Ferill 10. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 10 . mál.


10. Tillaga til þingsályktunar



um heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson,


Ásta R. Jóhannesdóttir, Svanfríður Jónasdóttir.



    Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að skipa nefnd með aðild allra þingflokka sem hafi það verkefni að gera heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar. Við þá endurskoðun verði öryggiskerfi atvinnulausra skoðað frá grunni og lagt mat á mismunandi þarfir einstakra hópa með það að markmiði að leggja fram tillögur til úrbóta er tryggi betur réttindi og framfærslumöguleika atvinnulausra, einkum þeirra sem búið hafa við langvarandi atvinnuleysi. Við endurskoðun laganna verði haft náið samráð við aðila vinnumarkaðarins, Samband íslenskra sveitarfélaga og þá aðila sem annast fræðslu fyrir atvinnulausa.
    Frumvarp til nýrra heildarlaga um atvinnuleysistryggingar verði lagt fyrir Alþingi eigi síð ar en í janúar 1996.

Greinargerð.


    Núgildandi lög um atvinnuleysistryggingar gera einungis ráð fyrir atvinnuleysi til skamms tíma. Í lögin vantar flest úrræði til að mæta langvarandi atvinnuleysi. Lögin eru að grunni til frá árinu 1956 og taka mið af allt öðru atvinnuástandi en ríkt hefur hér á landi undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir mismunandi þarfir einstakra hópa gera lögin ekki ráð fyrir neins konar sér aðgerðum fyrir einstaka hópa. Atvinnuleysisbætur eru hinar sömu fyrir alla, hvort sem um er að ræða 16 ára ungling í foreldrahúsum eða fyrirvinnur heimila, hvort sem um er að ræða nokkurra daga vinnustopp eða margra ára atvinnuleysi.
    Atvinnuleysi hér á landi er samkvæmt upplýsingum frá vinnumálaskrifstofu félagsmála ráðuneytis 6,4% í mars sl. og hefur sjaldan verið meira. Augljóst er að atvinnuleysi er viðvar andi þrátt fyrir öflugar aðgerðir til að draga úr atvinnuleysi. Það er mat ASÍ að fram til alda móta þurfi að skapa 18–19 þúsund ný störf til að takast á við bæði núverandi atvinnuleysi og væntanlega fjölgun landsmanna, en þá er miðað við mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Því má ekki gera ráð fyrir að atvinnuleysi hverfi alveg á næstunni og er brýnt að hugað sé að þeim sem atvinnulausir eru og reynt að finna bestu og hagkvæmustu lausnir fyrir hvern og einn, en núgildandi löggjöf um atvinnuleysistryggingar er sniðin að allt öðru umhverfi á vinnumark aðnum en við búum við nú.
    Á síðasta ári skipaði þáverandi félagsmálaráðherra starfshóp sem hafði það hlutverk að fara yfir þjónustu- og öryggiskerfi atvinnulausra. Hópnum var sérstaklega ætlað að kanna réttindi atvinnulausra með tilliti til bótakerfis almannatrygginga, fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga, starfsmenntunar og námsframboðs. Starfshópnum var ætlað að samræma og leggja fram tillög ur til úrbóta er tryggðu betur framfærslumöguleika þeirra sem búið hefðu við langvarandi at vinnuleysi og athuga sérstaklega hvort unnt væri að nýta bótakerfi hins opinbera þannig að það nýttist betur þeim sem helst standa höllum fæti. Einnig átti starfshópurinn að huga að hvernig beita mætti frekari vinnumarkaðsaðgerðum fyrir
atvinnulausa, einkum ófaglærða og ungt fólk og þá sem búið hefðu við langvarandi atvinnu leysi. Skyldi þar einkum hugað að atvinnutilboðum gegnum Atvinnuleysistryggingasjóð og í samstarfsverkefnum ríkis og sveitarfélaga.
    Í starfshópnum áttu sæti Árni M. Mathiesen alþingismaður, tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokks, Dögg Pálsdóttir skrifstofustjóri, tilnefnd af heilbrigðis- og trygginga málaráðuneyti, Jón Björnsson félagsmálastjóri, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfé laga, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður, tilnefnd af þingflokki Alþýðuflokks, og Lára V. Júlíusdóttir hdl. sem skipuð var formaður starfshópsins án tilnefningar.
    Hópurinn skilaði skýrslu um starf sitt í júní 1994 þar sem bent er á fjölmörg atriði til úrbóta á því kerfi sem nú er í gildi. Megintillaga hópsins lýtur þó að nauðsyn þess að fram fari heildarendurskoðun á lögum um atvinnuleysistryggingar.

