Ferill 12. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 12 . mál.


12. Frumvarp til laga



um breyting á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Flm.: Svavar Gestsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Hjörleifur Guttormsson,


Kristinn H. Gunnarsson, Margrét Frímannsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson,


Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson.



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a .     Í stað 1.–3. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
                  Námsmaður, sem byrjar í námi, á ekki rétt á láni fyrr en að loknu einu missiri enda hafi hann skilað fullnægjandi námsárangri miðað við þær kröfur sem viðkomandi skóli gerir.
                  Námsmaður, sem lokið hefur námi í eitt missiri skv. 1. mgr., fær lán fyrir liðið missiri og svo áfram mánaðarlega og jafnóðum meðan hann stundar nám samkvæmt ákvæðum laga þessara.
     b .     7. mgr. um lántökugjöld fellur brott.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta var flutt tvisvar á síðasta kjörtímabili en náði þá ekki fram að ganga.
    Vorið 1992 gjörbreytti ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá voru teknar upp svokallaðar „eftirágreiðslur“ námslána sem höfðu í för með sér stórfelldar hækkanir vaxtakostnaðar námsmanna. Þess vegna fækkaði lánþegum LÍN á síðasta kjörtímabili verulega, ekki síst í hópi þeirra sem stunduðu nám erlendis, og at hyglisvert var að þeim sem stunduðu nám í raungreinum og sóttu framfærslueyri til Lánasjóðs ins fækkaði meira en öðrum.
    Stjórnarandstöðuflokkar síðasta kjörtímabils börðust hart gegn þessari eyðileggingu lag anna um LÍN. Þeir lýstu því allir yfir fyrir síðustu kosningar að samtímagreiðslur námslána yrðu teknar upp á ný. Þar kom að lokum að Alþýðuflokkurinn tók undir þessi sjónarmið. Því er ljóst að meiri hluti þingmanna gaf fyrir kosningar fyrirheit um að breyta lögunum um LÍN í því skyni að taka upp samtímagreiðslur námslána á ný.
    Með endurflutningi þessa frumvarps gefst kostur á að breyta fyrirheitunum í veruleika. Því er frumvarpið endurflutt óbreytt. Hér fer einnig á eftir sú greinargerð sem þá fylgdi frumvarp inu en þar koma fram efnisatriði sem skýra aðdraganda málsins:
    „Þegar lögin umdeildu um Lánasjóð íslenskra námsmanna voru sett í vor komu fjöldamargar breytingartillögur fram við frumvarpið frá stjórnarandstöðunni innan þings og námsmanna hreyfingum utan þings. Stjórnarliðið hafnaði þessum tillögum og sett voru ný lög um Lána sjóðinn sem breyttu á einni nóttu framtíðaráformum þúsunda ungmenna. Fækkun innritana í Háskóla Íslands segir þá sögu sem segja þarf, en þar fyrir utan eru hundruð námsmanna að reyna að hefja nám af krappari efnum en fyrr og er augljóst að íslenskir námsmenn verða svo skuldsettir að loknu námi að þeim mun ekki endast starfs ævin til þess að ljúka við greiðslur lánanna.
     Umdeildasta atriðið í lögunum um Lánasjóðinn var þó það að afnema lán til handa námsmönnum haustið 1992 og koma þannig aftan að þúsundum fjölskyldna námsmanna og aðstandenda þeirra. Þegar þetta ákvæði var afgreitt á Alþingi lýsti formaður Alþýðu bandalagsins því yfir að flokkurinn mundi flytja frumvarp strax á sumarþinginu til að af nema þessa ósvinnu. Þess vegna er þetta frumvarp nú flutt og eru flutningsmenn allir þingmenn Alþýðubandalagsins.
     Þegar frumvarpið var afgreitt gerðu þingmenn allra flokka grein fyrir afstöðu sinni til 6. gr. frumvarpsins sem fjallar um bann við samtímagreiðslum námslána. Þá kom fram að formaður þingflokks Alþýðuflokksins kvaðst mundu beita sér fyrir breytingum á þeirri grein ef hún hefði þau áhrif í framkvæmd að námsmönnum fækkaði. Nú liggur það þegar fyrir. Á flokksþingi Alþýðuflokksins, annars stjórnarflokksins, í júní var samþykkt að flokkurinn ætti að beita sér fyrir breytingum á þessu ákvæði á Alþingi. Þess vegna verður að ætla að fyrir þeirri breytingu, sem hér er gerð tillaga um, sé þingmeirihluti.
    Þingflokkur Alþýðubandalagsins telur að setja þurfi ný heildarlög um Lánasjóð ís lenskra námsmanna og mun þingflokkurinn undirbúa slíkt frumvarp. 6. gr. laganna er hins vegar tekin út úr til þess að láta á það reyna hvort þingmeirihluti er fyrir málinu nú þegar þannig að það verði afgreitt fyrir áramót.
     Með greinargerð þessari birtast sem fylgiskjöl breytingartillögurnar frá síðasta vori þannig að hafa megi þær til hliðsjónar. Þá er birt samþykkt flokksþings Alþýðuflokksins frá júnímánuði sl.“




