Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 106 . mál.


746. Nefndarálit



um frv. til l. um breytingu á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum, o.fl.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Jón Höskuldsson, lögfræðing í land búnaðarráðuneyti, og Tryggva Gunnarsson hæstaréttarlögmann. Nefndin fékk einnig umsagnir um málið frá Búnaðarfélagi Íslands, Stéttarsambandi bænda, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Sambandi sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra, Eyþingi, Sambandi sveitarfélaga í Austurlands kjördæmi, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Al þýðusambandi Íslands og Náttúruverndarráði. Þá sendi nefndin Tryggva Gunnarssyni hrl., er vann að samningu frumvarpsins, fyrirspurn um ýmis atriði í frumvarpinu og ábendingar sem fram komu við 1. umræðu um málið og fylgir svarbréf hans, dags. 3. febrúar 1995, sem fylgi skjal með álitinu.
    Nefndin er sammála um að of langt sé gengið í að þrengja rétt til kaupa á bújörðum með frumvarpinu. Því telur hún eðlilegt að draga úr þeim takmörkunum sem lagðar eru til í 3. og 5. gr. frumvarpsins. Heimildarákvæði 3. gr. um réttinn til aðilaskipta að jörð yrði þannig takmarkað við tveggja ára í stað fimm ára búsetu eins og frumvarpið kveður á um. Á sama hátt yrði starfsreynsluskilyrði 5. gr. lækkað niður í tvö ár. Einnig leggur nefndin til að upptalning í 5. gr. á því að nýting á hlunnindum, þar á meðal veiði til útleigu, og nýting á sumarbústöðum á jörð teljist til landbúnaðar verði felld brott úr frumvarpinu. Til enn frekari áherslu á það atriði sem fram kemur í athugasemd við 4. gr. frumvarpsins að það sé valkvætt hvort land undir sumarbústaði sé tekið úr landbúnaðarnotum vill nefndin leggja til að bætt verið nýjum málslið við 1. mgr. 4. gr frumvarpsins.
    Við meðferð málsins í nefndinni kom fram ósk frá landbúnaðarráðuneyti um að aukið verði við efni 37. gr. jarðalaga um rétt ábúenda ríkisjarða til lántöku. Í dag er aðeins heimilt að veita ábúanda leyfi til að taka lán með veði í jörð til varanlegra húsabóta og umbóta á jörðinni en ekki í öðrum tilgangi, t.d. til kaupa á búvélum til að nota til framkvæmda á viðkomandi jörð.
    Um efni frumvarpsins að öðru leyti vísar landbúnaðarnefnd til þess sem fram kemur í svar bréfi Tryggva Gunnarssonar hrl.
    Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt með svofelldum

BREYTINGUM:



     1 .     Við 3. gr. Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: tveimur.
     2 .     Við 4. gr. Við 1. efnismgr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Ekki er skylt að afla samþykkis skv. 1. og 2. mgr. 12. gr. vegna lóða fyrir sumarbústaði.
     3 .     Við 5. gr. 1. málsl. 1. mgr. orðist svo: Ef það er ætlun þess sem fá þarf samþykki til að öðlast réttindi yfir fasteign skv. 6. gr. að nýta hana til landbúnaðar skal samþykki ekki veitt nema viðkomandi hafi starfað við landbúnað í tvö ár hér á landi.
     4 .     Á eftir 10. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Við 3. mgr. 37. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Þá er heimilt að veita ábú anda jarðar í ríkiseign leyfi til að taka lán hjá Stofnlánadeild landbúnað arins til búvélakaupa með veði í jörðinni, að því marki að heildarskuldir ábúanda með veði í jörðinni nemi ekki hærri fjárhæð en svarar til eignarhluta hans í fast eignum á jörðinni að mati jarðadeildar.

Alþingi, 21. febr. 1995.



    Egill Jónsson,     Gísli S. Einarsson.     Ragnar Arnalds,
    form., frsm.          með fyrirvara.

    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Kristín Ástgeirsdóttir,     Árni M. Mathiesen.
    með fyrirvara.     með fyrirvara.

    Guðni Ágústsson,     Einar K. Guðfinnsson.     Eggert Haukdal.
    með fyrirvara.




Fylgiskjal.


Svar Tryggva Gunnarssonar.