Heildarendurskoðun laga um atvinnuleysisbætur.
    Starfshópurinn leggur til að hið fyrsta verði gerð heildarendurskoðun á lögum um at vinnuleysistryggingar þar sem núgildandi lög gera einungis ráð fyrir atvinnuleysi til skamms tíma, í þau vantar flest úrræði til að mæta langvarandi atvinnuleysi og ákvæði um skilgreiningu hlutverka. Framkvæmd laganna er einnig í ýmsu ábótavant svo og fram kvæmd þeirra mörgu breytinga sem gerðar hafa verið á einstökum þáttum laganna á um liðnum árum sem hefur rýrt innra samræmi laganna og heildarsvip þeirra.

Aukin félagsleg aðstoð.
    Starfshópurinn telur auk þessa nauðsynlegt að afla frekari upplýsinga um atvinnulausa á Íslandi í dag, afmarka betur hóp atvinnulausra, greina hann upp í smærri hópa og leita úrræða fyrir hvern hóp fyrir sig. Atvinnulausir eru ekki einsleitur hópur. Allt önnur úr ræði gilda gagnvart þeim sem eru atvinnulausir í langan tíma en þeim sem eru stuttan tíma á bótum. Önnur úrræði þarf líka fyrir ungt fólk sem hætt hefur skólanámi án form legrar menntunar en þá sem nálgast eftirlaunaaldur. Auka verður sveigjanleika í bótakerf inu þannig að kerfi atvinnuleysisbóta sé ekki notað í stað annarra úrræða. Má þar nefna að endurskoða þarf örorkubætur og gera þær sveigjanlegri svo og að efla fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og rýmka heimildir atvinnulausra til að nýta ónýttan persónuafslátt. Leng ingu fæðingarorlofs þarf einnig að skoða.
    Við skoðun á fjárhagslegu umhverfi atvinnulausra kemur í ljós að sníða þarf af ann marka á reglum um meðlagsgreiðslur þannig að þær virki ekki atvinnuletjandi. Einnig þarf að huga að því að barnabætur og vaxtabætur greiðist strax og auka þarf möguleika sveitarfélaga á eftirgjöf opinberra gjalda til handa atvinnulausum.

Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
    Brotalöm er á fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og er sú aðstoð engan veginn það öryggis net sem lög gera ráð fyrir á atvinnuleysistímum. Einungis 24 sveitarfélög höfðu í mars 1994 sent reglur um fjárhagsaðstoð til félagsmálaaráðuneytisins og aðeins 12 höfðu sent reglur um skipan félagsmála. Því má ætla að u.þ.b. fimmti hver atvinnulaus maður á landinu búi í sveitarfélagi þar sem fjárhagsaðstoð er óaðgengileg, fjárhagsaðstoð sem þó er lögboðin og treyst á þegar atvinnuleysi ríkir.
    Fjárhag atvinnulauss manns er mjög misvel borgið eftir því hvar hann á heimili. Ill mögulegt er fyrir umsækjanda að meta sjálfur hvaða rétt hann á í krónum talið, sæki hann um fjárhagsaðstoð til sveitarfélags síns. Nauðsynlegt er að sveitarfélög setji sér reglur um fjárhagsaðstoð sem nægi til framfærslu.
    Samkvæmt athugun Þjóðhagsstofnunar lækka meðaltekjur einstaklinga um 56,7 þús. kr. á mánuði eða um 42% en ráðstöfunartekjur um 29,6% við það að verða atvinnulausir. Mjög er mismunandi eftir stéttum og tekjum hversu mikil tekjurýrnun fylgir atvinnuleysi.

