Ferill 126. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1994–95. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
118. löggjafarþing. – 126 . mál.


927. Framhaldsnefndarálitum frv. til l. um grunnskóla.

Frá menntamálanefnd.    Menntamálanefnd hefur komið saman til fundar um málið eftir að það var tekið til 2. um ræðu. Á fundinum var lögð fram eftirfarandi yfirlýsing:
    „Ríkisstjórnin telur mikilvægt að víðtæk sátt takist um flutning grunnskólans milli hlutaðeigandi aðila, ríkis, sveitarfélaga og samtaka kennara.
    Ríkisstjórnin hefur gefið samtökum kennara fyrirheit um að þær breytingar verði gerðar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem tryggi kennurum og skólastjórnendum sem rétt hafa átt til aðildar að þeim sjóði að þessi réttindi þeirra verði eigi lakari eftir breytinguna.
    Þá hefur ríkisstjórnin einnig heitið samtökum kennara því að sett verði sérstaklega í lög ákvæði er tryggi framangreindum hópi kennara og skólastjórnenda, eftir því sem við getur átt, óbreytt réttindi eftir flutning grunnskólans.
    Stjórnmálaflokkarnir munu beita sér fyrir því meginmarkmiði að kennarar fái jafngild kjör og réttindi eftir að yfirfærslu er lokið.“
    Nefndin leggur til breytingar á 57. gr. frumvarpsins sem gerð er tillaga um á sérstöku þing skjali. Breytingarnar eru þríþættar. Í fyrsta lagi er lagt til að skýrt verði kveðið á um stöðu rétt inda- og lífeyrismála kennara við tilflutning grunnskólans. Í öðru lagi er lagt til að kveðið verði á um að fyrir liggi breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga. Í þriðja lagi er lagt til að lögin komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 1. ágúst 1996.

Alþingi, 25. febr. 1995.    Sigríður A. Þórðardóttir,     Valgerður Sverrisdóttir.     Árni Johnsen.
    form., frsm.          

    Svavar Gestsson.     Petrína Baldursdóttir.     Ólafur Þ. Þórðarson.

    Björn Bjarnason.     Tómas Ingi Olrich.     Kristín Ástgeirsdóttir.