(1. febrúar 1995.)



    Með bréfi, dags. 18. janúar sl., óskaði landbúnaðarnefnd Alþingis eftir að ég léti nefndinni í té svör við ákveðnum spurningum vegna þess frumvarps sem liggur fyrir Al þingi um breytingu á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum, o.fl. Fara svör mín hér á eftir, en ég hef valið þá leið að taka texta spurninganna upp hverju sinni (feit letraðan):

    1. Í álitsgerðinni kemur fram að fjárfestingarréttur á grundvelli EES-samnings ins verði að vera bundinn við aðra þætti fjórfrelsisins (launþega-, þjónustu- og stofnsetningarréttinn). Orðalag eins og „álitamál er“, „sennilega“ og „að jafnaði“, sem fram kemur í álitsgerðinni (sbr. dálk 1221–1223 í 5. hefti B-deildar Alþt. 1994), felur þó í sér ákveðinn fyrirvara gagnvart framangreindri staðhæfingu. Með því að hér er um grundvallarskilning að ræða er spurst fyrir um hvort málsatvik hafi skýrst frá því að álitsgerðin var samin?
    Mér er ekki kunnugt um að málsatvik hafi skýrst frekar varðandi þetta atriði frá því álitsgerðin var samin, en tekið skal fram að ég hef ekki á þeim skamma tíma, sem ég hafði til að svara fyrirspurn þessari, náð að gera nema lauslega könnun á málinu. Til upp lýsinga um þetta atriði má tilfæra eftirfarandi úr bók Stefáns Más Stefánssonar, Evrópu réttur, réttarreglur og stofnanir Efnahagsbandalagsins, útg. Reykjavík 1991, bls. 156, en þar fjallar hann um ákvæði Rómarsamningsins um frjálsa fjármagnsflutninga (67. gr.) og segir:
    „Frelsi til að setja á stofn atvinnurekstur í öðru landi kemur ekki að gagni nema unnt sé að flytja fjármagn milli landanna. Algert frjálsræði á tilfærslu fjármagns getur hins vegar haft óæskileg áhrif á greiðslujöfnuð og peningamarkað ríkis. Við samningsgerð voru aðildarríkin ekki á einu máli um það hversu langt skyldi gengið. Niðurstaðan varð málamiðlun. 67. gr. Rs. hefur því að geyma þá veigamiklu takmörkun að hún gildir að eins að því marki sem nauðsynlegt er til þess að starfsemi hins sameiginlega markaðar sé fullnægt.“
    Þessi niðurstaða er í samræmi við dóm ESB-dómstólsins í málinu 203/80, Casati.
    Þeir fyrirvarar sem koma fram í álitsgerðinni og lýst er í fyrirspurninni eiga enn við. Koma þar annars vegar til mismunandi túlkanir af hálfu þeirra fræðimanna sem hafa fjall að um þetta atriði Evrópuréttarins eins og vitnað er til á bls. 11–12 í álitsgerðinni. Hins vegar er réttur ESB framsækinn og háður stöðugum breytingum, m.a. á grundvelli túlk unar dómstóls ESB.
    Vakin er athygli á því að breyting sú sem gerð var á lögum nr. 19/1966, um eignar rétt og afnotarétt fasteigna, með lögum nr. 133/1933 byggði einmitt á þeim skilningi sem lýst er í spurningunni, sbr. 2. tölul. 4. mgr. 1. gr., en þar segir að ekki þurfi að afla leyf is dómsmálaráðherra:
    „Þegar sá sem í hlut á nýtur réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evr ópska efnahagssvæðið um frjálsa fólksflutninga, staðfesturétt eða þjónustustarfsemi.“
    Ákvæðum 67.–73. gr. Rómarsamningsins var breytt frá og með 1. janúar 1994, en meðan EES-samningnum er ekki breytt til samræmis við þær gilda ákvæði 40.–42. gr. EES-samningsins og XII. viðauka við hann, en þær reglur byggja á því réttarástandi sem í gildi var innan ESB við undirritun EES-samningsins 2. maí 1992, þ.e. þágildandi 67. gr. Rómarsamningsins og tilskipun 88/361, sjá EU-KARNOV 1993, Khöfn 1993, bls. 524.