Fylgiskjal.


Breytingartillögur minni hluta menntamálanefndar (HG, KÁ, PBj, VS)


við frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna.


(Þskj. 790 á 115. löggjafarþingi.)



     1.     Við 1. gr. Greinin orðist svo:
                  Markmið laganna er að stuðla að jafnrétti til náms. Meginhlutverk Lánasjóðs ís lenskra námsmanna er að veita námsmönnum fjárhagsaðstoð til náms við mennta stofnanir er gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru við háskóla og sérskóla hérlendis. Þó skal veita fjárhagsaðstoð til sérnáms í framhalds skólum samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð.
     2.     Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  Opinber aðstoð við námsmenn samkvæmt lögum þessum skal nægja hverjum námsmanni til að standa straum af eðlilegum náms- og framfærslukostnaði þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til fjölskyldustærðar, framfærslukostnaðar þar sem nám er stundað, tekna námsmanns og maka hans, lengdar árlegs námstíma og ann arra atriða er áhrif kunna að hafa á fjárhagsstöðu námsmanns. Nánari ákvæði um út hlutun námslána og styrkja skulu sett í reglugerð. Komi fram óskir eða tillögur um breytingar á útreiknuðum framfærslugrunni samkvæmt þessari grein er ráðherra skylt að láta þriggja manna nefnd fjalla um þær áður en slíkar breytingar eru gerðar. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa tilnefndum af menntamálaráðherra, einum til nefndum sameiginlega af samtökum námsmanna, auk hagstofustjóra eða fulltrúa hans og skal hann vera formaður nefndarinnar.
                  Þeir sem eiga rétt á láni samkvæmt lögum þessum skulu eiga kost á aðild að Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Lánasjóður skal standa honum skil á iðgjaldshluta lán þega ásamt mótframlagi sínu er telst viðbót við lán eins og það annars reiknast. Það rýrir ekki rétt námsmanns til lánsfyrirgreiðslu úr Lánasjóði sem svarar þeim hluta er nemur iðgjaldi að Söfnunarsjóði þótt hann taki ekki námslán til framfærslu sér eða námskostnaðar.
     3.     Við 4. gr. 1. mgr. orðist þannig:
                  Ráðherra skipar stjórn sjóðsins þannig: Einn samkvæmt tilnefningu stúdentaráðs Háskóla Íslands, einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra námsmanna erlend is, einn samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra sérskólanema, einn samkvæmt tilnefningu Iðnnemasambands Íslands, einn samkvæmt tilnefningu fjármálaráðherra og þrjá án tilnefningar og skal einn þeirra vera formaður stjórnar, annar varaformað ur og einn úr röðum samstarfsnefndar háskólastigsins.
     4.     Við 6. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a.     1. mgr. orðist svo:
                            Fyrsta námsaðstoð skal aldrei veitt fyrr en námsmaður hefur skilað vottorði um tilskilda skólasókn og námsárangur á yfirstandandi missiri.
                   b.     Í 4. mgr. falli niður orðin „ásamt vöxtum“.
                   c.     6. mgr. falli brott.
     5.     Við 7. gr. Í stað 3.–5. mgr. komi fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Endurgreiðsla lána hefst þremur árum eftir námslok en sjóðstjórnin skal skilgreina nánar hvað telja beri námslok í þessu sambandi.
