Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 236 . mál.


714. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 21. febr.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verði á 2. gr. laganna, sbr. 43. gr. laga nr. 111/1992, 34. gr. laga nr. 122/1993 og 1. gr. laga nr. 74/1994:
     a .     Í stað hlutfallstölunnar „3%“ í 1. mgr. komi: 3,05%.
     b .     2. mgr. orðast svo:
                  Í sérstökum gjaldflokki skulu vera fiskveiðar, iðnaður, landbúnaður, hugbúnaðariðnað ur, kvikmyndaiðnaður, gisting, veitingarekstur og útleiga bifreiða, sbr. upptalningu at vinnugreinanúmera í viðauka I við lög þessi.

2. gr.


    3. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 37. gr. laga nr. 122/1993, orðast svo:
    Vegna tryggingagjalds á reiknað endurgjald manns sem stundar atvinnurekstur eða sjálf stæða starfsemi, maka hans og barna skal stofn gjaldsins vera sú fjárhæð sem greinir í 3. mgr. 6. gr. Er ekki skylt að gera sérstaka grein fyrir fjárhæðinni á launaframtali. Skipta skal gjald stofni ársins jafnt á öll geiðslutímabil þess nema önnur skipting komi greinilega fram í skatt gögnum gjaldanda.

3. gr.


    Við lögin bætist svofelldur Viðauki I sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Viðauki I.


    Í sérstökum gjaldflokki tryggingagjalds skulu vera eftirtaldar atvinnugreinar samkvæmt at vinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands:
    01.1         Jarðyrkja og garðyrkja.
    01.2         Búfjárrækt.
    01.3         Blandaður búskapur jarðyrkju og búfjárræktar.
    01.5         Dýraveiðar og tengd þjónusta.
    02             Skógrækt, skógarhögg og tengd þjónusta.
    05.01    Fiskveiðar.
    05.02    Rekstur seiða-, fiskeldis- og hafbeitarstöðva.
    10             Kolanám og móvinnsla.
    11              Vinnsla á hráolíu, jarðgasi o.fl.
    12              Nám á úran- og þórínmálmgrýti.
    13              Málmnám og málmvinnsla.
    14              Námugröftur og vinnsla annarra hráefna úr jörðu.
    15              Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður.
    16              Tóbaksiðnaður.
    17              Textíliðnaður.
    18              Fataiðnaður; sútun og litun loðskinna.
    19              Leðuriðnaður.
    20              Trjáiðnaður.
    21              Pappírsiðnaður.
    22              Útgáfustarfsemi og prentiðnaður.
    23              Framleiðsla á koxi, olíuvörum og kjarnorkueldsneyti.
    24              Efnaiðnaður.
    25              Gúmmí- og plastvöruframleiðsla.
    26              Gler-, leir- og steinefnaiðnaður.
    27              Framleiðsla málma.
    28              Málmsmíði og viðgerðir.
    29              Vélsmíði og vélaviðgerðir.
    30              Framleiðsla á skrifstofuvélum og tölvum.
    31              Framleiðsla og viðgerðir annarra ótalinna rafmagnsvéla og -tækja.
    32              Framleiðsla fjarskiptabúnaðar og -tækja.
    33              Framleiðsla á lækningatækjum, mæli- og rannsóknartækjum, úrum o.fl.
    34              Framleiðsla vélknúinna ökutækja annarra en vélhjóla.
    35              Framleiðsla annarra farartækja.
    36              Húsgagnaiðnaður, skartgripasmíði, hljóðfærasmíði, sportvörugerð, leikfanga gerð og annar ótalinn iðnaður.
    37              Endurvinnsla.
    52.7         Viðgerðir á hlutum til einkanota og heimilisnota.
    55.1         Hótel.
    55.2         Orlofshús, bændagisting, tjaldstæði og önnur aðstaða til stuttrar dvalar.
    55.3         Veitingahúsarekstur.
    55.52    Sala á tilbúnum mat.
    71.1         Bílaleiga.
    72.2          Hugbúnaðargerð. Ráðgjöf og sala á hugbúnaði fellur ekki hér undir.
    92.11     Framleiðsla kvikmynda og myndbanda.

4. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1995 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu trygg ingagjalds frá þeim tíma og við álagningu tryggingagjalds á árinu 1996 á gjaldstofn árs ins 1995. Þó skal 2. gr. gilda um skil launaframtala frá og með árinu 1995.