Aukin menntun atvinnulausra.
    Stórauka þarf menntun til handa atvinnulausu fólki, sérstaklega ungu fólki og ófag lærðu sem hefur litla skólagöngu að baki. Rýmka þarf reglur um greiðslur atvinnulausra til bóta vegna námskeiða og starfsþjálfunar. Einnig ráði ríki og sveitarfélög ásamt fyrir tækjum fólk sem er að koma úr námi tímabundið til starfa. Enn fremur þarf að endur skipuleggja átaksverkefni sveitarfélaga, koma á markvissri starfsþjálfun fyrir atvinnu lausa, koma á frumkvöðlastyrkjum og efla starfsmenntun. Í tengslum við þetta þarf að koma á ráðgjöf við ungt atvinnulaust fólk.
    Efla þarf skilvirkni í framkvæmd atvinnuleysisbótakerfisins. Þetta verði gert m.a. með aukinni upplýsingamiðlun og ráðgjöf. Það fyrirkomulag sem við höfum búið við að und anförnu hefur ekki verið sniðið að því atvinnuleysi sem nú er.


    Heildarskýrsla starfshópsins um þjónustu- og öryggiskerfi atvinnulausra frá júní 1994 er birt sem fskj. I. Formaður starfshópsins gerði tillögur um hverjar hugmynda hans yrði unnt að framkvæma án lagabreytinga og hverjar þörfnuðust breytinga á lögum og reglugerðum; þær tillögur eru birtar sem fskj. II. Auk þess eru þar sundurliðuð atriði sem þarfnast athugunar ýmissa aðila.

Fylgiskjal I.


SKÝRSLA STARFSHÓPS UM ÞJÓNUSTU- OG


ÖRYGGISKERFI ATVINNULAUSRA


(Júní 1994.)




(Repró, 29 síður.)







Fylgiskjal II.


TILLÖGUR FORMANNS STARFSHÓPS UM ÞJÓNUSTU- OG


ÖRYGGISKERFI ATVINNULAUSRA


(Júní 1994.)



Mál sem tengjast endurskoðun laga um atvinnuleysistryggingar.



    Heildarendurskoðun laga um atvinnuleysistryggingar.
    Megintillaga starfshópsins gerir ráð fyrir heildarendurskoðun laganna.

     Átta vikna námskeið.
    Afnema þarf þegar reglur um tímabindingu námskeiða.

    Heimild fyrir einstaklinga að stunda nám á bótum.
    Verði opnað á slíka heimild, eins og lagt ert til í menntunarkaflanum, þarf til þess lagabreytingu.

     Heimild til að nám teljist til ávinnslutíma atvinnuleysisbóta.
    Breyta þarf lögum um atvinnuleysistryggingar til að heimila þessa opnun.

    Starfsreynslubrautir í samvinnu sveitarfélaga og Atvinnuleysistryggingasjóðs.
    Þessi hugmynd kallar á lagabreytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar.

     Endurmenntun innan fyrirtækis.
    Taki Atvinnuleysistryggingasjóður þátt í slíkum kostnaði kallar það á lagabreytingu.

     Endurskoðun á menntunarmálum atvinnulausra.
    Lagaákvæði, sem lúta að menntunarmálum atvinnulausra, eru mjög fátækleg, en þar sem stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs er nú falið forræði á menntunarþættinum og starfsþjálfun atvinnulausra bæði í lögum og reglugerðum þarf að hafa þetta í huga verði menntunarmál atvinnulausra falin sérstakri yfirstjórn.

