Ferill 448. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 448 . mál.


850. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um atvinnuleysistryggingar, nr. 93/1993, með síðari breytingum.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, deildarstjóra í félagsmálaráðuneyti, og Margréti Tómasdóttur deildarstjóra frá Atvinnuleysistryggingasjóði.
    Breytingarnar, sem lagðar eru til í frumvarpinu, eru m.a. vegna ákvæða laga nr. 99/1994, en með þeim var VI. kafli laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna felldur brott. Af þessu leiðir að lög um atvinnuleysistryggingar mundu taka til opinberra starfsmanna og nauðsynlegt er að gera breytingar á þeim með tilliti til þess, sbr. 1., 5. og 7. gr. frumvarpsins og ákvæði til bráðabirgða II.
    Meginbreytingin, sem lögð er til í frumvarpinu, er á skipan stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs. Gert er ráð fyrir að BHMR, BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneyti fái aðild að henni og þykir það eðlilegt með hliðsjón af því að gert er ráð fyrir að lögin taki til opinberra starfsmanna.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins. Enn fremur hvetur hún til þess að lög um atvinnuleysistryggingar og reglur um Atvinnuleysistryggingasjóð verði endurskoðaðar í heild sinni.

Alþingi, 24. febr. 1995.



Gísli S. Einarsson,

Jón Helgason.

Eggert Haukdal.


form., frsm.



Kristinn H. Gunnarsson.

Sigbjörn Gunnarsson.

Einar K. Guðfinnsson.



Jón Kristjánsson.

Guðrún J. Halldórsdóttir.

Guðjón Guðmundsson.