     2. Ef tekið er dæmi af erlendum ríkisborgara sem á grundvelli EES-samnings ins hefur fest kaup á jarðnæði hér á landi og hafið landbúnað en hættir síðan eft ir gildistöku laganna að nytja jörðina til landbúnaðar í skilningi jarðalaga, hvort sem hann tekur þá ákvörðun sjálfur eða jörðin fellur til ættingja hans sem ekki vilja nytja hana.
     a.     Fellur þá eignarheimild viðkomandi á jörðinni niður?
     b.     Er staða þessara aðila verri en innlendra aðila sem stundað hafa landbúnað hér á landi en hætta síðan eftir gildistöku laganna að nytja landið?

    a. Eignarheimild erlends ríkisborgara, sem eignast hefur jarðnæði með þeim hætti sem lýst er í fyrirspurninni, fellur ekki sjálfkrafa niður vegna þeirra atvika sem greind eru í fyrirspurninni. Hins vegar kunna íslensk stjórnvöld á grundvelli sérstakra lagaheimilda að geta knúið á um lok á þeirri eignarheimild. Verður hér gerð grein fyrir þeim laga heimildum:
     1.     Hafi hinn erlendi ríkisborgari eignast jarðnæðið eftir gildistöku laga nr. 133/1993, um breytingu á lögum nr. 19/1966, um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, hefur hann ekki þurft leyfi ráðherra til kaupanna, sbr. 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laganna, en þar seg ir að ekki þurfi leyfi dómsmálaráðherra:
                  „Þegar sá sem í hlut á nýtur réttar hér á landi samkvæmt reglum samnings um Evrópska efnahagssvæðið um frjálsa fólksflutninga, staðfesturétt eða þjónustustarf semi.“
                  Í 8. gr. laga nr. 19/1966 segir:
                  „Nú verður breyting á, að maður, er öðlast mátti réttindi yfir fasteign án þess að fá leyfi samkvæmt 1. gr., missir þar greind skilyrði, og skal þá fara eftir ákvæðum 4. og 5. gr., með afbrigðum eftir atvikum.“
                  Samkvæmt tilvitnaðri 4. gr. skal ráðherra, þegar hann hefur fengið vitneskju um að maður sem eigi fullnægir skilyrðum laganna, hafi öðlast réttindi yfir fasteign, setja honum frest til að koma málinu í löglegt horf með því: a) að fá leyfi það, er vant ar, eða annars kostar með því b) að fá rift kaupunum, sbr. reglu 2. gr. laganna, eða með því c) að láta réttindin af hendi til annars manns, er öðlast má þau að lögum, ef seljandi heldur fast við samninginn. Frestur sá sem ráðherra veitir samkvæmt þessu má eigi vera styttri en sex mánuðir og eigi lengri en þrjú ár. Í 5. gr. laganna eru síðan ákvæði um að ef aðili sýnir ekki fram á full skilyrði fyrir því að málið sé komið í löglegt horf áður en fresturinn er útrunninn skuli ráðherra láta selja eign arréttinn eða afnotaréttinn á nauðungaruppboði á kostnað fasteignareiganda. Tekið er fram að fasteignareigandinn sé bundinn við þá sölu og heimildarmaður hans og allir þeir er réttindi eiga í eigninni. Þá segir að eigandi fái borgaðan þann hluta upp boðssöluverðsins sem honum hefði borið ef hann hefði verið löglega kominn til eign ar.
                  Í spurningunni er sérstaklega nefnt að jörðin falli til ættingja eiganda sem ekki vilja nytja hana. Af því tilefni skal vakin athygli á 7. gr. laga nr. 19/1966, en þar seg ir:
                  „Nú erfir maður eignarrétt yfir fasteign eða afnotarétt, sá er eigi getur orðið lög legur eigandi að honum nema með sérstöku leyfi, og skal skiptaráðandi þá gera ráð herra viðvart. Fer síðan um þetta mál sem segir í 4. og 5. gr., með afbrigðum eftir atvikum.“
