Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 183 . mál.


816. Nefndarálit



um till. til þál. um leiðtogafund á Þingvöllum árið 2000.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk umsagnir frá Íþróttasambandi Íslands, Sambandi ís lenskra sveitarfélaga, Búnaðarfélagi Íslands, biskupi Íslands, Ungmennafélagi Íslands, Iðn tæknistofnun, borgarstóranum í Reykjavík, Þingvallanefnd og Guðmundi Rafni Geirdal.
    Í málinu er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að athuga ítarlega hvort raunhæfir möguleik ar séu á að halda leiðtogafund á Þingvöllum árið 2000 og halda m.a. ráðstefnu um þessa hug mynd í samvinnu við þá sem hafa sett hana fram. Nefndin er sammála því að hugmyndin verði könnuð og hvort hún sé framkvæmanleg. Með hliðsjón af þessu er lagt til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Kristinn H. Gunnarsson.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Sólveig Pétursdóttir,     Guðmundur Árni Stefánsson.     Jón Helgason.
    form., frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Ólafur Þ. Þórðarson.     Ey. Kon. Jónsson.

    Björn Bjarnason.     Anna Ólafsdóttir Björnsson.