Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 257 . mál.


681. Nefndarálit



um frv. til l. um breyting á l. nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Jón Guðmundsson frá fjármálaráðu neyti og Jón Steingrímsson frá ríkisskattstjóra.
    Við yfirferð á málinu kom fram nauðsyn á nokkrum lagfæringum á frumvarpinu þar sem ný lög um bókhald, nr. 145/1994, hafa verið samþykkt frá því að það var lagt fram í haust. Jafn framt þarf að breyta gildistökuákvæði. Nefndin leggur því til að málið verði samþykkt með svo felldum

BREYTINGUM:



     1 .     Á eftir 3. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo:
                   a .     (4. gr.)
                            Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. laganna:
                  a.         Í stað „51/1968“ í 1. mgr. kemur: 145/1994.
                  b.    2. mgr. orðast svo:
                                 Allar bækur, uppgjör og gögn er varða virðisaukaskattsskil, skal varðveita í sjö ár frá lokum viðkomandi reikningsárs. Þeim sem nota sjóðvélar er þó ekki skylt að varðveita innri strimla lengur en þrjú ár frá lokum viðkomandi reikningsárs enda liggi fyrir fullfrágengið bókhald og undirritaður ársreikningur.
                   b .     (5. gr.)
                            5. mgr. 18. gr. laganna orðast svo:
                            Skattskyldir aðilar, sem ekki færa bókhald samkvæmt lögum nr. 145/1994, um bók hald, skulu færa sérstakt bókhald yfir hin skattskyldu viðskipti. Fjármálaráðherra setur nánari reglur um tilhögun slíks bókhalds.
     2 .     4. gr. orðist svo:
                  Eftirfarandi breytingar verða á 27. gr. laganna:
                   a .     Í stað hlutfallstalnanna „2%“ og „20%“ í 2. mgr. kemur: 1% og 10%.
                   b .     Í stað „51/1968“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: 145/1994.
     3 .     8. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi.

Alþingi, 16. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Sólveig Pétursdóttir.
    form., frsm.          

    Steingrímur J. Sigfússon.     Finnur Ingólfsson.     Ingi Björn Albertsson.

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Guðjón Guðmundsson.     Kristín Ástgeirsdóttir.