Ferill 40. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


118. löggjafarþing 1994–1995.
Nr. 7/118.

Þskj. 830  —  40. mál.


Þingsályktun

um varðveislu arfs og eigna húsmæðraskólanna.


    Alþingi ályktar að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að setja fram tillögur um hvernig best megi varðveita arf og eignir gömlu húsmæðraskólanna í landinu. Verði sérstaklega hugað að stofnun eða eflingu heimilisiðnaðarsafna eða heimilisiðnaðardeilda í byggðasöfnum landsins. Í nefndinni eigi sæti fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands, landshlutasamtaka kvenfélaganna, Sambands íslenskra sveitarfélaga, safnamanna og menntamálaráðuneytis.

Samþykkt á Alþingi 24. febrúar 1995.