Ferill 447. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 447 . mál.


765. Frumvarp til laga



um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks.

(Lagt fyrir Alþingi á 118. löggjafarþingi 1994–95.)



1. gr.


    Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna atvinnuleysisbóta fiskvinnslufólks, sem nýtur réttar til kauptryggingar samkvæmt almennum kjarasamningum, skulu inntar af hendi til fisk vinnslufyrirtækja eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum þessum.
    Vinnuveitandi, sem greiðir starfsfólki sínu föst laun fyrir dagvinnu í tímabundinni vinnslu stöðvun í samræmi við ákvæði kjarasamnings um kauptryggingu verkafólks í fiskvinnslu, skal eiga rétt á greiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði eftir því sem segir í lögum þessum og reglu gerð settri samkvæmt þeim. Með tímabundinni vinnslustöðvun er í lögum þessum átt við að hrá efnisskortur eða aðrar sambærilegar orsakir valdi því að vinnsla liggur niðri á annars venju bundnum vinnslutíma fyrirtækis.
    Fyrirtæki, sem starfrækir fiskvinnslu og fullnægir skilyrðum 2. mgr. þessarar greinar, skal eiga rétt á greiðslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði fyrir hvern heilan vinnudag umfram tvo á hverju almanaksári sem það greiðir starfsmönnum laun meðan á tímabundinni vinnslustöðvun stendur, sbr. 2. mgr.
    Greiðsla samkvæmt þessari grein skal nema fjárhæð hámarksdagpeninga samkvæmt lögum um atvinnuleysistryggingar, auk lífeyrissjóðsiðgjalds og tryggingagjalds atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann í fullu starfi sem orðið hefur verkefnalaus vegna vinnslustöðvunar meðan hún varir, þó ekki lengur en 30 greiðsludaga í senn og aldrei lengur en 60 greiðsludaga á hverju alm anaksári. Vegna starfsmanna í hlutastarfi skal greiðslan vera í samræmi við samningsbundið starfshlutfall hlutaðeigandi starfsmanna.
    

2. gr.


    Fyrirtæki, sem hyggst njóta greiðslu skv. 1. gr., skal með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara tilkynna fyrirhugaða vinnslustöðvun og orsakir hennar til þess aðila sem lögum samkvæmt ann ast avinnuleysisskráningu á staðnum. Atvinnuleysisskráningaraðili framsendir gögnin skrif stofu Atvinnuleysistryggingasjóðs, ásamt staðfestingu sinni á því að um vinnslustöðvun sé að ræða af tilgreindum orsökum.
    Skrifstofa Atvinnuleysistryggingasjóðs metur hvort skilyrði greiðslu eru fyrir hendi og ákvarðar fjárhæð bóta í samræmi við starfshlutfall starfsmanna samkvæmt kauptryggingar samningum. Bætur greiðast vikulega til hlutaðeigandi fyrirtækis meðan á vinnslustöðvun stend ur, sbr. þó 4. mgr. 1. gr.
    Ef ágreiningur rís um rétt til greiðslu sker stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs úr honum.
    

3. gr.


    Skylt er fyrirtæki, sem nýtur greiðslna úr Atvinnuleysistryggingasjóði samkvæmt ákvæðum þessara laga, að tilkynna skrifstofu Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar í stað ef breyting verður á fjölda starfsmanna sem hafa gildandi kauptryggingarsamninga og eru verkefnalausir af völdum vinnslustöðvunar. Hafi starfsmaður, sem gert hefur kauptryggingarsamning, hafið störf ann ars staðar meðan vinnslustöðvun varir og launagreiðslur fyr irtækisins fallið niður fellur greiðsla sjóðsins niður frá sama tíma.
    Atvinnuleysisskráningaraðili, sbr. 1. mgr. 2. gr., og Atvinnuleysistryggingasjóður skulu hafa aðgang að launa- og framleiðslubókhaldi fyrirtækis, svo og að kauptryggingarsamn ingum sem í gildi eru milli fyrirtækis og starfsmanna þess.
    Í reglugerð skal kveðið nánar á um þau gögn sem fyrirtæki, sem óskar eftir greiðsl um samkvæmt lögum þessum, skal leggja fram.
    

4. gr.


