Stjórn fiskveiða

13. fundur
Fimmtudaginn 01. júní 1995, kl. 18:32:34 (442)


[18:32]
     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Af því að hv. þm. var fyrr í dag að gera úttekt á málflutningi manna í öðrum stjórnmálaflokkum fyrir kosningar þá sakna ég þess að hann gerði úttekt á málflutningi frambjóðenda Alþfl. og vildi því rukka hann um stefnu Alþfl. borið saman við þann málflutning sem heyra mátti í Vestfjarðakjördæmi. Þar lýsti frambjóðandi þess flokks og þingmaður því yfir að stefna Alþfl. væri í fyrsta lagi: Alþfl. vill frjálsar krókaveiðar. --- Ég spyr hv. þm.: Er þetta stefna Alþfl.?
    Í öðru lagi lýsti þingmaðurinn og frambjóðandi því yfir að Alþfl. væri á móti kvótakerfinu. Hann vill leggja það niður og taka upp í stað kvótakerfisins veiðileyfagjald. Ég spyr hv. þm. Össur Skarphéðinsson: Er þetta rétt lýsing á stefnu Alþfl.?