                  Ári eftir námslok skal námsmanni tilkynnt upphæð heildarskuldar og sú vísitala sem samsvarar raungildi hennar.
                  Endurgreiðslur fara fram á grundvelli reglna sem giltu á þeim tíma er námsmaður undirritaði einstök skuldabréf.
                  Ábyrgð ábyrgðarmanns skv. 6. gr. getur fallið niður þegar fyrsta greiðsla hefur að fullu verið innt af hendi, enda setji lánþegi aðra tryggingu fyrir lánum sem stjórn sjóðsins metur fullnægjandi.
     6.     Við 8. gr. Greinin orðist svo:
                  Árleg endurgreiðsla af skuldabréfi skv. 3. mgr. 7. gr. ákvarðast í tvennu lagi. Annars vegar er föst greiðsla sem innheimt er á fyrri hluta ársins og hins vegar er viðbótargreiðsla sem innheimt er á síðari hluta ársins og er háð tekjum fyrra árs.
                  Föst ársgreiðsla er 34.000 kr. miðað við lánskjaravísitölu 3.205 nema eftirstöðvar láns, ásamt verðbótum, séu lægri. Þessi upphæð breytist á hverju ári í hlutfalli við lánskjaravísitölu 1. janúar hvers árs.
                  Viðbótargreiðsla miðast við ákveðinn hundraðshluta af útsvarsstofni næsta árs á undan endurgreiðsluári. Hundraðshluti þessi er 4% af árstekjum, allt að upphæð 1.200.000 kr. miðað við lánskjaravísitölu 3.205, en af tekjum umfram þá upphæð er hundraðshlutinn 6%.
                  Hundraðshlutinn, sem ákvarðar hámark árlegrar endurgreiðslu skv. 3. mgr., skal margfaldaður samkvæmt hlutfallslegri breytingu á lánskjaravísitölu frá 1. júlí á tekjuöflunarári til 1. júlí á endurgreiðsluári.
                  Stjórn sjóðsins er heimilt að veita undanþágu frá árlegri endurgreiðslu skv. 1. mgr., að hluta eða að öllu leyti, ef skyndilegar og verulegar breytingar verða á hög um lánþega, t.d. ef hann veikist alvarlega eða verður fyrir slysi er skerðir til muna ráðstöfunarfé hans og möguleika til að afla tekna. Stjórn sjóðsins er heimilt að veita undanþágu frá ársgreiðslu skv. 1. mgr. ef nám, atvinnuleysi, veikindi, þungun, um önnun barna eða aðrar sambærilegar ástæður valda verulegum fjárhagsörðugleikum hjá lánþega eða fjölskyldu hans.
                  Lánþegi, sem sækir um undanþágu skv. 5. mgr., skal leggja fyrir sjóðstjórn ítar legar upplýsingar um eignir sínar, lífeyri og önnur atriði er stjórnin telur máli skipta.
                  Heimilt er að endurgreiða lán örar en mælt er fyrir í þessari grein. Lánþega ber á hverjum gjalddaga að greiða kostnað af innheimtu hverrar greiðslu.
     7.     Við 9. gr. Greinin orðist svo:
                  Hverri árlegri endurgreiðslu skal skipt á höfuðstól og verðbætur í hlutfalli, annars vegar við lánskjaravísitölu við lántöku, sbr. 1. mgr. 7. gr., og hins vegar hækkun vísitölu fram að þeim tíma þegar endurgreiðsla er innt af hendi.
                  Endurgreiðslur, sem falla í gjalddaga eftir að lánþegi andast, falla sjálfkrafa niður.
                  Endurgreiðslur eru lögtakskræfar ef um vanskil er að ræða. Sama máli gegnir um eftirstöðvar námslána sem felld eru í gjalddaga skv. 11. gr.
     8.     Við 15. gr. Orðin „og með lántökugjöldum, sbr. 6. gr.“ í 2. mgr. falli brott.
     9.     Við 16. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Sjóðstjórn er heimilt, ef hagsmunasamtök námsmanna óska eftir, að draga félags gjald frá láni nema fram komi í lánsumsókn ósk um að það sé ekki gert.