Ferill 206. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 206 . mál.


856. Nefndarálitum frv. til l. um vernd Breiðafjarðar.

Frá umhverfisnefnd.    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem hefur það meginmarkmið að stuðla að vernd Breiðafjarðar, einkum hvað varðar landslag, jarðmyndanir, lífríki og menningarsögulegar minj ar. Frumvarpið er nú lagt fram öðru sinni lítillega breytt frá 117. löggjafarþingi.
    Við umfjöllun sína fékk nefndin á sinn fund Birgi Hermannsson, aðstoðarmann umhverfis ráðherra, og Lúðvík Bergvinsson, deildarstjóra í umhverfisráðuneyti, frá Náttúruverndarráði Jóhönnu B. Magnúsdóttur varaformann og Aðalheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra, Stefán Thors skipulagsstjóra ríkisins, Þór Magnússon þjóðminjavörð, Þórunni J. Hafstein, deildarstjóra í menntamálaráðuneyti, og Sigfús Jónsson, formann Framfarafélags Flateyjar.
    Þá studdist nefndin við umsagnir frá 117. og 118. löggjafarþingi frá sjávarútvegsráðuneyti, sveitarstjóranum í Grundarfirði, Framfarafélagi Flateyjar, héraðsnefnd Dalasýslu, menntamála ráðuneyti, Félagi smábátaeigenda í Stykkishólmi, bæjarstjórn Stykkishólms, Eyjaferðum sf., Skógarstrandarhreppi, Samtökum selabænda, Æðarræktarfélagi Breiðafjarðar, húsafriðunar nefnd ríkisins, landbúnaðarráðuneyti, ferðamálaráði, Náttúruverndarráði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Vegagerðinni, Skipulagi ríkisins, Helgafellssveit, Laxárdalshreppi og Æðavéum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Þær eru eftirfarandi:
     1 .     Lagt er til að orðalag 1. gr. verði einfaldað.
     2 .     Lagt er til að það svæði sem frumvarpið tekur til, sbr. 2. gr., verði stækkað. Breytingin gerir ráð fyrir að svæðið við norðanverðan fjörðinn verði stækkað til vesturs þannig að undir það falli tvö sjávarlón, Hagavaðall og Haukabergsvaðall. Þá er lagt til að svæðið verði einnig stækkað til vesturs að sunnanverðu þannig að tvö önnur sjávarlón, Tunguós við Máfahlíð og Hálsvaðall, teljist til þess. Um er að ræða leirlón og náttúruverndargildi þeirra felst einkum í því að fuglar sækja þangað í ætisleit. Þá fellur Kaldrani undir hið stækkaða svæði en hann er þegar á náttúruminjaskrá.
     3 .     Lagt er til að hluti 3. gr. falli brott þar sem tilvísunin er talin óþörf í ljósi þess að menntamálaráðherra fer með yfirstjórn mála samkvæmt þjóðminjalögum.
     4 .     Lagt er til að gerðar verði nokkrar breytingar á 4. gr. Orðalag 1. mgr. er einfaldað en efnisbreytingar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er lagt til að í Breiðafjarðarnefnd eigi sæti, auk þeirra sem tilgreindir eru í ákvæðinu, fulltrúi Vestur-Barðastrandarsýslu. Nefndin telur það eðlilegt þar sem hluti þeirrar sýslu fellur undir það svæði sem frumvarpið tekur til. Þá er í samræmi við fjölgun fulltrúa í nefndinni lagt til að felldur verði brott síðasti málsliður greinarinnar. Í öðru lagi er lagt til að náttúrufræðistofur á Vesturlandi og Vestfjörðum til nefni fulltrúa í nefndina sameiginlega með Náttúrufræðistofnun Íslands. Í þriðja lagi er lagt til að kveðið verði á um að þjóðminjaráð en ekki Þjóðminjasafn Íslands skipi fulltrúa í nefndina. Í fjórða lagi er lagt til að