Ferill 427. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 427 . mál.


877. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Hitaveitu Suðurnesja, nr. 100/1974, með síðari breytingum.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið sem felur í sér breytingar sem nauðsynlegt er að gera á lögum um Hitaveitu Suðurnesja í framhaldi af sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hrepps í eitt sveitarfélag. Samkomulag er milli eigenda Hitaveitu Suðurnesja um þær breytingar er felast í frumvarpinu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.
    Pálmi Jónsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Svavar Gestsson,     Sigríður A. Þórðardóttir,     Tómas Ingi Olrich.
    form.     frsm.     

    Guðjón Guðmundsson.     Gísli S. Einarsson.     Guðmundur Bjarnason.

    Páll Pétursson.     Kristín Einarsdóttir.