Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 337 . mál.


833. Frumvarp til laga



um vörugjald af olíu.

(Eftir 2. umr., 24. febr.)



Gjaldskylda og upphæð gjalds.


1. gr.


    Greiða skal í ríkissjóð vörugjald af gas- og dísilolíu sem flokkast í tollskrárnúmer 2710.0060 og nothæf er sem eldsneyti á ökutæki. Í lögum þessum er vörugjald á olíu nefnt olíugjald.
    Gjaldskylda skv. 1. mgr. nær einnig til olíu í öðrum tollskrárnúmerum sem blönduð hefur verið gjaldskyldri olíu.
    Fjárhæð olíugjalds skal vera 38,50 kr. á hvern lítra af olíu.
    Heimilt er að breyta fjárhæð í 3. mgr. í samræmi við breytingar á vísitölu byggingar kostnaðar samkvæmt lögum nr. 42/1987. Grunnfjárhæð er miðuð við vísitölu 1. desember 1994, 199,1 stig.

2. gr.


     Olíugjald af innfluttri olíu skal greitt við tollafgreiðslu. Olíugjald af innlendri framleiðslu eða aðvinnslu skal greitt við afhendingu olíu frá framleiðanda eða vinnsluaðila.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. hafa skattskyldir aðilar, sem hlotið hafa skráningu skv. 3. gr., heimild til að flytja inn olíu og fá afhenta olíu frá öðrum gjaldskyldum aðila án greiðslu olíu gjalds.

Gjaldskyldir aðilar.


3. gr.


    Gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum eru:
     1 .     Þeir sem framleiða eða stunda aðvinnslu olíu sem gjaldskyld er skv. 1. gr.
     2 .     Þeir sem flytja inn til endursölu, eða kaupa til eigin nota, olíu sem er gjaldskyld skv. 1. gr. enda hafi þeir yfir að ráða birgðageymslum sem samanlagt rúma yfir 1.000 rúmmetra af gjaldskyldri olíu.
    Gjaldskyldir aðilar skv. 1. mgr. skulu ótilkvaddir senda tilkynningu um starfsemi sína til þess skattstjóra þar sem þeir eru heimilisfastir. Þeir sem hefja gjaldskylda starfsemi skulu senda tilkynningu til skattstjóra áður en starfsemin hefst.
    Í tilkynningunni skal tilgreina nafn, heimili og kennitölu rekstraraðila, firmanafn og hvers konar framleiðslu eða innflutning sé um að ræða. Enn fremur skulu þeir sem um ræðir í 2. tölul. 1. mgr. greina frá birgðageymslum, þar með talið sölustöðum, staðsetningu þeirra og stærð.
    Skattstjóri rannsakar tilkynningar aðila og getur hafnað skráningu ef skilyrðum þessarar greinar eða annarra ákvæða laga þessara er ekki fullnægt.
    Skattstjóri skal halda skrá yfir þá sem eru gjaldskyldir samkvæmt ákvæðum þessarar greinar.

Undanþágur og endurgreiðslur.


4. gr.


    Olía, sem seld er til nota fyrir skip og báta í atvinnurekstri, er undanþegin olíugjaldi þegar gjaldskyldur aðili afhendir olíu beint í eldsneytisgeymi skips eða báts.
    Ráðherra getur ákveðið að olía til gjaldfrjálsra nota, önnur en sú sem afhent er skv. 1. mgr., skuli vera undanþegin olíugjaldi við sölu eða afhendingu til notenda enda fari olían ekki til gjaldskyldra nota.
    Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari skilyrði fyrir undanþágu samkvæmt þessari grein, þar á meðal reglur um gerð og búnað eldsneytisgeyma.

5. gr.


