Ferill 335. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 335 . mál.


802. Nefndarálit



um frv. til l. um samræmda neyðarsímsvörun.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Ara Edwald, aðstoðarmann dóms málaráðherra, Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóra Vara hf., Árna Guðmundsson, deildarstjóra í Securitas hf., Þórð Skúlason, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Jónas Eg ilsson, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Baldvin Ottósson, að alvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík, Hrólf Jónsson slökkviliðsstjóra og frá Slysavarnafé lagi Íslands Þóri Gunnarsson deildarstjóra og Gunnar Tómasson varaformann. Umsagnir bárust frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, lögreglu stjóranum í Reykjavík, Slysavarnafélagi Íslands, Landssambandi sjúkraflutningamanna, Secur itas hf., Vara hf., Landsbjörg, slökkviliðsstjóra, Landssambandi slökkviliðsmanna, Rauða krossi Íslands, Egilsstaðabæ og Landssambandi lögreglumanna.
    Frumvarp þetta felur í sér brýnt hagsmunamál fyrir allan almenning en þar er kveðið á um að komið sé á samræmdu neyðarsímanúmeri fyrir allt landið.
    Nefndin leggur til eftirfarandi breytingar á frumvarpinu:
     1 .     Lögð er til breyting á 1. gr. þannig að upptalning á þeim sem veita aðstoð sé í betra samræmi við það vægi sem sjúkraflutningar og sérþjálfað sjúkraflutningalið hefur í þessum málaflokki.
     2 .     Sú breyting sem lögð er til á 3. gr. horfir fyrst og fremst til einföldunar. Eftir sem áður getur dómsmálaráðherra komið á fót vaktstöð eða samið við aðra aðila um að veita nauðsyn lega þjónustu. Þeir aðilar geta verið opinberar stofnanir, sveitarfélög eða einkaaðilar, en til þeirra teljast m.a. félagasamtök. Dómsmálaráðherra getur enn fremur samið við framan greinda aðila um fyrirkomulag, fjármögnun og þátttöku í slíkum rekstri.
                  Nefndin leggur áherslu á að heppilegast er að þeir aðilar, sem þegar starfa á þessu sviði og hafa reynslu og þekkingu, taki höndum saman og geri samstarfssamning sín á milli um það að taka sameiginlega að sér að veita þessa þjónustu samkvæmt samningi við ríkið til ákveðins tíma í senn.
                  Enn fremur tekur nefndin fram að hún telur afar brýnt að séu hugsanlegir aðilar að samningi um neyðarsímsvörun opinberir aðilar eða aðilar sem njóta opinberra framlaga verði eftir því gengið að stuðningur eða aðstaða, sem hið opinbera lætur í té, leiði ekki til ójafnvægis milli þeirra aðila sem til álita koma. Þessi sjónarmið kæmu einkum til skoðunar ef svo færi að þeir sem til álita koma næðu ekki samkomulagi um að takast allir sameigin lega á við þetta verkefni, en slíkt samstarf allra aðila er eins og áður sagði sú niðurstaða sem nefndin mælir eindregið með.
     3 .     Lagt er til að 4. gr. verði breytt en í samræmi við ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þótti rétt að gera þá breytingu að hlutur sveitarfélaga í grunnkostnaði væri greidd ur af hverju sveitarfélagi um sig í samræmi við íbúatölu en ekki af Jöfnunarsjóði sveitarfé laga. Hins vegar þykir rétt að ríki og sveitarfélög skipti með sér þessum kostnaði og að hann sé ekki innheimtur sérstaklega af íbúunum eða símnotendum. Því ætti að geta sparast nokkuð bæði hjá ríki og sveitarfélögum vegna þeirrar starfsemi sem sameiginleg vaktstöð léttir af þeim þótt erfitt sé að áætla það hag ræði nákvæmlega fyrir fram.
     4.     Rétt þykir að taka af öll tvímæli í 6. gr. um að vakstöð beri að skrá og hljóðrita til kynningar sem þangað berast.
     5.     Lögð er til breyting á 7. gr. til að árétta að starfsmenn vaktstöðvar skuli hafa hlot ið menntun, þjálfun og starfsreynslu á vegum þeirra aðila sem neyðarþjónustu sinna með hliðsjón af því að þekking og reynsla starfsmanna er meginatriði varðandi það hvernig til tekst.
     6.     Lagt er til að ákvæði 9. og 10. gr. verði sameinaðar í eina grein. Einnig þótti orða lag 9. gr. geta gefið tilefni til misskilnings; það gæti gefið vaktstöð óeðlilegt svig rúm til að firra sig ábyrgð eða ýtt undir tafir á afgreiðslu hjálparbeiðna. Því þótti rétt að leggja áherslu á að upplýsingar ættu að vera eins greinargóðar og kostur væri.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þessum breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Ólafur Þ. Þórðarson.

Alþingi, 23. febr. 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Kristinn H. Gunnarsson.     Ey. Kon. Jónsson.
    form., frsm.          

    Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Ingi Björn Albertsson.     Jóhann Einvarðsson.

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Björn Bjarnason.