    Breyting á biðtíma eftir atvinnuleysisbótum.
    Biðtími eftir atvinnuleysisbótum er ákvarðaður í lögum um atvinnuleysistryggingar. Breytingar þar kalla á lagabreytingu.

    Greiðslum ellilífeyris flýtt vegna atvinnuleysis.
    Sú hugmynd að opna á greiðslur ellilífeyris til handa þeim sem komnir eru yfir 63 (65) ára aldur og hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur kostar breytingu á lög um um almannatryggingar, svo og lögum um atvinnuleysisbætur.

     Sérstök stjórn átaksverkefna.
    Slík stjórn kallar á breytingu á bráðabirgðaákvæði laganna um atvinnuleysistryggingar sem fjallar um átaksverkefni.

     Veikindi í atvinnuleysi.
    Taka má á skammtímaveikindum atvinnulausra í reglugerð. Lögin um atvinnuleysis bætur eru hugsuð þannig að sjúkir skuli þar ekki eiga neinn rétt. Skammtímaveikindi eru látin liggja milli hluta í lögunum. Þetta gæti einnig verið hluti af heildarendurskoðuninni á lögunum.


Mál sem kalla á endurskoðun annarra laga.



     Ónýttur persónuafsláttur.
    Breyta þarf lögum um staðgreiðslu skatta til að rýmka heimildir til þess að fólk geti nýtt sér ónýttan persónuafslátt þegar það hefur störf eftir atvinnuleysi.

    Barnabætur, vaxtabætur.
    Erfitt kann að vera í framkvæmd að samtímatengja þessar bætur. Hugsanlega mætti skoða það að búa til sérreglu fyrir atvinnulausa um eins konar fyrirframgreiðslu sem byggðist á áætlun vegna liðins tíma. Þetta krefst lagabreytingar.

     Barnabótaauki.
    Heimila viðmið tekna síðustu (6) mánaða. Hér mætti taka upp sömu reglu og gert er í almannatryggingakerfinu. Þetta kallar á breytingu á reglugerð um barnabótaauka nr. 488/1992.

     Eftirgjöf fasteignagjalda.
    Hugmynd um heimild til sveitarfélaga til eftirgjafar á fasteignagjöldum kallar á breyt ingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga (sjá 27. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga).

     Endurskoðun örorkuhugtaksins.
    Örorka er skilgreind í almannatryggingalögum, nr. 117/1993, 12. gr. Til að breyta skilgreiningunni þarf lagabreytingu.

     Lengd fæðingarorlofs.
    Lengd fæðingarorlofs er ákveðin í lögum um fæðingarorlof, nr. 57/1987. Breytingar á lengd þess kalla á lagabreytingu.

     Hráefnisstopp verði ekki greitt af Atvinnuleysistryggingasjóði.
    Sérstök lög fjalla um greiðslur sjóðsins í hráefnisstoppi. Fella þarf niður þessi lög ef breyta á þessari framkvæmd.

    Ellilífeyri flýtt vegna atvinnuleysis.
    Sú hugmynd að opna á greiðslur ellilífeyris til handa þeim sem komnir eru yfir 63 (65) ára aldur og hafa verið atvinnulausir í sex mánuði eða lengur kostar breytingu á lög um um almannatryggingar, svo og á lögum um atvinnuleysisbætur.


Mál sem þurfa reglugerðarbreytingu.



     Meðlag.
    Breyta þarf reglum Innheimtustofnunar sveitarfélaga; setja þarf inn sérstakar reglur fyrir þá sem hafa verið atvinnulausir.

     Frumkvöðlastyrkir.
    Hugsanlega má koma frumkvöðlastyrkjum inn með því að breyta núgildandi reglum um átaksverkefni sveitarfélaga. Í hugmyndum starfshópsins var gert ráð fyrir þeim sem samstarfsverkefni sveitarfélaga og Atvinnuleysistryggingasjóðs.