    Skattskyldir aðilar, samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, fá olíugjald, sem þeir hafa staðið skil á, endurgreitt af olíu í sama mæli og heimilt er að telja til innskatts virðisauka skatt af olíunni, sbr. þó ákvæði 4. mgr.
    Uppgjör endurgreiðslu skv. 1. mgr. fer fram um leið og uppgjör virðisaukaskatts og skulu ákvæði um innskatt í lögum nr. 50/1988 gilda eftir því sem við á. Aðilar, sem óska eftir endur greiðslu olíugjalds á uppgjörstímabilinu, skulu skila skýrslu um fjárhæð endurgreiðslu og aðrar upplýsingar í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Endurgreiðslufjárhæð skal byggja á sölu reikningum og bókhaldi skv. 8. gr.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. getur ráðherra ákveðið í reglugerð að endurgreiðsla olíu gjalds til aðila í búrekstri verði samkvæmt stöðluðum reglum. Jafnframt er ráðherra heimilt að víkja frá ákvæðum 8. gr. um skrá yfir olíunotkun aðila ef ákvæðum þessarar málsgreinar er beitt.
    Olíugjald af olíu til notkunar á skráningarskyld ökutæki, sbr. 63. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, önnur en dráttarvélar, er ekki endurgreitt, sbr. þó 1. tölul. 1. mgr. 6. gr.

6. gr.


    Ráðherra er í reglugerð heimilt að kveða á um endurgreiðslu olíugjalds, ásamt endurgreiðslu virðisaukaskatts af olíugjaldinu, af olíu til eftirfarandi nota:
     1 .     olíu sem sérleyfishafar og þeir sem reka almenningsvagna nota við rekstur hópferðabifreiða; reglur um endurgreiðslu samkvæmt þessum tölulið skulu settar í samráði við sam gönguráðherra,
     2 .     olíu sem notuð er til húshitunar og olíugjald er ekki endurgreitt af skv. 5. gr.; reglur um endurgreiðslur samkvæmt þessum tölulið skulu settar í samráði við iðnaðarráðherra og skulu taka mið af raunverulegri olíunotkun, af stærð húsnæðis eða áætlaðri meðalnotkun olíu,
     3 .     olíu sem notuð er til hitunar almenningssundlauga,
     4 .     olíu til nota á skip og báta sem ekki eru undanþegin olíugjaldi skv. 4. gr. eða endurgreitt olíugjald af skv. 5. gr.

Bókhald.


7. gr.


    Gjaldskyldir aðilar, sem stunda framleiðslu eða aðvinnslu, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 3. gr., skulu aðgreina í bókhaldi sínu kaup á olíu sem notuð er til framleiðslu eða aðvinnslu gjaldskyldrar olíu, olíu til annarrar framleiðslu og olíu sem afhent er öðrum. Jafnframt skulu þeir halda bók hald yfir aðfengna gjaldskylda olíu, eigin notkun slíkrar olíu og afhendingu hennar.
    Aðrir gjaldskyldir aðilar skulu halda bókhald yfir aðfengna gjaldskylda olíu, eigin notkun þeirrar olíu og sölu eða afhendingu.
    Við sölu eða afhendingu olíu milli gjaldskyldra aðila eða til aðila sem um ræðir í 4., 5. eða 6. gr. skal gefa út sölureikning þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram:
     1 .     útgáfudagur,
     2 .     útgáfustaður,
     3 .     afhendingarstaður ef annar en útgáfustaður,
     4 .     nafn og kennitala seljanda (birgðasala),
     5 .     nafn og kennitala kaupanda (móttakanda),
     6 .     magn, einingarverð og heildarverð gjaldskyldrar olíu.
    Auk upplýsinga sem greinir í 3. mgr. skal á sölureikningi koma fram hvort olíugjald er lagt á og hver fjárhæð olíugjalds er. Um varðveislu sölureikninga gilda ákvæði bókhaldslaga.
    

8. gr.


    Aðilar, sem fá afhenta olíu sem undanþegin er olíugjaldi skv. 4. gr. eða fá endurgreiðslu ol íugjalds skv. 5. gr., sbr. þó ákvæði 3. mgr. 5. gr., skulu halda í bókhaldi sínu reikninga og skrár yfir olíukaup og olíunotkun og annað sem máli skiptir varðandi sönnun á réttmæti undanþágu eða endurgreiðslu olíugjalds. Enn fremur er heimilt að skylda aðila til að gera grein fyrir notkun gjaldskyldrar olíu á ökutæki.
    Vanræki aðili að færa fullnægjandi bókhald skv. 1. mgr. fellur niður réttur til endurgreiðslu eða undanþágu fyrir það tímabil sem bókhald er ekki fullnægjandi.
    

