Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 437 . mál.


890. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 75/1981 um, tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og l. nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Snorra Olsen og Braga Gunnarsson frá fjármálaráðuneyti. Einnig komu á fundinn Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Páll Halldórsson for maður og Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóri BHMR.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Þar er lagt til að vaxtagjöld fyrir einstaklinga, sem eiga aðild að byggingar samvinnufélögum, verði ekki lengur takmörkuð við kaup á eignarhluta heldur nái einnig til þeirra einstaklinga sem standa að félögunum. Vaxtagjöldin deilast þannig niður á þá einstak linga sem eiga búseturétt í íbúðum félagsins. Breytingin kemur til framkvæmda við álagningu á þessu ári en hefur í för með sér óverulega aukningu á útgjöldum ríkissjóðs vegna vaxtabóta. Þá er einnig lagt til að 1. gr. komi til framkvæmda ári fyrr en frumvarpið gerir ráð fyrir. Að öðru leyti er ekki um efnislegar breytingar að ræða.

Alþingi, 24. febr. 1995.



    Jóhannes Geir Sigurgeirsson,     Vilhjálmur Egilsson,     Guðjón Guðmundsson.
    form., með fyrirvara.     frsm.     

    Guðmundur Árni Stefánsson.     Kristín Ástgeirsdóttir,     Ingi Björn Albertsson,
         með fyrirvara.     með fyrirvara.     

    Steingrímur J. Sigfússon,     Einar K. Guðfinnsson.     Finnur Ingólfsson,
    með fyrirvara.          með fyrirvara.