    Fyrirtækjum, sem nýta rétt sinn til greiðslu skv. 1. gr., er skylt að hlutast til um að starfsfræðslunámskeið fyrir fiskvinnslufólk verði fyrst og fremst haldin á þeim tíma sem vinnslustöðvun varir. Verði því með engu móti við komið á fyrirtæki rétt á greiðslu fyr ir þær vinnustundir hvers starfsmanns sem tapast vegna setu á námskeiðum sem haldin eru að opinberri tilhlutan, þó ekki meira en 40 stundir vegna hvers einstaklings. Þegar svo stendur á fer um tilkynningu og ákvörðun greiðslu eftir ákvæðum 2. gr. eftir því sem við á. Auk þess er þar greinir skal leggja fram staðfestingu þess aðila er stendur fyrir nám skeiði um námskeiðshaldið, tíma og efni. Greiðslur þessar teljast hluti þeirra greiðslna sem um ræðir í 1. gr.
    

5. gr.


    Ráðherra setur reglugerð um nánari framkvæmd laga þessara.
    

6. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi lög með sama heiti, nr. 34 18. maí 1988 og lög nr. 42 31. maí 1992, um breytingu á þeim.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Frumvarp þetta er samið í tilefni af ákvæðum kjarasamnings Verkamannasambands Íslands, Vinnumálasambandsins og Vinnuveitendasambands Íslands, dags. 21. febrúar 1995, um kauptryggingu verkafólks í fiskvinnslu og yfirlýsingu samningsaðila, dags. 20. febrúar 1995, um að framkvæmd samningsins sé háð því að Alþingi samþykki nauðsyn legar breytingar á lögum um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslu fólks.
    Samkvæmt grein 16.3 í ofangreindum kjarasamningi skal eftir níu mánaða starf í sama fyrirtæki fara um réttindi og skyldur starfsmanns samkvæmt ákvæðum kauptryggingar samnings. Þetta ákvæði skuldbindur vinnuveitendur, sem bundnir eru af samningnum, til að gera kauptryggingarsamninga. Frumvarpið felur í sér nauðsynlegar breytingar á lög um um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks, nr. 34/1988, vegna fiskvinnslufólks sem nýtur réttinda samkvæmt þessu ákvæði samningsins. Tekið skal fram að fiskvinnslufólk, sem nýtur kauptryggingar, á ekki rétt til atvinnuleysisbóta samkvæmt almennum ákvæðum laga um atvinnuleysistryggingar meðan það er á launum samkvæmt kauptryggingarsamningi og fyrirtæki nýtur greiðslna vegna þeirra í tímabundinni vinnslu stöðvun.
    Í samræmi við samkomulag ríkisstjórnarinnar og samningsaðila felur frumvarpið í sér eftirfarandi rýmkun á greiðslum Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks:
    a. Í stað þess að greiðslur miðist við hvern heilan vinnudag umfram tvo í hvert skipti sem vinnslustöðvun verður, sbr. 3. mgr. 1. gr. laganna, miðast greiðslur við hvern heil an vinnudag umfram tvo á almanaksári, sbr. 3. mgr. 1. gr. frumvarpsins, þ.e. tveir dag ar dragast aðeins einu sinni á ári frá greiðslum í stað þess að þeir dragast samkvæmt nú gildandi reglum frá við hverja vinnslustöðvun.
    b. Í stað þess að greiðslur miðist við hámark fjórar vikur í senn, sbr. 4. mgr. 1. gr. lag anna, er lagt til að greiðslur miðist við hámark 30 greiðsludaga, þ.e. sex vikur, og í stað þess að hámarksgreiðslutímabil á ári sé níu vikur er miðað við 60 greiðsludaga á ári, þ.e. tólf vikur, sbr. 4. mgr. 1. gr. frumvarpsins.
    c. Það er enn fremur nýmæli að ofan á atvinnuleysisdagpeninga á sjóðurinn að greiða lífeyrissjóðsiðgjald og tryggingagjald atvinnurekenda. Fyrrnefnda atriðið er í samræmi við almennar reglur í lögum um atvinnuleysistryggingar, sbr. 3. mgr. 23. gr. laga nr. 93/1993, en ekki hið síðarnefnda. Þetta þýðir 9,16% álag ofan á dagpeningagreiðslur.
    d. Í stað þess að fyrirtæki þurfi að tilkynna um fyrirhugaða vinnslustöðvun með a.m.k. fimm sólarhringa fyrirvara er lagt til að fyrirvarinn verði þrír sólarhringar.
    Ofangreindar breytingar eru svo veigamiklar að rétt þótti að semja frumvarp til nýrra laga um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Ákvæði 1.–3. gr. frumvarpsins fela í sér ofangreindar breytingar vegna nýgerðs kjarasamnings. 2. gr. frum varpsins felur auk þess í sér leiðréttingar í samræmi við breytingar á greiðslufyrirkomu lagi, sbr. nánar athugasemdir við greinina. 4. gr. er óbreytt frá núgildandi lögum.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Af greininni leiðir að Atvinnuleysistryggingasjóður skal greiða fyrirtækjum atvinnu leysisbætur vegna fiskvinnslufólks sem gert hefur kauptryggingarsamninga samkvæmt al mennum kjarasamningum. Samkvæmt grein 16.1 í nýgerðum kjarasamningi Verkamanna sambands Íslands, Vinnumálasambandsins og Vinnuveitendasambands Íslands taka ákvæði um kauptryggingu verkafólks í fiskvinnslu til verkafólks við verkun og vinnslu á fersk um sjávarafla, þ.e. í frystingu, söltun og skreiðarverkun og rækju- og skelvinnslu.
    Greiðslur miðast fyrst og fremst við að vinnslustöðvun verði vegna hráefnisskorts. Með orðalaginu sambærilegar ástæður í 2. mgr. 1. gr. er haft í huga að heimilt verði að greiða vegna vinnslustöðvunar sem verður vegna þess að ekki er talið réttlætanlegt að vinna aflann af rekstrarlegum ástæðum, t.d. vegna ónógs magns eða hráefnisverðs og því verður í reynd um hráefnisskort að ræða.
    3. mgr. greinarinnar felur í sér þá breytingu að tveir dagar á almanaksári séu bóta lausir í stað þess að skv. 3. mgr. 1. gr. núgildandi laga eru ekki greiddar bætur tvo fyrstu dagana í hverri vinnslustöðvun.
    4. mgr. felur í sér þau nýmæli að ofan á dagpeningafjárhæð samkvæmt lögum um at vinnuleysistryggingar skuli greiða af bótafjárhæðinni fjárhæð sem svarar lífeyrissjóðsið gjaldi atvinnurekenda, þ.e. 6%, og tryggingagjaldi atvinnurekenda sem nú er 3,16%. Auk þess er hámarksgreiðslutímabilið lengt úr 20 dögum í 30 daga í hverri vinnslustöðvun. Enn fremur er hámarksgreiðslutímabilið á hverju ári lengt úr 45 dögum í 60 daga.

