Ferill 115. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 115 . mál.


872. Nefndarálit



um till. til þál. um fréttaflutning og upplýsingaskyldu um slysfarir og harmraunir fólks.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og studdist hún við umsagnir er bárust á 116. löggjafarþingi frá Siðfræðistofnun, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Sálfræðingafélagi Íslands, Sjó mannasambandi Íslands, Vélstjórafélagi Íslands, Prestafélagi Íslands, vottum Jehóva, frétta stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, Landssambandi lögreglumanna, Blaðamannafélagi Íslands, barnaverndarráði, Nýrri dögun, Slysavarnafélagi Íslands, Krossinum og Landssambandi ís lenskra útvegsmanna.
    Í málinu er kveðið á um að skipuð skuli nefnd til að móta starfsreglur um fréttaflutning og upplýsingaskyldu stofnana um slysfarir og harmraunir fólks. Þetta mál er vandmeðfarið, m.a. með tilliti til þeirra reglna sem gilda um tjáningarfrelsi. Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd sem leggi grundvöll að samráðs vettvangi hlutaðeigandi aðila um fréttaflutning og upplýsingaskyldu stofnana um slysfarir og harmraunir fólks.

    Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Jón Helgason.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Björn Bjarnason,     Anna Ólafsdóttir Björnsson.     Ey. Kon. Jónsson.
    frsm.          

    Ingi Björn Albertsson.     Guðmundur Árni Stefánsson.     Tómas Ingi Olrich.

    Ólafur Þ. Þórðarson.     Svavar Gestsson.