Ferill 451. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 451 . mál.


769. Frumvarp til stjórnarskipunarlagaum breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Flm.: Geir H. Haarde, Finnur Ingólfsson, Sigbjörn Gunnarsson,


Ragnar Arnalds, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.    

1. gr.


    43. gr. orðast svo:
    Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skal fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess eftir nánari fyrirmælum í lögum.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Umboð þingkjörinna yfirskoðunarmanna ríkisreiknings fellur úr gildi er þeir hafa lokið skoðun sinni á ríkisreikningi fyrir árið 1994.

3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Þrátt fyrir ákvæði 31. og 45. gr. stjórnarskrárinnar skulu næstu reglulegar alþingiskosningar fara fram annan laugardag í maí 1999 nema Alþingi hafi áður verið rofið.

Greinargerð.


    Efni frumvarps þessa er tvíþætt. Annars vegar er lagt til að breytt verði ákvæðum stjórnar skrárinnar um endurskoðun ríkisreikninga og hins vegar bráðabirgðaákvæði um að færa kjördag í lok næsta kjörtímabils til um einn mánuð.

Endurskoðun ríkisreikninga.
    Endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja er framkvæmd af Ríkis endurskoðun sem starfar óháð framkvæmdarvaldinu. Þá eru þrír yfirskoðunarmenn ríkisreikn ings kosnir árlega af Alþingi. Með því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, er lagt til að endurskoð unin fari eingöngu fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Með lögum nr. 12/1986 var Ríkis endurskoðun færð frá framkvæmdarvaldinu, en hún var stjórnardeild í fjármálaráðuneytinu, yfir á svið löggjafarvaldsins og telst nú ein af stofnunum Alþingis.
    Flutningsmenn telja ekki tilefni til að ákvæði um yfirskoðunarmenn ríkisreiknings séu áfram í stjórnarskrá. Jafnframt er ljóst, ef frumvarp þetta verður samþykkt, að Alþingi þarf að taka ákvörðun um hvort slík ákvæði verði tekin upp með sérstakri löggjöf eða starf yfirskoðunar manna verði lagt niður. Jafnframt er þörf á að kveða nánar á um meðferð skýrslna Ríkisendur skoðunar til Alþingis. Flutningsmenn telja til greina koma að sérstök þingnefnd fjalli um slík mál fremur en þær fastanefndir sem nú starfa.
    Áhersla skal lögð á að í engu verði raskað því sjálfstæði sem Ríkisendurskoðun býr nú við í störfum sínum.

Færsla kjördags.
    Samkvæmt 31. gr. stjórnarskrárinnar eru alþingismenn kosnir til fjögurra ára. Í 45. gr. stjórn arskrárinnar segir enn fremur að upphaf og lok kjörtímabils miðist við sama vikudag, talið frá mánaðamótum. Síðan 1983 hafa alþingiskosningar farið fram í aprílmánuði og næstu kosningar eru áformaðar 8. apríl nk. Þykir þessi kosningatími á marga lund óhagstæður, m.a. sökum þess hve veður geta verið misjöfn á þeim tíma árs og samgöngur því oft erfiðar.
    Í kosningalögum, 57. gr., er ákvæði um almennan kjördag, annan laugardag í maí. Það ákvæði samrýmist ekki lengur stjórnarskránni eftir breytingar sem urðu á henni 1991, sbr. 45. gr. hennar. Er gerð tillaga um það í öðru frumvarpi, sem lagt verður fram á þessu þingi, að því ákvæði kosningalaganna verði breytt. Ákvæði þetta var sett í lögin að vandlega athuguðu máli vorið 1987 og þótti þá heppilegur kosningatími.
    Með bráðabirgðaákvæði þessa frumvarps er lagt til að næstu alþingiskosningar eftir staðfest ingu þessa frumvarps, þ.e. reglulegar kosningar á árinu 1999, færist til um einn mánuð og fari því ekki fram svo snemma árs sem ella yrði ef ekki kemur til þingrofs. Með þessum hætti lengd ist næsta kjörtímabil til 8. maí 1999. Umboð alþingismanna lengist þá jafnframt sem því nemur, sbr. síðari málslið 24. gr. stjórnarskrárinnar.
    Ljóst er að komi til þingrofs á næsta kjörtímabili og alþingiskosningum þannig flýtt mun ekki reyna á þetta ákvæði.