Tilkynning um dagskrá

7. fundur
Mánudaginn 29. maí 1995, kl. 15:05:32 (266)


     Forseti (Ólafur G. Einarsson) :
     Áður en gengið er til dagskrár vill forseti geta þess að fyrirhugað er að halda þrjá fundi í dag. Dagskrá fyrsta fundarins liggur fyrir en á öðrum og þriðja fundi er ráðgert að fram fari 2. og 3. umr. um frumvörp um breytingu á aðskilnaðarlögunum, hið svokallaða dómarafulltrúamál. Það má því búast við atkvæðagreiðslum um það mál síðar í dag og biður forseti hv. alþm. að hafa það í huga.