                  Sé raunin sú að eigandinnn hafi keypt eignina til að reka á henni landbúnað, þ.e. notfært sér staðfesturétt samkvæmt EES-samningnum, en erfingjar hans, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966, ætla ekki að halda þeim rekstri áfram er ekki lengur fyrir hendi það skilyrði fyrir undanþágu frá leyfi skv. 2. tölul. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 19/1966 að hinir nýju eigendur njóti hér staðfesturéttar. Erf ingjarnir þurfa því að fá leyfi ráðherra til að eiga eignina eða selja hana einhverj um sem má eignast hana samkvæmt lögum nr. 19/1966, en að öðrum kosti verður ráðherra að beita ákvæðum 4. og 5. gr. laga nr. 19/1966, sbr. það sem áður sagði.
                  Tekið skal fram að sérákvæði er í 6. gr. laga nr. 19/1966 um hvernig farið skuli með slíkar eignir ef eigandinn er í hjúskap og við hjónaskilnað.
     2.     Ef hinn erlendi aðili hefur eignast fasteignina eftir gildistöku 3. gr. fyrirliggjandi frumvarps til breytinga á jarðalögum, nr. 65/1976, skiptir máli hvort sveitarstjórn og jarðanefnd hafa notfært sér þá heimild til að áskilja allt að fimm ára fasta búsetu á eigninni eða innan eðlilegrar fjarlægðar frá henni til að nýta hana og jafnframt þá heimild að eignin verði nýtt til landbúnaðar. Hafi þessi leið verið farin og hinum settu skilyrðum er ekki fullnægt út þann tíma sem áskilinn hefur verið getur sveit arstjórn skv. 2. mgr. hins nýja ákvæðis með samþykki landbúnaðarráðherra sett eig andanum frest til að fullnægja skilyrðunum eða afsala fasteigninni til aðila sem full nægir skilyrðunum. Hafi skilyrðunum ekki verið fullnægt innan þess frests getur sveitarstjórn að fengnu samþykki jarðanefndar og ráðherra leyst eignina til sín. Ná ist ekki samkomulag um verð skal um mat og greiðslu bóta fara eftir lögum um eign arnám.
     3.     Hafi eigandinn eignast eignina fyrir gildistöku laga nr. 133/1993, um breytingu á lög um nr. 19/1966, og þar með fyrir gildistöku breytinga á jarðalögunum samkvæmt fyr irliggjandi frumvarpi hefur hann þurft leyfi dómsmálaráðherra til að eignast eign ina og þá eftir atvikum sveitarstjórnar og jarðanefndar skv. 6. gr. jarðalaga, nr. 65/1976. Eigi hann eignina áfram en ákveði hins vegar að hætta að reka landbún að á henni verður ekki séð að stjórnvöld geti af því tilefni náð fram breytingu á því eignarhaldi nema þá á grundvelli hinna sérstöku eignarnámsheimilda jarðalaga, nr. 65/1976, t.d. 15. gr. þegar meðferð jarðar, lands eða landsnytja er ekki í samræmi við ákvæði jarðalaga og ábúðarlaga, en slíkt ætti þó ekki við nema í algjörum und antekningartilvikum.
    b. Að því marki sem reglur laga nr. 19/1966, með síðari breytingum, leiða til þess að stjórnvöld geta gripið inn í eignarhald erlendra ríkisborgara á fasteignum hér á landi, þar sem t.d. undanþága vegna staðfesturéttar EES-aðila er ekki lengur fyrir hendi eða vegna breytinga á eignarhaldi við erfðir, kann staða hinna erlendu aðila að vera verri en inn lendra aðila sem stundað hafa landbúnað hér á landi en hætta síðan eftir gildistöku lag anna að nytja landið. Ákvæði fyrirliggjandi frumvarps til breytinga á jarðalögunum leiða sem slík ekki til þess að staða hins erlenda ríkisborgara verði verri, enda verður að ganga út frá því að innlendum aðilum og þeim sem njóta EES-réttar verði ekki mismunað við framkvæmd þeirra t.d. varðandi skilyrði sem sett eru samkvæmt heimild í 3. gr. frum varpsins.

