Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 239 . mál.


709. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem felur einkum í sér þá breytingu að framvegis verði skylt að viðlagatryggja skíðalyftur. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að felld verði brott heimild Viðlagatryggingar Íslands til að taka að sér vátryggingu annarra eigna en þeirra sem skylt er að vátryggja og er það gert til samræmingar reglum EES-samningsins. Loks er lagt til að lögfest verði heimild, sem var í eldri lögum um viðlagatryggingar, varðandi styrkveitingar til björgun arsveita.
    Á fund nefndarinnar kom Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamála ráðuneyti, frá stjórn Viðlagatryggingar Íslands Guðmundur Þ. B. Ólafsson formaður, Gísli Ólafsson, Úlfar B. Thoroddsen og Alexander Stefánsson stjórnarmenn og Ásgeir Ásgeirsson rit ari, frá Landsbjörg Björn Hermannsson framkvæmdastjóri og Ólafur Proppé formaður, frá Slysavarnafélagi Íslands Gunnar Tómasson varaforseti og Páll Ægir Pétursson, deildarstjóri björgunardeildar, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Ísafirði og Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar, Hafsteinn Hafsteinsson, formaður almannavarnaráðs, frá Veðurstofu Íslands Magnús Jónsson veðurstofustjóri og Magnús Már Magnússon yfirverkefnisstjóri og Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins. Þá studdist nefndin við umsagnir frá Almannavörnum ríkisins, Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands, Lögmannafélagi Íslands, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, Vátryggingaeftirlitinu og Viðlagatryggingu Íslands og Íþróttafélagi Reykjavíkur. Þá studdist nefndin við gögn frá forsætisráðuneyti og Ísafjarðarkaupstað.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
    Í fyrsta lagi er um að ræða nauðsynlegar breytingar á tilvísunum í lagagreinar vegna brott falls 6. gr. laganna, sbr. 3. gr. frumvarpsins.
    Í öðru lagi er lagt til að orðalagi 4. gr. verði breytt þannig að heimild Viðlagatryggingar til styrkveitinga beinist að þeim landssamtökum sem hafa samstarfssamning við Almannavarnir ríkisins um skipun hjálparliðs. Nefndin telur eðlilegt að heimildin taki til landssamtaka björg unarsveita en ekki einstakra sveita um land allt. Þau landssamtök, sem hér um ræðir, eru Lands björg, Slysavarnafélag Íslands og Rauði kross Íslands. Innan þeirra vébanda eru allar starfandi björgunarsveitir hér á landi. Þá er gert ráð fyrir að styrkirnir renni til fræðslu- og þjálfunarmála í stað hinnar opnu heimildar sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Nefndin vill taka fram að Björgun arhundasveit Íslands er aðili að Landsbjörg og aukin áhersla verður í framtíðinni lögð á þátt leit arhunda á námskeiðum í snjóflóðaleit, en slík námskeið hafa um árabil verið haldin á vegum björgunarsveita.
    Í þriðja lagi er lagt til að gerðar verði breytingar á 5. gr., ákvæði til bráðabirgða. Nefndin tel ur ekki rétt að lögfest sé afturvirkt ákvæði sem byggir á því að munir séu tryggðir eftir á eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Því er lagt til að kveðið verði á um tiltekna eingreiðslu úr sjóðum Viðlagatryggingar Íslands í því afmarkaða tilviki sem hér um ræðir.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Gunnlaugur Stefánsson,     Tómas Ingi Olrich.     Ingibjörg Pálmadóttir,
    form., frsm.          með fyrirvara.

    Guðmundur Hallvarðsson.     Margrét Frímannsdóttir,     Sólveig Pétursdóttir.
         með fyrirvara.     

    Finnur Ingólfsson,     Sigríður A. Þórðardóttir.     Guðrún J. Halldórsdóttir,
    með fyrirvara.          með fyrirvara.