Ferill 236. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 236 . mál.


725. Framhaldsnefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur tekið málið upp að nýju fyrir 3. umræðu og fékk á fund sinn Braga Gunnars son, lögfræðing í fjármálaráðuneyti. Embætti ríkisskattstjóra leggur áherslu á að gildistöku ákvæði frumvarpsins verði miðað við mánaðamót sem sé nauðsynlegt til að framkvæmd lag anna verði í eðlilegu horfi.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:



    4. gr. orðist svo:
    Lög þessi öðlast gildi 1. apríl 1995 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu trygginga gjalds frá þeim tíma og við álagningu tryggingagjalds á árinu 1996 á gjaldstofn ársins 1995. Þó skal 2. gr. gilda um skil launaframtala frá og með árinu 1995.

    Finnur Ingólfsson og Steingrímur J. Sigfússon voru fjarstaddir afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson.     Guðjón Guðmundsson.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Sólveig Pétursdóttir.     Kristín Ástgeirsdóttir.

Guðmundur Árni Stefánsson.