa.

Um V. kafla.


    Í þessum kafla er aðeins ein grein og hefur hún að geyma gildistökuákvæði.