Alþjóðaviðskiptastofnunin

20. fundur
Mánudaginn 12. júní 1995, kl. 23:40:00 (737)


[23:40]
     Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Aðeins örstutt. Ég á greinilega erfitt með að gera mig skiljanlegan eða tjá mig þannig að hv. þm. skilji hvað ég er að biðja um þegar ég er að tala um að það þurfi að fresta þessari greiðslumarksákvörðun í september. Ég er ekkert að biðja um frest á því að við förum í þessa vinnu. Ég er ekkert að biðja um frest á því að það verði unnið að tillögum sem geta leitt til breytinga og vonandi leitt til annarrar niðurstöðu fyrir sauðfjárræktina í landinu en er í dag. En ég er bundinn af gildandi lögum um þessa ákvörðun í september og það er það sem ég er að biðja um að losna undan.