Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 326 . mál.


684. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 41/1968, um verslunaratvinnu, ásamt síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Jón Ögmund Þormóðsson, skrifstofu stjóra í viðskiptaráðuneyti.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi

BREYTINGU:



    1. gr. orðist svo:
    1. málsl. 3. mgr. 10. gr. laganna orðast svo: Lögreglustjóri skal vísa umsókn til ákvörðunar ráðherra ef hann telur að starfsemi umsækjanda sé svo háttað að varhugavert sé að leyfa hana.

    Breyting þessi er einungis tæknilegs eðlis og raskar í engu efni ákvæðisins.

Alþingi, 16. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Guðjón Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Finnur Ingólfsson.     Guðmundur Árni Stefánsson.

    Steingrímur J. Sigfússon.     Sólveig Pétursdóttir.     Kristín Ástgeirsdóttir.