Ferill 306. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 306 . mál.


701. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á ýmsum lögum vegna nýrra mælingareglna skipa.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið með hliðsjón af innsendri umsögn frá Sambandi íslenskra kaupskipaútgerða.
    Frumvarpið mælir fyrir um breytingar á tvennum lögum, þ.e. lögum nr. 56/1981, um vita mál, og lögum nr. 43/1987, um lögskráningu sjómanna. Með hliðsjón af því sem fram kemur í umsögn SÍK telur nefndin rétt að mæla með þeirri breytingu sem frumvarpið gerir ráð fyrir á lögum um vitamál en leggur ekki áherslu á þá breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna sem frumvarpið mælir fyrir um.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



     a .     2. gr. laganna falli brott.
     b .     Heiti frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breyting á lögum um vitamál, nr. 56/1981, með síðari breytingum.

    Egill Jónsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Stefán Guðmundsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 20. febr. 1995.



    Pálmi Jónsson,     Petrína Baldursdóttir.     Guðni Ágústsson.
    form., frsm.          

    Sturla Böðvarsson.     Árni Johnsen.     Jóhann Ársælsson.