    3. Verður réttarstaða þeirra Íslendinga sem eignast jarðnæði til landbúnaðar nota eftir gildistöku laganna verri en hinna sem stunda landbúnað á eigin jörð við gildistökuna?
    Ákvæði frumvarpsins breyta möguleikum Íslendinga til að eignast jarðnæði til land búnaðarnota með tvennu hætti:
     a.     Skv. 3. gr. er sveitarstjórn og jarðanefnd veitt heimild til að binda samþykki sitt á aðilaskiptum að fasteignum, sem jarðalögin taka til skv. 6. gr. laganna, skilyrðum um tímabundna búsetu og nýtingu eignarinnar.
     b.     Í 5. gr. frumvarpsins er sett það skilyrði að ef það er ætlun þess sem fá þarf sam þykki til að öðlast réttindi yfir fasteign skv. 6. gr. að nýta hana til landbúnaðar, sbr. nánari afmörkun í ákvæðinu, skal samþykki ekki veitt nema viðkomandi hafi starf að við landbúnað í fjögur ár og þar af tvö ár hér á landi. Sérstök ákvæði eru um heimild ráðherra til að veita undanþágu og til að skilgreina nánar hvað teljist land búnaður í merkingu greinarinnar.
    Þessi ákvæði eiga þó eingöngu við ef afla þarf leyfis sveitarstjórnar og jarðanefndar skv. 6. gr. jarðalaganna og eiga þannig ekki við þegar eigandi ráðstafar fasteignaréttind um til maka síns, barns, barnabarns, kjörbarns, fósturbarns, systkinis eða foreldra.
    Framangreind ákvæði taka eingöngu til þeirra aðilaskipta sem verða eftir gildistöku laganna og þau þrengja möguleika jafnt Íslendinga sem erlendra aðila til að eignast jarð næði til landbúnaðarnota frá því sem nú er og sé heimildin í 3. gr. frumvarpsins nýtt verður réttarstaða þeirra sem eignast jarðnæði til landbúnaðarnota eftir gildistöku lag anna háð því að þeir uppfylli þau tímabundnu skilyrði sem sett hafa verið af sveitar stjórn og jarðanefnd. Frá lögfræðilegu sjónarmiði er ekki tilefni til að svara því hvort rétt arstaða í því dæmi, sem fyrirspurnin hljóðar um, verður verri eins það er orðað í spurn ingunni. Með reglum frumvarpsins er hins vegar aukið á þær takmarkanir sem í gildi eru um hverjir geti eignast jarðnæði til landbúnaðarnota og nýtingu á því.

    4. Skv. 3. gr. frumvarpsins er sveitarstjórn veitt heimild til að binda samþykki fyrir aðilaskiptum fimm ára búsetu á eigninni eða það skammt frá henni að nýt ing hennar til landbúnaðar sé möguleg. Spurt er:
     a.     Er með hliðsjón af vernd eignarréttarins skv. 67. gr. stjórnarskrárinnar hægt að beita einhverjum þvingunarúrræðum gagnvart þeim sem ekki standa við slík skil yrði eftir að aðilaskipti hafa orðið?
    Í 2. mgr. 3. gr. eru sérstök ákvæði um úrræði sem stjórnvöld geta beitt ef aðili full nægir ekki þeim skilyrðum sem honum hafa verið sett. Á grundvelli þeirra kann að koma til þess að sveitarstjórn beiti eignarnámi, en til þess þarf samþykki jarðanefndar og ráð herra. Áður skal aðila þó settur frestur til að fullnægja skilyrðunum eða afsala fasteign inni til aðila sem fullnægir skilyrðunum. Eignarnámsheimild þessi uppfyllir skilyrði 67. gr. stjórnarskrárinnar um lagaheimild og fullt verð, en það skal ákveðið samkvæmt lög um um eignarnám ef ekki næst samkomulag. Ekki verður séð að tilefni sé til þess að stjórnvöld beiti öðrum þvingunarúrræðum en tilgreind eru í ákvæðinu.
     b.     Má ætla að ákvæðis 3. gr. bíði sömu örlög og sjö ára búsetuákvæði írsku jarða laganna sem nú hefur orðið að víkja fyrir 52. gr. Rómarsáttmálans?
    Sá veigamikli munur er á þessum tveimur ákvæðum að annað þeirra veitir heimild til að mæla fyrir um búsetu á eigninni eftir að hún hefur verið keypt, en hitt fjallar um bú setuskilyrði áður en eign er keypt. Í 3. gr. frumvarpsins er þannig kveðið á um heimild til að mæla fyrir um búsetu á eigninni í allt að tiltekinn tíma eftir að hún hefur verið keypt, en 45. gr. írsku jarðalaganna kvað á um að þeir sem ekki hefðu verið búsettir á Ír landi í a.m.k. sjö ár þyrftu að fá samþykki stjórnvalda til kaupa á jörð.
    Það hefur verið litið svo á að reglur ESB-réttarins stæðu því ekki í vegi að stjórn völd settu skilyrði um búsetu á fasteign við kaup á henni, enda sé slíkt skilyrði í eðli legu og nauðsynlegu sambandi við hagnýtingu eignarinnar, t.d. bújörð, og þess gætt að beita skilyrðinu með sama hætti gagnvart innlendum og ESB-aðilum, sjá Samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og fasteignir á Íslandi, álitsgerð, júní 1992, bls. 93, og Erik Werlauff, Den danske sommerhuslovgivning í EF-retlig belysning, Tidskrift for Terrsvidenskap 5/93, bls. 508–509. Í þessu samhengi má benda á að í dönskum reglum um nýtingu bújarða er kveðið á um búsetuskyldu í framhaldi af kaupum á bújörð og get ur sú skylda staðið í átta ár, sjá 16.–17. gr. a í lov om landbrugsejendomme 504/1989 og Bekendtgørelse om uddannelseskrav og bopælskrav m.v. í henhold til landbrugsloven, nr. 549/1989.     
    Með hliðsjón af framansögðu verður ekki séð að þau sjónarmið, sem réðu afstöðunni gagnvart 45. gr. írsku jarðalaganna, eigi við um 3. gr. frumvarpsins, þó með fyrirvara um það hvernig henni verður beitt í framkvæmd.