     Veikindi í atvinnuleysi.
    Taka má á skammtímaveikindum atvinnulausra í reglugerð. Lögin um atvinnuleysis bætur eru hugsuð þannig að sjúkir skuli þar ekki eiga neinn rétt. Skammtímaveikindi eru látin liggja milli hluta í lögunum. Þetta gæti einnig verið hluti af heildarendurskoðuninni á lögunum.


Mál sem þarf að taka upp við fjármálaráðuneyti.



     Fjárhagslegt umhverfi avinnulausra.
    Fara þarf yfir þann hluta skýrslunnar sem lýtur að fjárhagslegu umhverfi atvinnu lausra.

     Ónýttur persónuafsláttur.
    Taka þarf upp viðræður við fjármálaráðuneytið um breytingar á reglum um stað greiðslu skatta.

     Barnabætur, barnabótaauki, vaxtabætur.
    Möguleika á lagfæringum á þessum bótum fyrir atvinnulausa þarf að ræða við fjár málaráðuneyti.

     Eftirgjöf fasteignagjalda.
    Útfærslu á því að opna heimild fyrir sveitarfélög vegna atvinnulausra þarf að ræða við fjármálaráðuneyti.


Mál sem þarf að taka upp við menntamálaráðuneyti.



     Námsbrautir við grunn- og framhaldsskóla.
    Hugmyndir um að setja upp sérstakar námsbrautir við grunn- og framhaldsskóla þarf að taka upp við fulltrúa menntamálaráðuneytis.


Mál sem þarf að taka upp við Samband íslenskra sveitarfélaga.



     Sveitarfélög setji reglur um fjárhagsaðstoð.
    Taka þarf upp viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga um að þau brýni fyrir sveitarfélögum að þau virði reglur laganna um félagsþjónustu. Einnig getur ráðuneytið sjálft hvatt sveitarfélögin til þessa.

     Stóraukin ráðgjöf.
    Sveitarfélög stórauki ráðgjöf við atvinnulausa þar sem möguleikar einstaklinga til vinnu, endurhæfingar, menntunar eða meðferðar eru metnir. Einnig fari fram mat á því hvort einstaklingur eigi hugsanlega að vera á öðrum bótum en atvinnuleysisbótum, t.d. örorkubótum. Þetta sé gert hjá vinnumiðlunarskrifstofum.

     Sveitarfélög styrki fólk til náms.
    Hugmyndir starfshóps um að sveitarfélög styrki í ákveðnum tilvikum fólk til náms með greiðslum sem jafngilda atvinnuleysisbótum þarf að taka upp við fulltrúa sveitarfé laganna.

     Starfsreynslubrautir styrktar af sveitarfélagi og Atvinnuleysistryggingasjóði.
    Þessar hugmyndir þarf að kynna fulltrúum sveitarfélaga.

     Átaksverkefni sveitarfélaga.
    Hvetja þarf sveitarfélögin til að nýta sér átaksverkefnin. Þau þurfa að verða markviss ari og reglur um þau skýrari. Taka þarf upp viðræður við sveitarfélögin um hvort átaks verkefnin eigi ekki að lúta sérstakri stjórn. Hugsanlegt er að ein stjórn annist menntunar mál atvinnulausra og átaksverkefni.

     Frumkvöðlastyrkir.
    Tillögur um að Atvinnuleysistryggingasjóður og sveitarfélög veiti frumkvöðlastyrki þarf að taka upp við sveitarfélögin.

     Sambandsleysi félagsmálaskrifstofa og vinnumiðlunar í sveitarfélögum.
    Taka þarf upp viðræður við fulltrúa sveitarfélaga hvernig hér megi standa betur að verki.


Mál sem þarf að ræða við VSÍ og VMS.



     Endurmenntun hjá fyrirtækjum.
    Hugmyndir um styrkveitingar til handa fyrirtækjum til að endurmennta starfsfólk þarf að ræða við atvinnurekendasamtökin.

