Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 437 . mál.


922. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 25. febr.)



I. KAFLI

Breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt,

með síðari breytingum.

1. gr.

    Við 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Reki vinnuveit andi hópferðabifreið til að flytja starfsmenn sína til og frá vinnu teljast hlunnindi starfsmanna af slíkum ferðum þó ekki til skattskyldra tekna.

2. gr.

    Við A-lið 1. mgr. 30. gr. laganna bætist nýr töluliður er orðast svo: Iðgjöld launþega sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjár málaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 4% af heildarlaunum.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
     a .     Við 4. tölul. bætist ný málsgrein, 2. mgr., er orðast svo:
                  Sannanlega tapað hlutafé í félögum sem orðið hafa gjaldþrota. Sama gildir um hlutafé sem tapast hefur vegna þess að það hefur verið fært niður í kjölfar nauðasamninga samkvæmt lögum nr. 21/1991.
     b .     Við greinina bætist nýr töluliður er orðast svo: Iðgjöld manna sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa sam kvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 4% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr.

4. gr.


    Upphaf C-liðar 69. gr. orðast svo:
    Maður sem skattskyldur er skv. 1. gr. og ber vaxtagjöld af lánum, sem tekin hafa verið vegna kaupa eða byggingar á íbúðarhúsnæði til eigin nota, þar með talin kaup á eignarhlut í almennri kaupleiguíbúð skv. 76. gr. laga nr. 97/1993, á rétt á sérstökum bótum, vaxtabótum, enda geri hann grein fyrir lánum og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.

5. gr.

    Ákvæði kafla þessa öðlast þegar gildi.
    Ákvæði 1. gr. kemur til framkvæmda við álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1995 vegna tekna á árinu 1994.
    Ákvæði 2. gr. og b-liðar 3. gr. koma til framkvæmda frá og með 1. júlí 1997 og taka til iðgjalda sem greidd hafa verið vegna launatímabila frá og með þeim tíma.
    Ákvæði a-liðar 3. gr. kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1996 vegna tekna og gjalda á árinu 1995 og eigna í lok þess árs.
    Ákvæði 4. gr. kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1995.
    Þegar lög þessi hafa hlotið staðfestingu er heimilt að fella meginmál þeirra inn í lög nr. 75 14. september 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, og gefa þau út svo breytt.

6. gr.

    Við lögin bætast tvö ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:

I.


     a.     Vegna launatímabila frá 1. apríl 1995 til og með 31. desember 1995 er heimilt að draga frá tekjum manna skv. II. kafla laganna, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, 50% iðgjalda launþega sem greidd hafa verið til lífeyris sjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytis ins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 2% af heildarlaunum. Frádráttur sam kvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1996.
     b.     Vegna launatímabila frá 1. janúar 1996 til og með 30. júní 1996 er heimilt að draga frá tekjum manna skv. II. kafla laganna, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, 50% iðgjalda launþega sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 2% af heildarlaunum. Vegna launatímabila frá 1. júlí 1996 til og með 31. desember 1996 skal frádrátturinn vera 75% af iðgjaldi laun þega að hámarki 3% af heildarlaunum. Frádráttur samkvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1997.
     c.     Vegna launatímabila frá 1. janúar 1997 til og með 30. júní 1997 er heimilt að draga frá tekjum manna skv. II. kafla laganna, sem ekki eru tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi, 75% iðgjalda launþega sem greidd hafa verið til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfestingu fjármálaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 3% af heildarlaunum. Frádráttur samkvæmt þess um staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1998.

II.


     a.     Vegna launatímabila frá 1. apríl 1995 til og með 31. desember 1995 er heimilt að draga frá tekjum manna sem vinna við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi greidd iðgjöld til lífeyrissjóða sem starfa samkvæmt lögum eða hlotið hafa staðfest ingu fjármálaráðuneytisins skv. 2. gr. laga nr. 55/1980, að hámarki 2% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr. Frádráttur samkvæmt þessum staf lið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1996.
     b.     Vegna launatímabila frá og með 1. janúar 1996 til og með 30. júní 1996 skal há markið vera 2% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr., en 3% vegna launatímabila frá 1. júlí 1996 til og með 31. desember 1996. Frádráttur sam kvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1997.
     c.     Vegna launatímabila frá 1. janúar 1997 til og með 30. júní 1997 skal hámarkið vera 3% af fjárhæð skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr., sbr. 59. gr. Frádráttur samkvæmt þessum staflið kemur til framkvæmda við álagningu á árinu 1998.

II. KAFLI

Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda,

með síðari breytingum.

7. gr.

    Í stað orðanna og „2. og 3. tölul.“ í 1. málsl. A-liðar 2. gr. laganna kemur: 2.–5. tölul.

8. gr.

    Ákvæði kafla þessa öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við staðgreiðslu op inberra gjalda frá og með 1. júlí 1997 vegna launatímabila frá og með þeim tíma.

9. gr.

    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem orðast svo:
    Við ákvörðun staðgreiðslu opinberra gjalda á tímabilinu 1. apríl 1995 til og með 30. júní 1997 skal taka tillit til frádráttar samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum, vegna greiddra iðgjalda til lífeyrissjóða.