Hægt er að sækja Word Perfect útgáfu af skjalinu, sjá upplýsingar um uppsetningu á Netscape fyrir Word Perfect skjöl.

1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 203 . mál.


813. Nefndarálit


um till. til þál. um framkvæmdaáætlun í umferðaröryggismálum.

Frá allsherjarnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk umsagnir frá samgönguráðuneyti, Ökukennarafélagi Íslands, Landssambandi lögreglumanna, Slysavarnafélagi Íslands, Vegagerðinni, dómsmálaráðuneyti og Umferðarráði. Umsagnir voru yfirleitt jákvæðar í garð þess að slík áætlun yrði unnin.
    Í tillögu þessari er gert ráð fyrir að dómsmálaráðherra verði falið að gera framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í umferðaröryggismálum. 25. nóvember sl. samþykkti ríkisstjórnin tillögu um stefnumörkun um bætt umferðaröryggi og í framhaldi af því skipaði dómsmálaráðherra nefnd til að gera tillögu að umferðaröryggisáætlun. Skilaði nefndin skýrslu 27. janúar sl. og hefur nú verið lögð fram tillaga til þingsályktunar um stefnumótun er varðar aukið umferðaröryggi og framkvæmdaáætlun, 425. mál. Í ljósi þess að verið er að vinna að málinu leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Kristinn H. Gunnarsson.

Alþingi, 24. febr. 1995.


    Sólveig Pétursdóttir,     Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Jón Helgason.
    form., frsm.          

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Ólafur Þ. Þórðarson.     Björn Bjarnason.

    Ey. Kon. Jónsson.     Ingi Björn Albertsson.