Ferill 297. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 297 . mál.


759. Breytingartillögurvið frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum.

Frá stjórnarskrárnefnd.     1.     Við 1. gr. Fyrri efnismálsliður orðist svo: Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins.
     2.     Við 2. gr. 1. efnismgr. orðist svo:
                  Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúar bragða sinna, né heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri þegnskyldu.
     3.     Við 3. gr. Í stað efnismálsgreinar komi tvær nýjar er orðist svo:
                  Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúar bragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
                  Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
     4.     Við 6. gr. Fyrri efnismálsgrein orðist svo:
                  Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refs ingu.
     5.     Við 7. gr. Fyrri málsliður fyrri efnismálsgreinar orðist svo: Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi.
     6.     Við 8. gr. Fyrri málsliður fyrri efnismálsgreinar orðist svo: Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.
     7.     Við 9. gr.
                   a.     Síðari málsliður 2. efnismgr. orðist svo: Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.
                   b.     3. efnismgr. orðist svo:
                            Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt frið helgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.
     8.     Við 10. gr. 2. efnismgr. orðist svo:
                  Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í at vinnufyrirtæki hér á landi.
     9.     Við 11. gr. 3. efnismgr. orðist svo:
                  Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
     10.     Við 12. gr. 1. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.
     11.     Við 13. gr. 2. efnismgr. orðist svo:
                  Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.
     12.     Við 14. gr.
                   a.     1. efnismgr. orðist svo:
                            Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, ör orku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.
                   b.     2. efnismgr. orðist svo:
                            Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
     13.     Við 16. gr. Greinin orðist svo:
                  78. gr. verður svohljóðandi:
                  Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
                  Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.