Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 136 . mál.


832. Frumvarp til laga


um breytingu á lögum nr. 61/1994, um Rannsóknarráð Íslands.

(Eftir 2. umr., 24. febr.)


1. gr.

    1. og 2. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Menntamálaráðherra skipar ellefu einstaklinga í Rannsóknarráð Íslands til þriggja ára:
     a .     Þrjá samkvæmt tillögum skóla á háskólastigi þar sem rannsóknir eru stundaðar og stofnana á sviði þjóðlegra fræða og Vísindafélags Íslendinga.
     b .     Þrjá samkvæmt tillögum rannsóknastofnana atvinnuveganna og annarra rannsóknastofnana utan verksviðs menntamálaráðuneytis.
     c .     Þrjá samkvæmt tillögum Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands.
     d .     Tvo án tilnefningar að höfðu samráði við ríkisstjórn.
    Aðilar, sem tilnefna menn til setu í Rannsóknarráði Íslands skv. a-, b- og c-liðum hér að framan, skulu hver tilnefna tiltekinn fjölda einstaklinga samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur. Menntamálaráðherra skipar þrjá úr hverjum hópi og tvo sem tilnefndir eru að höfðu samráði við ríkisstjórn eða alls ellefu einstaklinga. Við skipun í ráðið skal mennta málaráðherra gæta þess að jafnvægi sé á milli vísinda og tækni og tryggja sjálfstæði ráðsins þannig að það geti sinnt eftirlitshlutverki skv. 7. tölul. 2. gr. Þá skipar menntamálaráðherra jafn marga varamenn úr hópi þeirra sem tilnefndir eru með sama hætti.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.


    3. gr. laga þessara kemur að fullu til framkvæmda þegar starfstími þess Rannsóknarráðs, sem fyrst var skipað árið 1994, rennur út. Menntamálaráðherra skipar þegar tvo fulltrúa í Rannsókn arráð Íslands samkvæmt tilnefningum Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Ís lands og jafnmarga til vara og skal sú skipan gilda uns 3. gr. laga þessara kemur að fullu til framkvæmda. Nánar skal kveðið á um fyrirkomulag tilnefningar framangreindra samtaka í ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur.