Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 13:15:20 (401)


[13:15]
     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Herra forseti. Það ber að taka undir að það er rétt hjá hv. þm. Siv Friðleifsdóttur að það er framsóknarmönnum að þakka að það eru ekki allir krókabátar settir undir krókahámark samkvæmt tillögu hæstv. sjútvrh. Ég vil líka biðja hv. þm. Siv Friðleifsdóttur afsökunar. Það er alveg hárrétt ábending sem hún kemur hér með. Í DV sem ég las upp úr og segir í fyrirsögn: ,,Stefán og Jóhannes mótmæla tillögunum. Tel mig hafa fengið hótanir, segir Siv Friðleifsdóttir``. Ég tók það svo að þetta ætti við þessa hv. þm. en þegar ég les textann þá ég sé að það kemur ekki skýrt þar fram. Ég bið hana afsökunar á þessu.