Ferill 354. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 354 . mál.


721. Nefndarálit



um frv. til l. um veitingu ríkisborgararéttar.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem er hið seinna á þessu löggjafarþingi. Undanfarin ár hefur verið stuðst við reglur sem allsherjarnefnd efri deildar setti um veitingu ríkisborgara réttar á 112. löggjafarþingi. Nú hefur reglum þessum verið breytt og birtast þær í sérstakri skýrslu nefndarinnar sem lögð er fram samhliða áliti þessu.
    Málsmeðferð nefndarinnar var með hefðbundnu sniði; tveir nefndarmenn fóru yfir allar um sóknir sem borist höfðu og síðan fjallaði nefndin um þær. Við afgreiðsluna var stuðst við nýju reglurnar og er að þessu sinni lagt til að 44 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með breytingum sem gerð er tillaga um á sér stöku þingskjali. Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Guðmundur Árni Stefánsson og Ólafur Þ. Þórðarson.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Ey. Kon. Jónsson.     Ingi Björn Albertsson.
    form., frsm.          

    Kristinn H. Gunnarsson.     Jón Helgason.     Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Björn Bjarnason.