Ferill 172. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 172 . mál.


741. Nefndarálit



um útsendingar sjónvarps og útvarps til fiskimiða.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um þingsályktunartillöguna sem kveður á um að kannaðir verði kostir til að bæta útsendingar sjónvarps og útvarps til fiskimiða. Málið var áður flutt á 116. og 117. löggjafarþingi.
    Nefndin fékk á fund sinn til umfjöllunar á 117. löggjafarþingi Harald Sigurðsson, aðstoðar framkvæmdastjóra fjarskiptasviðs Pósts og síma, og Eyjólf Valdimarsson, framkvæmdastjóra tæknideildar Ríkisútvarpsins. Þá studdist nefndin við umsagnir frá 117. þingi frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Ríkisútvarpinu, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Slysa varnafélagi Íslands og útvarpsráði. Einnig studdist nefndin við gögn frá Ríkisútvarpinu og Pósti og síma. Þess ber að geta að til menntamálanefndar hefur einnig verið vísað öðru máli um skylt efni, þingsályktunartillögu um dreifingu sjónvarps og útvarps, 301. máli, en nefndin hefur ekki fjallað um það mál þar sem umsagnir liggja ekki fyrir.
    Menntamálanefnd bendir á að ítrekað hefur verið fjallað um þetta efni á Alþingi og fram hef ur komið mikill áhugi á málefninu. Skýr afstaða þingmanna kemur fram í samþykkt Alþingis frá 11. maí 1988 þar sem segir:
    „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um að útsendingar Ríkisútvarpsins, þ.e. hljóðvarps og sjónvarps, náist hvar sem er á landinu og á helstu fiskimiðum við landið.
    Áætlunin miðist við að hægt verði að framkvæma þetta verkefni fyrir árslok 1991.“
    Fram kom í umfjöllun menntamálanefndar að á undanförnum árum hafa verið kannaðir möguleikar og kostnaður við útsendingar til alls landsins og helstu fiskimiða og niðurstaða slíkrar athugunar var m.a. kynnt menntamálaráðherra í árslok 1991. Nefndin telur nauðsynlegt að fram fari ítarleg könnun á þeim kostum sem til greina koma varðandi framangreindar útsend ingar þannig að sem fyrst liggi fyrir hvort finna megi viðunandi lausn og leggur því til að tillag an verði samþykkt.
    Ólafur Þ. Þórðarson og Petrína Baldursdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson.     Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.

Kristín Ástgeirsdóttir.