Um 2. gr.


    Samkvæmt 2. gr. núgildandi laga þurfa fyrirtæki að tilkynna fyrirhugaða vinnslu stöðvun með a.m.k. fimm sólarhringa fyrirvara. Í þessari grein frumvarpsins er lagt til að fyrirvarinn verði styttur í þrjá sólarhringa.
    Greinin felur enn fremur í sér nauðsynlegar breytingar á orðalagi vegna þess að sam kvæmt frumvarpinu miðast greiðslur við að starfsfólk hafi gert kauptryggingarsamninga en samkvæmt gildandi lögum er notað orðalagið „fastráðið fiskvinnslufólk“.
    Einnig þykir heppilegra að kveða á um að tilkynning um vinnslustöðvun sé send „að ila sem lögum samkvæmt annast atvinnuleysisskráningu á staðnum“ fremur en að til greina nákvæmlega hverjir þeir aðilar eru samkvæmt núgildandi lögum um vinnumiðl un en breytingar á lögunum hafa verið í undirbúningi. Rétt þykir að það verði áfram að ili á staðnum sem þurfi að staðfesta að um vinnslustöðvun sé að ræða af þeim ástæðum sem vinnuveitandi tilgreinir þar sem hann á vegna nálægðar hægara með að ganga úr skugga um það en skrifstofa Atvinnuleysistryggingasjóðs.
    Framkvæmdin hefur að undanförnu verið að færast í það horf að skrifstofa Atvinnu leysistryggingasjóðs hefur ákvarðað og afgreitt greiðslur beint til fyrirtækja án milliliða. Þykir rétt að leggja til breytingar á 2. gr. í samræmi við breytta framkvæmd enda hef ur það í för með sér að unnt er að hraða afgreiðslu mála. Afgreiðslu skrifstofu er unnt að skjóta til stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs skv. 3. mgr. greinarinnar.
    

Um 3. gr.


    Greinin felur í sér nauðsynlegar breytingar á 3. gr. núgildandi laga vegna þess að ekki er lengur rétt að nota orðalagið „fastráðið starfsfólk“ heldur starfsfólk sem gert hefur kauptryggingarsamninga. Lokalið 1. mgr. 3. gr. um vikulegar greiðslur og 4. mgr. 3. gr. um málskotsrétt til stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs er að finna í 2. gr. frumvarps ins.
    

Um 4. gr.


    Ákvæðið er samhljóða 4. gr. núgildandi laga.
    

Um 5.–6. gr.


    Greinarnar fela í sér almenna heimild til setningar reglugerðar og gildistökuákvæði sem þarfnast ekki skýringa.