Ferill 308. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 308 . mál.


755. Nefndarálit



um till. til þál. um vegáætlun 1995–1998.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund sinn þá Helga Hallgrímsson vegamálastjóra og Jón Rögnvaldsson aðstoðarvegamálastjóra.
    Ný vegalög voru samþykkt á Alþingi á sl. vori og fer endurskoðun vegáætlunar fram nú í fyrsta sinn samkvæmt hinum nýju lögum. Lögin hafa m.a. áhrif á það hvaða vegir teljast þjóð vegir, flokkun þjóðvega o.fl. Þetta veldur töluverðum breytingum á uppsetningu gjaldahliðar vegáætlunar.
    Starfshættir við afgreiðslu tillögunnar voru að mestu með hefðbundnu sniði. Þingmannahóp ar kjördæmanna fóru yfir breytingar á þjóðvegum. Þeir unnu einnig að gerð tillagna um skipt ingu framkvæmdafjár til almennra verkefna og verkefna í framkvæmdaátaki á stofnvegum og til tengivega. Þingmenn stjórnarandstöðunnar á Austurlandi standa þó ekki að tillögum um skiptingu fjár á verkefni þar. Meiri hluti samgöngunefndar tekur upp þær tillögur sem þingmenn stjórnarflokkanna á Austurlandi hafa fallist á og fellir inn í sínar breytingartillögur.
    Ekki eru gerðar breytingartillögur við tekjuhlið áætlunarinnar aðrar en þær að tekið er tillit til áætlaðrar verðlagshækkunar milli áranna 1995 og 1996 (3%). Er tekjuöflun áranna 1996–1998 hækkuð sem því nemur. Sömu verðlagsforsendur gilda fyrir gjaldahlið tillögunnar. Í nóvember sl. ákvað ríkisstjórnin að verja 3.500 millj. kr. til framkvæmdaátaks í vegamálum. Fjárins er aflað á fimm árum en ráðstafað á fjórum árum, þ.e. 1995–1998 og mest á fyrsta ári. Helmingi fjárins er aflað með hækkun markaðra tekjustofna en hinn helmingurinn er framlag úr ríkissjóði. Til að brúa bilið milli fjáröflunar og ráðstöfunar fjárins verður aflað lánsfjár árin 1995, 1996 og 1997, en það lánsfé á síðan að endurgreiðast 1998 og 1999. Ákvörðun ríkisstjórn arinnar fól það einnig í sér að fjármagni þessu skyldi skipt milli kjördæma eftir íbúatölu og höf uðborgarsvæðið meðhöndlað sem eitt kjördæmi.
    Tillögur um fé til stórverkefna byggist á endurskoðaðri skilgreiningu um þann vegflokk sem nefndin hefur fjallað um. Skilgreiningin er svohljóðandi miðað við verðlag 1995:
     1 .     Jarðgöng. Greitt af óskiptu 80%, kjördæmisfé 20%.
     2 .     Stórbrýr og vegir þvert á firði. Greitt af óskiptu 62,5%, kjördæmisfé 37,5%. Lágmarksframkvæmdakostnaður samkvæmt áætlun 130 millj. kr.
     3 .     Áfangi á hringvegi milli kjördæma. Greitt af óskiptu 70%, kjördæmisfé 30%. Lágmarksframkvæmdakostnaður samkvæmt áætlun 800 millj. kr.
     4 .     Tenging þéttbýlisstaða í eitt atvinnu- og þjónustusvæði. Greitt af óskiptu 70%, kjördæmisfé 30%. Lágmarksframkvæmdakostnaður samkvæmt áætlun 400 millj. kr.
     5 .     Áfangi til að tengja byggðasvæði með meira en 5.000 íbúa við meginvegakerfi landsins. Greitt af óskiptu 70%, kjördæmisfé 30%. Lágmarksframkvæmdakostnaður samkvæmt áætlun 600 millj. kr.