Uppgjör og innheimta.


9. gr.


    Gjaldskyldir aðilar skv. 3. gr. skulu greiða olíugjald fyrir hvert uppgjörstímabil miðað við sölu eða afhendingu og eigin notkun.
    Ráðherra getur heimilað að aðilar, sem stunda sölu gjaldskyldrar olíu en falla ekki undir ákvæði 1. og 2. tölul. 3. gr., geti keypt olíu af gjaldskyldum aðila án greiðslu olíugjalds enda sé árleg sala meiri en 50 þús. lítrar. Sá sem fær heimild samkvæmt þessari grein skal uppfylla skilyrði um skráningu og viðurkenningu búnaðar skv. 3. gr. og skal standa skil á greiðslu olíu gjalds samkvæmt ákvæðum 1. mgr.
    Gjaldskyldir aðilar, sem selja ekkert eða óverulegt magn olíu, skulu greiða olíugjald af því magni sem þeir fá afhent á uppgjörstímabilinu að viðbættri minnkun eða frádreginni aukningu birgða á tímabilinu miðað við birgðastöðu í lok næstliðins uppgjörstímabils. Enn fremur er þessum aðilum heimilt að draga frá þá olíu sem olíugjald fengist endurgreitt af samkvæmt ákvæðum 5. gr.

10. gr.


    Frá gjaldskyldu magni skv. 9. gr. má draga:
     1 .     olíu sem afhent er öðrum gjaldskyldum aðila, sbr. 2. mgr. 2. gr.,
     2 .     olíu sem undanþegin er olíugjaldi skv. 4. gr.,
     3 .     olíu sem flutt er úr landi.

11. gr.


    Uppgjörstímabil olíugjalds er einn mánuður. Gjalddagi er fimmtándi dagur annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils. Ráðherra er þó heimilt að ákveða annan gjalddaga í reglugerð. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist gjalddagi yfir á næsta virkan dag á eftir. Eigi síðar en á gjalddaga skulu gjaldskyldir aðilar ótilkvaddir skila innheimtumanni ríkissjóðs skýrslu, olíugjaldsskýrslu, yfir magn gjaldskyldrar olíu á uppgjörstímabilinu og standa skil á greiðslu olíugjaldsins.
    Skattstjóri skal rannsaka olíugjaldsskýrslur og leiðrétta þær ef þær eða einstakir liðir þeirra eru í ósamræmi við lög þessi eða fyrirmæli sem sett eru samkvæmt þeim. Þá skal skattstjóri áætla gjald af viðskiptum þeirra aðila sem ekki senda skýrslur innan tilskilins tíma, senda enga skýrslu eða ef skýrslu eða fylgigögnum er ábótavant. Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldanda um áætlanir og leiðréttingar sem gerðar hafa verið.
    Sé olíugjaldsskýrsla ekki afhent innan tilskilins frests eða olíugjald ekki greitt skal skatt stjóri enn fremur afturkalla skráningu aðila skv. 3. gr. þar til úr því hefur verið bætt.
    

12. gr.


    Sé olíugjald ekki greitt á tilskildum tíma skal aðili sæta álagi til viðbótar gjaldi samkvæmt olíugjaldsskýrslu eða til viðbótar því gjaldi sem honum bar að standa skil á samkvæmt lögum þessum. Sama gildir ef olíugjaldsskýrslu hefur ekki verið skilað eða verið ábótavant og olíu gjald því áætlað.
    Álag skv. 1. mgr. skal vera 1% af þeirri fjárhæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærri en 10%.
    Við útreikning álags á áætlað olíugjald telst gjalddagi sá sami og gjalddagi olíugjalds þess uppgjörstímabils sem áætlað er fyrir. Sama gildir um álag á vangreitt olíugjald eldri tímabila.
    

