Ferill 451. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 451 . mál.


848. Nefndarálit



um frv. til stjórnarskipunarlaga um breyt. á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Frá stjórnarskrárnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og mælir með samþykkt þess.
    Í nefndinni urðu nokkrar umræður um bráðabirgðaákvæði frumvarpsins. Var um það rætt hvort heppilegra væri að setja inn í 45. gr. stjórnarskrárinnar ákvæði til frambúðar um að unnt væri með lögum að lengja kjörtímabil um örfáar vikur í því skyni að alþingiskosningar færu að jafnaði fram á heppilegum tíma með hliðsjón af veðri og samgöngum. Nefndin telur rétt að hugað verði að þessu atriði frekar en telur ekki ráðrúm til þess á þeim skamma tíma sem eftir er af þinginu.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Geir H. Haarde,     Ragnar Arnalds.     Halldór Ásgrímsson.
    form., frsm.          

    Matthías Bjarnason.     Petrína Baldursdóttir.     Sólveig Pétursdóttir.

    Kristín Einarsdóttir.     Tómas Ingi Olrich.     Páll Pétursson.