Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 435 . mál.


727. Tillaga til þingsályktunar



um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18 frá 28. október 1994, um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameigin legu EES-nefndarinnar nr. 18 frá 28. október 1994, um breytingu á IX. viðauka við EES-samn inginn frá 2. maí 1992.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 18 felur í sér að tilskipun ráðsins og Evrópu þingsins, nr. 94/19/EB, um innlánatryggingakerfi, verður hluti af EES-samningnum. Gert er ráð fyrir að tilskipunin komi til framkvæmda 1. júlí 1995. Hér á landi eru þegar starfandi tveir sjóðir sem gegna því hlutverki að tryggja innstæður í innlánsstofnunum. Þeir eru: Tryggingarsjóður viðskiptabanka og Tryggingarsjóður sparisjóða. Við fyrstu athugun var talið að unnt væri að hrinda ákvæðum þessarar tilskipunar í framkvæmd á grundvelli almennrar reglugerðarheimild ar og heimildar til að setja reglugerð um Tryggingarsjóð viðskiptabanka í lögum nr. 43/1993 og með því að breyta samþykktum fyrir Tryggingarsjóð sparisjóða. Nánari skoðun hefur hins vegar leitt í ljós að slík lausn yrði ekki byggð á nægjanlega traustum lagagrunni að því er varðar tiltekin ákvæði í þessari tilskipun. Hér er einkum um að ræða afdráttarlausa skyldu til að undan þiggja tilteknar innstæður tryggingarverndinni, þ.e. innstæður í eigu innlánsstofnana og annarra lánastofnana í öðrum innlánsstofnunum og innstæður sem tengjast málum þar sem sakfellt hefur verið fyrir peningaþvætti. Jafnframt er um að ræða ótvíræða skylduaðild að bæði Tryggingar sjóði viðskiptabanka og Tryggingarsjóði sparisjóða og möguleika á aðild útibúa erlendra við skiptabanka og sparisjóða að tryggingarsjóðunum. Einnig eru ákvæði um upplýsingar til við skiptavina um aðild að tryggingarsjóðunum og bann við notkun slíkra upplýsinga í samkeppnis skyni og úrræði stjórnvalda ef viðskiptabanki, sparisjóður eða útibú slíkrar stofnunar hér á landi uppfyllir ekki skyldur sínar gagnvart tryggingarsjóðunum. Drög að frumvarpi til laga þar að lút andi hafa þegar verið samin og eru þau nú til skoðunar hjá hagsmunaaðilum.