    Fimmti liður þessarar skilgreiningar er nýr og fellur Djúpvegur úr mynni Lágadals út í Hest fjörð undir þá skilgreiningu og er lagt til að veitt verði nokkru fjármagni til framkvæmda á þeirri leið á áætlunartímabilinu. Af þeim mannvirkjum sem unnið er að og undir þennan lið falla eru Vestfjarðagöng langstærst. Áætlað er að gerð þeirra ljúki á árinu 1996. Meiri hluti nefndar innar leggur til að fjárveitingar til verksins dreifist á árin 1995–1997 auk lítillar fjárveitingar 1998 og verður því nauðsynlegt að afla lána til verks ins á árinu 1996.
    Í kjölfar fjárveitingar í fjárlögum 1994 til ferjubygginga við Ísafjarðardjúp samþykkti samgöngunefnd fyrir sitt leyti á sl. vetri að hafinn yrði undirbúningur framkvæmda og stefnt að rekstri bílferju á Djúpinu. Með ákvörðun um að gera Djúpið að stórverkefni falla brott rökin fyrir slíkum rekstri af vegafé. Í samræmi við þetta verður markmið ferju rekstrarins að flytja farþega og frakt til eyja og annarra byggðarlaga sem ekki hafa aðr ar samgöngur og er það óbreytt frá gildandi vegáætlun.
    Framkvæmdaátaki vegna atvinnumála, sem ákveðið var haustið 1992, lýkur á árinu 1995 eins og áformað var. Þeim verkáföngum, sem þá voru ákveðnir, lýkur þar með á þessu ári.
    Nýtt framkvæmdaátak samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar í nóvember sl. eykur mikið ráðstöfunarfé til vegaframkvæmda um allt land. Höfuðborgarsvæðið nýtur þess sér staklega og verður unnt á tímabilinu að ráðast í gerð ýmissa bráðnauðsynlegra sam göngumannvirkja þar. Þessi mannvirki munu auka mjög umferðaröryggi og greiða úr erf iðleikum í umferðinni.
    Með samningi frá 1991 við þáverandi ríkisstjórn hefur Spölur hf. rétt til að annast gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Nauðsynleg vegagerð í því sambandi sunnan og norðan fjarð ar er á hinn bóginn á verksviði Vegagerðarinnar. Á þessu stigi liggur ekki fyrir hvenær framkvæmdir við gangagerð munu hefjast. Í samræmi við það er ekki tekin afstaða til fjármögnunar vegatenginganna í fyrirliggjandi breytingartillögum. Taka verður það mál til skoðunar og afgreiðslu þegar framkvæmdaáform Spalar hf. liggja ljós fyrir.
    Eins og áður sagði og fram kemur í athugasemdum með þingsályktunartillögunni er flokkun vega nú endurskoðuð í samræmi við vegalögin sem samþykkt voru á Alþingi sl. vor. Nefndin hefur fjallað um þessar breytingar og þingmannahópar kjördæmanna hafa einnig yfirfarið þær.
    Í framhaldi af þeirri vinnu leggur meiri hluti nefndarinnar til nokkrar breytingar og viðbætur við upptalningu og flokkun vega eins og hún birtist í þingsályktuninni.
    Ljóst er að tillaga þessi um vegáætlun 1995–1998 boðar framhald mikils fram kvæmdaskeiðs í vegamálum sem hófst að marki 1993. Kemur þetta skýrt fram í með fylgjandi fylgiskjali. Meiri hlutinn telur að hér náist mjög mikilvægir áfangar í sam göngumálum þjóðarinnar og leggur til að tillagan verði samþykkt með þeim breyting um sem fluttar eru tillögur um í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 22. febr. 1995.



    Pálmi Jónsson,     Petrína Baldursdóttir.     Sturla Böðvarsson.
    form., frsm.          

    Egill Jónsson.     Árni Johnsen.




Fylgiskjal I.


Vegagerðin:


REPRÓ 1 SÍÐA






Fylgiskjal II.


Vegagerðin:


REPRÓ 1 síða






Fylgiskjal III.


Vegagerðin:


Repró 1 síða





Fylgiskjal IV.


Vegagerðin:

Skipting vegafjár eftir kjördæmum.


Samantekt.





Repró 10 síður