    5. Skv. skilyrðum 5. gr. frumvarpsins þarf sá er yfirtekur jörð á grundvelli að ilaskipta skv. 6. gr. jarðalaga að hafa starfað við landbúnað í fjögur ár og þar af tvö ár hér á landi. Því er spurt:
    Er mögulegt að skilyrða slíka starfsreynslu við landbúnað hér á landi allt fjögurra ára tímabilið? Ef ekki, má þá ekki ætla að sveitarstjórnum muni reynast erfitt að stað reyna starfsreynslu útlendinga sem hygðust hefja hér störf við landbúnað?
    Eins og rakið er í athugasemd við 5. gr. frumvarpsins er viðmiðunin um að viðkom andi hafi starfað í tvö ár hér á landi byggð á því að samkvæmt tilskipun EB nr. 63/261 skal sá aðili, sem hefur starfað sem launþegi í landbúnaði í aðildarríkinu í tvö ár, hafa rétt til að reka sjálfstæða landbúnaðarstarfsemi til jafns við og með sömu skilyrðum og inn lendir aðilar. Telja verður því vafasamt að skilyrði um fjögurra ára starfsreynslu hér á landi stæðist og líkur á að það teldist mismunun gagnvart erlendum EES-aðilum. Hins vegar væri hægt að stytta þennan tíma og miða eingöngu við tvö ár hér á landi.
    Um það hvort sveitarstjórnum muni reynast erfitt að staðreyna starfsreynslu útlend inga, sem hyggjast hefja hér störf við landbúnað, verður ekkert fullyrt fyrir fram. Hins vegar er rétt að benda á að hliðstætt ákvæði er í 4. tölul. 1. mgr. danskra reglna, sbr. Be kendtgørelse om uddannelseskrav og bopælskrav m.v. í henhold til landbrugsloven, nr. 549/1989, og verður að ætla að reynt hafi á upplýsingar um slíka starfsreynslu þar. Al mennt verður að ætla að eins og skráningu upplýsinga og upplýsingamiðlun milli landa er háttað nú eigi ekki að vera vandkvæði á því að staðreyna framlagðar upplýsingar um starfsreynslu útlendinga á þessu sviði. Það er íslenskra stjórnvalda að óska hverju sinni eftir að fullnægjandi gögn séu lögð fram og þá staðfest af þar til bærum aðilum í hverju landi, t.d. þeim stjórnvöldum sem fara með landbúnaðarmál eða samtökum bænda eða starfsfólks í landbúnaði.