reglugerðarheimild í 2. mgr. verði flutt og sameinuð ákvæði um setningu reglugerðar í fyrri málsgrein 5. gr. Í fjórða lagi er lagt til að orðið „verndaráætlun“ verði notað í stað orðsins „vörsluáætlun“ þar sem það er talið skýrara. Loks er lagt til að Náttúruverndarráð verði samráðsaðili skv. 3. mgr. í stað Landvörslu rík isins sem ekki hefur verið stofnuð með breytingum á lögum um náttúrvernd, nr. 47/1971, eins og fyrirhugað er. Umhverfisnefnd telur mikilvægt að Breiðafjarðarnefnd hafi virkt sam ráð við Náttúruverndarráð og aðra eftir því sem við á, ekki síst við gerð verndar áætlunar.
     5.     Breytingar sem lagðar eru til á 5. gr. eru tvíþættar. Annars vegar er um að ræða um orðun og sameiningu ákvæða um reglugerðir sem ráðherra setur, sbr. breytingu sem lögð er til á 2. mgr. 4. gr. Hins vegar er lagt til að í 2. mgr. 5. gr. verði kveðið á um að umsögn um vernd menningarsögulegra minja skuli fengin bæði frá þjóðminja ráði og húsafriðunarnefnd ríkisins eftir því sem við á. Nefndin telur eðlilegt að leit að verði til húsafriðunarnefndar þegar fjallað er um vernd húsa en í Breiðafjarðar eyjum, einkum í Flatey, eru mörg gömul hús sem mikilvægt er að varðveita.
     6.     Lagt er til að í 6. gr. verði notað orðið „verndaráætlun“, sbr. athugasemd í 4. lið.
     7.     Lagt er til að ákvæði 7. gr. verði breytt á þann veg að rannsóknastarfsemi við Breiða fjörð fari fram á grundvelli laga nr. 60/1992, um Náttúrufræðistofnun Íslands og nátt úrustofur. Umhverfisnefnd telur mikilvægt að fram fari rannsóknir á náttúru Breiða fjarðar. Nefndin telur hins vegar eðlilegt að sú starfsemi, sem þar verður komið á fót byggi á framangreindum lögum sem gera ráð fyrir að stofnsettar verði náttúrustof ur í öllum kjördæmum og heimila auk þess að komið verði á fót setri Náttúrufræði stofnunar Íslands í hverjum landsfjórðungi. Á grundvelli heimilda í lögunum geta stofnanirnar sameiginlega staðið að náttúrurannsóknastöð á Breiðafjarðarsvæðinu.
     8.     Lagt er til að í 9. gr. verði til áréttingar kveðið á um að um rannsókn og meðferð mála vegna meintra brota á lögunum fari að hætti laga um meðferð opinberra mála.
    Í umfjöllun nefndarinnar vöknuðu spurningar um stjórnsýsluleg skil á milli umhverf isráðuneytis og annarra ráðuneyta, svo sem sjávarútvegs-, landbúnaðar- og samgöngu ráðuneytis. Nefndin tekur fram að með frumvarpinu er ekki verið að leggja til breytingu á lögboðinni umsýslu einstakra ráðuneyta.
    Nefndin telur að framkvæmd á grundvelli frumvarpsins velti á því að vel takist til með gerð verndaráætlunar, sbr. 2. mgr. 4. gr., og eftirlit með henni. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að sem fyrst verði hafin vinna við gerð slíkrar áætlunar þannig að taka megi til lit til hennar við skipulagsvinnu í framtíðinni. Í því sambandi vill nefndin benda á æski legt er að hafist verði handa við gerð svæðisskipulags fyrir Breiðafjörð og aðliggjandi byggðir.

Alþingi, 24. febr. 1995.    Kristín Einarsdóttir,     Tómas Ingi Olrich.     Jón Helgason.
    form., frsm.          

    Árni M. Mathiesen.     Hjörleifur Guttormsson.     Petrína Baldursdóttir.

    Árni R. Árnason.     Lára Margrét Ragnarsdóttir.     Ólafur Ragnar Grímsson.