Ferill 53. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


118. löggjafarþing 1994–1995.
Nr. 5/118.

Þskj. 827  —  53. mál.


Þingsályktun

um nýtingu og markaðssetningu rekaviðar.


    Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjórnarinnar að koma á fót starfshóp á vegum landbúnaðarráðuneytis til að gera tillögur um nýtingu rekaviðar og markaðssetningu afurða frá rekaviðarvinnslu. Starfshópurinn skili niðurstöðum og tillögum fyrir árslok 1995.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1995.