Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


796. Breytingartillagavið frv. til l. um grunnskóla.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (SAÞ, PBald, BBj, TIO, ÁRÁ).    Við 57. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
     a .     Í stað 1. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi og koma að fullu til framkvæmda 1. ágúst 1996, enda hafi Alþingi þá samþykkt:
         a.    lög um réttinda- og lífeyrismál ríkisráðinna kennara og skólastjórnenda við grunnskóla,
         b.    breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga með tilliti til þeirra auknu verkefna er sveitarfélög taka að sér samkvæmt lögum þessum.
                  Jafnframt falla úr gildi ákvæði laga nr. 49/1991 eftir því sem ákvæði þessara laga koma til framkvæmda fram til 1. ágúst 1996 en þá falla lög nr. 49 frá 1991 að fullu úr gildi.
     b .     Í stað ártalsins „1995“ í 2. mgr. komi: 1996.
     c .     Í stað ártalsins „1995“ í 3. mgr. komi: 1996.

Greinargerð.


    Með breytingum þeim sem hér eru lagðar til er fallið frá breytingartillögum í a-, b- og d-liðum 13. tölul. á þingskjali nr. 667.