     Starfslok.
    Taka þarf upp viðræður um reglur um starfslok, bæði um að flýta starfslokum og hvernig megi fá fólk yfir 70 ára til að láta af störfum. Hvetja skal til þess að teknar séu upp umræður um þetta í tengslum við kjarasamninga.

     Stytting vinnutíma.
    Breytingar á vinnutíma eru fyrst og fremst kjarasamningamál. Allar hugmyndir um breytingar þar á þarf því að ræða við aðila vinnumarkaðar.

     Fyrirtæki ráði til sín háskólafólk.
    Hvetja þarf atvinnurekendur að ráða til sín háskólafólk sem er að koma úr námi og er margt atvinnulaust. Sérstaklega á þetta við um fiskvinnslufyrirtæki úti á landi.

     Hvetja þarf atvinnurekendur til að nýta sér opinbera vinnumiðlun.
    Taka þarf upp viðræður við fulltrúa vinnuveitenda um þetta atriði.


Mál sem þarf að ræða við ASÍ og BSRB.



     Starfslok.
    Taka þarf upp viðræður um reglur um starfslok, bæði um að flýta starfslokum og hvernig megi fá fólk yfir 70 ára til að láta af störfum. Sérstaklega snýr þetta að ASÍ. Hvetja skal til þess að tekið sé á málinu í tengslum við kjarasamninga.

     Stytting vinnutíma.
    Breytingar á vinnutíma eru fyrst og fremst kjarasamningamál. Allar hugmyndir um breytingar þar á til að auka sveigjanleika þarf því að ræða við aðila vinnumarkaðar.

     Svört atvinnustarfsemi.
    Taka þarf upp viðræður við verkalýðsfélögin um hvernig hægt sé að fylgjast með svartri atvinnustarfsemi og hvort þau geti orðið virkari í því eftirliti.


Mál sem þarf að ræða við fulltrúa Atvinnnuleysis-


tryggingasjóðs og vinnumálaskrifstofu.



     Auknar upplýsingar um þá sem eru atvinnulausir.
    Fela á vinnumálaskrifstofu að stórauka upplýsingagjöf um atvinnulausa. Í frumvarpi um vinnumiðlun eru rýmkaðar heimildir fyrir vinnumiðlun að fá frekari upplýsingar um atvinnuástand.

     Frumkvöðlastyrkir.
    Tillögur um að Atvinnuleysistryggingasjóður og sveitarfélög taki upp frumkvöðla styrki þarf að ræða við fulltrúa sjóðsins, svo og sveitarfélögin.

     Réttur til atvinnuleysisbóta þegar fyrirtæki hættir starfsemi án undangengis gjald þrots.
    Taka þarf upp viðræður við fulltrúa Atvinnuleysistryggingasjóðs um rétt fólks til at vinnuleysisbóta þegar fyrirtæki hefur sannanlega hætt starfsemi án undangengis gjald þrots. Einungis þarf að breyta framkvæmdinni, hugsanlega að kalla eftir einhvers konar sönnun á því að fyrirtæki hafi hætt starfsemi, en ekki breyta lögum.

     Upplýsingahlutverk Atvinnuleysistryggingasjóðs.
    Taka þarf upp viðræður við fulltrúa sjóðsins um hvernig megi auka skilvirkni skrif stofa Atvinnuleysistryggingasjóðs, svo sem með því að bæta upplýsingagjöf til úthlutun arnefnda, verkalýðsfélaga og atvinnulausra einstaklinga.


Mál sem þarf að gera könnun á, hugsanlega með aðstoð


Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.



     Upplýsingar um atvinnulausa.
    Kanna þarf möguleika á því að fá frekari upplýsingar um atvinnulausa með úr takskönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans.

     Svört atvinnustarfsemi.
    Ræða þarf við Félagsvísindastofnun Háskólans um könnun á misnotkun á atvinnuleys isbótum, hugsanlega með því að gera stikkprufu á einhverjum hópi fólks sem er á bótum.