13. gr.


    Sé olíugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga skal greiða ríkissjóði dráttarvexti af því sem gjaldfallið er. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga og eru þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður skv. 10. gr. vaxtalaga, nr. 25/1987.

Eftirlit, kæruheimildir, upplýsingaskylda og refsiábyrgð.


14. gr.


    Skattstjóri getur hafnað endurgreiðslu eða frádrætti olíugjalds á virðisaukaskattsskýrslu séu skilyrði endurgreiðslu ekki fyrir hendi eða framlögð gögn ófullnægjandi eða röng. Hafni skatt stjóri endurgreiðslu olíugjalds sem þegar hefur verið endurgreitt eða dregið frá greiðslu virðis aukaskatts skal aðili greiða olíugjaldið ásamt álagi skv. 2. mgr. 12. gr. og dráttarvöxtum frá þeim degi er greiðsla fór fram eða olíugjaldið var dregið frá greiðslu virðisaukaskatts.
    Skattstjóri skal tilkynna innheimtumanni og gjaldanda um breytingar sem gerðar eru sam kvæmt þessari málsgrein. Gjaldanda ber eigi síðar en sjö dögum eftir tilkynningu skattstjóra um of háa endurgreiðslu að greiða innheimtumanni það sem ofgreitt var.

15. gr.


    Þeir sem ekki vilja sætta sig við ákvörðun skattstjóra skv. 14. gr. eða öðrum ákvæðum þess ara laga um atriði sem lúta að greiðslu olíugjalds, heimild til undanþágu eða endurgreiðslu geta kært ákvörðun hans innan 30 daga frá því að ákvörðun var tekin. Um kæru og málskot gilda að öðru leyti ákvæði 29. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

16. gr.


    Aðilum, sem flytja inn, selja, afhenda, stunda framleiðslu eða aðvinnslu af einhverju tagi eða kaupa gjaldskylda olíu, er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi sem ósk að er allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Skiptir ekki máli í því sambandi hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til eða viðskipti milli hans og annarra aðila sem hann getur veitt upplýsingar um og varða gjaldskyldu þeirra aðila eða eftirlit með eða rannsókn á henni.
    Með skattyfirvöldum í þessari grein er átt við skattstjóra, skattrannsóknarstjóra ríkisins og ríkisskattstjóra.

17. gr.


    Skýri aðili af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi rangt eða villandi frá einhverju því sem máli skiptir um skyldu sína til greiðslu eða rétt til endurgreiðslu olíugjalds eða undanþágu skal hann auk ógreidds gjalds greiða sekt sem nemi allt að tífaldri, og aldrei lægri en fjórfaldri, þeirri fjár hæð sem dregin var undan, vanrækt var að greiða eða ofgreidd var endurgreiðsla á.
    Vanræki aðili að halda tilskilið bókhald samkvæmt lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, vanrækir að veita upplýsingar eða láta í té aðstoð, skýrslur eða gögn eins og ákveðið er í lögum þessum eða reglugerðum settum samkvæmt þeim, skýrir rangt eða villandi frá einhverju sem varðar skyldu til greiðslu eða rétt til endurgreiðslu olíugjalds, þótt upplýsing arnar hafi hvorki haft áhrif á greiðslu hans né viðskiptamanna hans á olíugjaldi, eða brýtur á annan hátt gegn lögum þessum eða ákvæðum reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim skal hann sæta sektum, enda liggi ekki við brotinu þyngri refsing eftir þessum eða öðrum lögum.
    Sektir eftir lögum þessum má jafnt gera lögaðila sem einstaklingi. Hafi fyrirsvarsmaður lög aðila framið brot á lögum þessum má einnig gera lögaðila þessum sekt og sviptingu starfsrétt inda, enda sé brotið drýgt til hagsbóta fyrir lögaðilann eða hann hefur notið hagnaðar af brotinu.
    Sé brot ítrekað eða sakir miklar að öðru leyti má auk sektar beita varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum.
    Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla al mennra hegningarlaga og varða slík brot sektum nema öðruvísi sé ákveðið í grein þessari.

