Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði

8. fundur
Mánudaginn 29. maí 1995, kl. 17:18:10 (294)


[17:18]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðeins örstutt ábending vegna þess að hv. þm. var að vísa í orð í nál. sem munu

vera við neðstu greinaskil á bls. 2. Þar las hún upp framhald á setningu sem er ekki í nál. Setningin hljóðar þannig, í nál. eins og það liggur fyrir: ,,Slík takmörkun á að tryggja að reyndir héraðsdómarar fari með erfiðustu málin.``
    Ekkert er vikið að því hvort það sé verið að halda því fram að það séu fleiri áfrýjanir þar sem dómarafulltrúar hafa kveðið upp dóma vegna þess m.a. að ekki er til nein formleg úttekt á slíku.
    Ég vildi bara láta þetta koma fram.