Ferill 219. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 219 . mál.


731. Nefndarálitum frv. til l. um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum.

Frá menntamálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem fellir saman í heildstæða löggjöf ákvæði um bann við ofbeldiskvikmyndum. Því er ætlað að leysa af hólmi lög nr. 33/1983, um bann við ofbeldis kvikmyndum, en einnig eru í því ákvæði sem byggja á ákvæðum þeim sem féllu brott við heild arendurskoðun laga um vernd barna og ungmenna árið 1992.
    Nefndin fékk á sinn fund frá menntamálaráðuneyti Árna Gunnarsson skrifstofustjóra og Þór unni J. Hafstein deildarstjóra, Auði Eydal, forstöðumann Kvikmyndaeftirlits ríkisins, og Douglas A. Brotchie, forstöðumann Reiknistofu Háskólans. Þá studdist nefndin við umsagnir frá Íslenska útvarpsfélaginu hf., barnaverndarráði, Kvikmyndaeftirliti ríkisins, Félagi kvik myndagerðarmanna, umboðsmanni barna, Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði Íslands, landssam tökunum Heimili og skóli, Barnaheillum, Myndmarki og Félagi kvikmyndahúsaeigenda.
    Nefndin telur nauðsynlegt að lögfestar verði reglur um eftirlit með ofbeldiskvikmyndum og leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1 .     Lagt er til að felldur verði brott sá hluti 4. mgr. 1. gr. sem kveður á um að frumvarpið nái ekki til auglýsinga. Nefndin telur óeðlilegt að kveðið sé á um undanþágu varðandi framan greint efni enda þótt ekki sé gert ráð fyrir skoðun þess í frumvarpinu. Í því sambandi ber sérstaklega að nefna að varhugavert er að auglýsendur kvikmynda geti vísað til slíkrar und anþágu við sýningar á brotum úr ofbeldiskvikmyndum í kvikmyndahúsum, sjónvarpi eða á myndböndum. Þá má benda á að sérstaklega er kveðið á um efni auglýsinga í 22. gr. sam keppnislaga, nr. 8/1993, en þar segir m.a. í 3. og 4. mgr.:
                  „Auglýsingar skulu miðast við að börn sjái þær og heyri og mega þær á engan hátt misbjóða þeim.
                  Í auglýsingum verður að sýna sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga og áhrifa á þau.“
                  Nefndin telur á hinn bóginn ekki raunhæft að gert sé ráð fyrir að lög um skoðun kvik mynda taki til frétta- og fræðsluefnis. Nefndin leggur þó þunga áherslu á að varað verði við sýningu ofbeldisefnis í hvers kyns sjónvarpsefni og bendir í því sambandi á 1. mgr. 22. gr. tilskipunar ráðs Evrópubandalagsins frá 3. október 1989 (89/552/EBE) sem er hluti EES-samningsins. Ákvæðið er svohljóðandi: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að sjónvarpssendingar, sem lögsaga þeirra nær yfir, innihaldi ekki dag skrárefni sem gæti haft alvarleg skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna og ungmenna, einkum og sér í lagi dagskrá sem í felst klám eða tilefnislaust ofbeldi. Þetta ákvæði skal einnig ná til dagskrárefnis sem líklegt er til þess að skaða líkam legan, andlegan eða siðferðilegan þroska barna og ungmenna, nema þegar tryggt er, með vali á útsendingartíma eða með einhverjum tæknilegum ráðstöfunum, að börn og ung menni á því svæði er útsendingin nær til muni ekki að öðru jöfnu heyra eða sjá slíkar út sendingar.“
     2 .     Lagt er til að nafni „kvikmyndaskoðunarnefndar“ verði breytt í „Kvikmyndaskoðun“. Nefndin telur það nafn þjálla og samræmast betur þeim verkefnum sem kveð ið er á um í frumvarpinu. Því er lagt til að orðalagi 2. gr. frumvarpsins verði breytt í samræmi við það. Nefndin styður það fyrirkomulag sem frumvarpið gerir ráð fyr ir varðandi tilnefningar fulltrúa í Kvikmyndaskoðun og leggur áherslu á að þar eigi sæti jafnmargir karlar og konur eins og verið hefur hingað til hjá Kvikmyndaeftir liti ríkisins.
     3.     Breytingar, sem lagðar eru til á 3. gr., eru annars vegar í samræmi við breytt nafn stofnunarinnar en hins vegar er lagt til að kveðið verði á um að úrskurðir séu end anlegir hvað varðar efni kvikmynda. Er það gert til að árétta að um málsmeðferð að öðru leyti gildi ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og að úrskurðir eru að því leyti kæranlegir til menntamálaráðuneytis í samræmi við reglur um kæru til æðra stjórn valds. Í athugasemdum við 3. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir að aldurstakmark verði miðað við afmælisdag viðkomandi. Nefndin telur að slík viðmiðun sé óheppi leg og erfið í framkvæmd. Ekki er kveðið á um þetta atriði í 3. gr. en nefndin tel ur eðlilegt að ákvæðið verði framkvæmt með þeim hætti að miðað verði við fæð ingarár viðkomandi.
    Fram kom í umfjöllun nefndarinnar að nauðsynlegt er að auka eftirlit með starfsemi myndbandaleiga. Nefndin gerir ekki tillögur um breytingar þess efnis þar sem vanda þarf til undirbúnings þess. Nefndin hvetur hins vegar til að þetta atriði verði skoðað sérstak lega með tilliti til þess hvort ástæða sé til að kveða á um slíkt í lögum eða reglugerð.
    Þá kom fram í máli forstöðumanns Kvikmyndaeftirlits ríkisins að ástæða væri til að auka eftirlit með því að farið sé eftir úrskurðum þess og vill nefndin leggja áherslu á skyldur lögregluyfirvalda í því efni, sbr. 9. gr. frumvarpsins.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að kveðið verði á um ýmis mikilvæg framkvæmdaatriði í reglugerð og leggur nefndin áherslu á að reglugerð á grundvelli laganna liggi sem fyrst fyrir.
    Ólafur Þ. Þórðarson og Petrína Baldursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. febr. 1995.    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson.     Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.


Kristín Ástgeirsdóttir.