Ýmis ákvæði.


18. gr.


    Að því leyti sem ekki eru ákvæði í lögum þessum um álagningu, kærur og úrskurði um olíu gjald, innheimtu, tilhögun bókhalds, framtöl, eftirlit, rannsókn, skuldajöfnun, stöðvun atvinnu rekstar, viðurlög, sektir, refsingar og aðra framkvæmd varðandi olíugjald skulu gilda ákvæði laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, svo og reglugerða og annarra fyrirmæla settra samkvæmt þeim.
    Varðandi álagningu og innheimtu olíugjalds við tollafgreiðslu skulu gilda ákvæði tollalaga, nr. 55/1987, að svo miklu leyti sem ekki eru ákvæði í lögum þessum eða lögum nr. 50/1988.

19. gr.


    Innheimtar tekjur af olíugjaldi samkvæmt lögum þessum renna til Vegagerðarinnar að frá dregnu 1% sem rennur í ríkissjóð til að standa straum af framkvæmd laga þessara.

20. gr.


    Ráðherra setur með reglugerð eða öðrum fyrirmælum nánari ákvæði um framkvæmd laga þessara, m.a. um bókhald, uppgjör olíugjalds og greiðslufyrirkomulag.

21. gr.


    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1996. Frá og með sama tíma falla úr gildi lög nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar. Ákvæði þeirra laga skulu þó gilda um þungaskatt sem greiða á af notk un ökutækja til 1. janúar 1996.


Ákvæði til bráðabirgða.


I.


    Í stað þess að öðru gjaldatímabili þungaskatts skv. B-lið 7. gr. laga nr. 3/1987, um fjáröflun til vegagerðar, ljúki 10. febrúar 1996 skal því ljúka 31. desember 1995. Eigandi eða umráða maður bifreiðar skal án sérstakrar tilkynningar láta lesa á og skrá stöðu ökumælis á tímabilinu frá 19. til 31. desember 1995.
    Gjalddagi þungaskatts skv. 1. mgr. er 11. janúar 1996 og eindagi er 29. febrúar 1996.

II.


    Gjaldskyldir aðilar skv. 3. gr. skulu senda skattstjóra upplýsingar um birgðir gjaldskyldrar olíu í þeirra eigu 1. janúar 1996. Í þeim upplýsingum skal koma fram hve mikið af birgðum er í innlendum birgða- og sölustöðum. Upplýsingar samkvæmt þessari málsgrein skulu berast skattstjóra eigi síðar en 1. ágúst 1995.
    Aðilar, sem ekki eru gjaldskyldir skv. 3. gr. og njóta ekki undanþágu skv. 1. mgr. 4. gr., skulu senda skattstjóra upplýsingar um birgðir sínar af gjaldskyldri olíu ef þær eru yfir 1.500 lítra 1. janúar 1996. Eigandi eða umráðamaður skal skyldur til að aðstoða við að kanna birgðir óski skattstjóri slíkrar aðstoðar. Skattstjóri getur krafist upplýsinga frá innflytjendum og selj endum gas- og dísilolíu um sölu til viðskiptamanna er fram fór fyrir 1. janúar 1996. Þeir sem gjaldskyldir eru samkvæmt þessari málsgrein skulu skila olíugjaldi til innheimtumanns eigi síð ar en 15. febrúar 1996.

III.


    Fjármálaráðherra skal skipa sérstaka samráðsnefnd til að vera til ráðgjafar um undirbúning og framkvæmd laganna, þar með talið setningu reglugerðar. Enn fremur skal nefndin kanna þær forsendur sem liggja til grundvallar fjárhæð olíugjalds. Í nefndinni eigi sæti fulltrúar fjármála ráðuneytis, skattyfirvalda, Vegagerðarinnar, olíufélaganna og annarra hagsmunasamtaka.