    6. Í 8. gr. frumvarpsins er sveitarstjórn heimilað að framselja forkaupsrétt sinn til Jarðasjóðs ríkisins. Í athugasemdum við greinina kemur fram að slíkt framsal muni helst eiga sér stað í þeim tilvikum þegar um mjög sérstæðar eignir er að ræða sem sveitarfélagi er ofviða að kaupa.
     a.     Er fullvíst að þetta ákvæði standist 4. gr. EES-samningsins er kveður á um að rík ið megi ekki mismuna þeim aðilum sem falla undir samninginn ef hér er fyrst og fremst verið að koma í veg fyrir að fjársterkir erlendir aðilar geti eignast hlut deild í helstu náttúruperlum landsins?
    Á það verður að leggja áherslu að ákvæði 8. gr. frumvarpsins kveða ekki á um að þau gildi sérstaklega þegar erlendir aðilar ætla að kaupa eign. Eins og undirstrikað er í álits gerð um EES-samninginn og fasteignir á Íslandi frá í júní 1992 verða íslensk stjórnvöld að gæta þess við framkvæmd þessa ákvæðis og annarra reglna um þessi mál að þeim sé beitt þannig að ekki sé um að ræða mismunun milli innlendra aðila og þeirra sem njóta EES-réttar. Einhliða og markviss beiting heimildar 8. gr. frumvarpsins eingöngu í þeim tilvikum þegar „fjársterkir erlendir aðilar“ eiga í hlut kann því að fara í bága við 4. gr. EES-samningsins.
     b.     Í athugasemdum Búnaðarfélags Íslands við frumvarpið eins og það var lagt fram í fyrra kemur fram að eðlilegra sé að það verði ríkissjóður sem eigi forkaupsrétt inn en ekki Jarðasjóður ef eitthvert hald á að vera í ákvæðinu. Er vafalaust að staða Jarðasjóðs sé nægjanlega sterk til að sjóðurinn geti neytt forkaupsréttar í öllum tilvikum?
    Samkvæmt 4. gr. laga nr. 43/1992, um Jarðasjóð, eru tekjur sjóðsins a) andvirði seldra ríkisjarða, b) afgjald ríkisjarða sem eru á forræði landbúnaðarráðuneytisins og c) fram lag á fjárlögum ár hvert sem nauðsynlegt er talið til þess að sjóðurinn geti gegnt hlut verki sínu. Af þessu má ljóst vera að staða Jarðasjóðs og þar með geta til að mæta kaup um á grundvelli forkaupsréttar ákvæðis 8. gr. frumvarpsins er háð því að tekjur sjóðs ins á hverjum tíma séu nægjanlegar til að standa undir skuldbindingum hans. Væntan lega skiptir þá mestu hvaða fjárframlög sjóðurinn fær á fjárlögum ár hvert. Það ætti hins vegar ekki að skipta máli í sjálfu sér hvort það er ríkissjóður beint eða Jarðasjóður sem er kaupandinn því að ef sú fjárveiting, sem ætluð er til slíkra verkefna, hvort sem það er á sérstökum fjárlagalið undir ríkissjóði, þ.e. hjá fjármálaráðuneytinu, eða hjá Jarðasjóði, er ekki nægjanleg þarf að fá samþykkta viðbótarfjárveitingu. Rétt er líka að vekja at hygli á því að ef það er ríkissjóður sem á forkaupsréttinn ættu almennar reglur að leiða til þess að fjármálaráðherra fari með ákvörðun um, hvort eignin verður keypt og vænt anlega yrði eftirfarandi meðferð hennar og umsýsla í höndum fjármálaráðuneytisins, nema sérstaklega yrði mælt fyrir um aðra skipan.
    Í ljósi þess sem rakið hefur verið hér að ofan ætti að vera ljóst að frá lögfræðilegu sjónarmiði er ekki nægt að fullyrða að það sé „vafalaust að staða Jarðasjóðs sé nægjan lega sterk til að sjóðurinn geti neytt forkaupsréttar í öllum tilvikum“. Þar ráða ákvarð anir fjárveitingavaldsins á hverjum tíma.

    Telji nefndin þörf á frekari skýringum vegna þeirra spurninga sem fyrir mig voru lagð ar og efni framangreindra svara er ég reiðubúinn til að veita þær, ef eftir því verður leit að.

Virðingarfyllst,



Tryggvi Gunnarsson, hrl.