Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 28 . mál.


32. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 119. löggjafarþingi 1995.)



1. gr.


    2. mgr. 5. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 87/1994, orðast svo:
    Falli veiðileyfi skips skv. 1. mgr. þessarar greinar niður má veita nýju eða nýkeyptu sambærilegu skipi veiðileyfi í þess stað enda hafi rétti til endurnýjunar ekki verið afsalað. Sé um að ræða endurnýjun báts, sem veiðar stundar með línu og handfærum með dagatak mörkunum skv. 1.–10. mgr. 6. gr., skal afkastageta hins nýja eða nýkeypta báts þó vera a.m.k. 50% minni en þess báts er veiðileyfi lætur. Ávallt skal nýr eða nýkeyptur bátur vera minni en 6 brúttótonn. Heimilt er að flytja veiðileyfi fleiri en eins skips til skips er veiði leyfi hlýtur. Þá er heimilt að veita fleiri en einu skipi veiðileyfi í stað skips er veiðileyfi lætur. Óheimilt er að gera breytingar á skipum sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni þannig að afkastageta þeirra aukist nema annað skip eða önnur skip láti veiðileyfi á móti. Ráðherra skal með reglugerð setja nánari reglur um endurnýjun fiskiskipa.
    

2. gr.


    6. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1994, orðast svo:
    Bátar minni en 6 brl., sem stundað hafa veiðar með línu og handfærum með dagatak mörkunum, krókabátar, skulu frá og með fiskveiðiárinu er hefst 1. september 1995 stunda veiðar með þeim takmörkunum er kveðið er á um í 2.–11. mgr. þessarar greinar. Þessum bátum er einungis heimilt að stunda veiðar með handfærum og línu. Þó er sjávarútvegsráð herra heimilt að veita þeim leyfi til að stunda veiðar á botndýrum með þeim veiðarfærum sem til þarf, svo sem plógum og gildrum og til hrognkelsaveiða í net.
    Veiðar skulu bannaðar í desember og janúar sem og í sjö daga um páska og verslunar mannahelgi samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Veiðar skulu enn fremur bannaðar aðra og fjórðu helgi hvers mánaðar auk föstudaga á undan hvorri helgi. Falli banndagar þessir saman við banndaga um páska eða verslunarmannahelgi flytjast þeir fram sem því nemur. Á banndögum eru allar veiðar óheimilar. Ráðherra getur þó veitt undanþágu frá þessu varðandi veiðar í sérhæfð veiðarfæri samkvæmt lokamálslið 1. mgr.
    Krókabátum gefst frá og með fiskveiðiári því er hefst 1. september 1995 kostur á að velja milli þess að stunda veiðar með þorskaflahámarki skv. 4. mgr. og þess að stunda veiðar með viðbótarbanndögum eins og nánar er lýst í 5.–9. mgr.
    Þorskaflahámark þeirra báta er þann kost velja skal samtals nema sama hlutfalli af 21.000 lestum, miðað við óslægðan fisk, og nam samanlagðri hlutdeild þessara báta í heildarþorskafla krókabáta á almanaksárinu 1994. Skal því skipt milli einstakra báta á grundvelli veiðireynslu viðkomandi báts almanaksárin 1992, 1993 og 1994. Skal við þá skiptingu fyrst taka tvö bestu árin varðandi þorskafla hvers báts og reikna meðalþorskafla bátsins á þeim árum. Sá hluti þannig reiknaðs meðalafla fyrir hvern bát, sem umfram er 50 lestir, skal síðan margfaldaður með stuðlinum 0,7. Þannig umreiknaður meðalafli tveggja bestu áranna skal lagður til grundvallar hlutfallslegri skiptingu sameiginlegs þorskaflahá marks milli einstakra báta. Við ákvörðun þorskaflahámarks skal ekki tekið tillit til frátafa frá veiðum á viðmiðunartímabilinu.
    Fyrir þá báta sem velja viðbótarbanndaga skal fiskveiðiárinu skipt upp í fjögur veiði tímabil og hámarksafli þeirra ákveðinn á hverju tímabili. Veiðitímabil eru sem hér segir:
    1. tímabil     1. september til 30. nóvember.
    2. tímabil     1. febrúar til 30. apríl.
    3. tímabil     1. maí til 30. júní.
    4. tímabil     1. júlí til 31. ágúst.
    Sameiginlegur hámarksafli þeirra báta er þennan kost velja telst sama hlutfall af 21.000 lestum af þorski, miðað við óslægðan fisk, og nam samanlagðri hlutdeild þessara báta í heildarþorskafla krókabáta á almanaksárinu 1994 og skal honum skipt þannig milli veiði tímabila, að á fyrsta tímabil falla 24%, á annað tímabil 11%, á þriðja tímabil 32% og á fjórða tímabil 33%.
    Fari þorskafli þeirra báta er þennan kost velja á einhverju veiðitímabili fram úr fyrr greindu hámarki skal banndögum á sama tímabili á næsta fiskveiðiári fjölgað, í fyrsta sinn á fiskveiðiári því sem hefst 1. september 1995. Í því sambandi skal reikna meðalafla á dag á umræddu veiðitímabili liðins fiskveiðiárs og finna viðbótarbanndaga með því að deila þeirri tölu í viðkomandi umframafla. Skal banndögum fjölgað um heila daga og broti sleppt. Hámarksafli skv. 6. mgr. á viðkomandi tímabili næsta fiskveiðiárs skal lækka sem umframaflanum nemur.
    Viðbótarbanndagar skulu falla á þær helgar sem veiðar eru ekki bannaðar á skv. 2. mgr. á viðkomandi tímabili og síðan bætast framan við fasta banndaga á viðkomandi tímabili. Þeim skal skipt eins jafnt niður og unnt er. Þó skulu fyrstu sjö viðbótarbanndagarnir á fyrsta tímabili vera í lok tímabilsins, fyrstu sjö viðbótarbanndagarnir á öðru tímabili vera í upphafi þess og fyrstu sjö viðbótarbanndagarnir á þriðja tímabili vera dagarnir fyrir sjó mannadag. Á viðbótarbanndögum eru allar veiðar óheimilar. Ráðherra getur þó veitt und anþágu frá þessu varðandi veiðar í sérhæfð veiðarfæri samkvæmt lokamálslið 1. mgr.
    Sé einn maður í áhöfn krókabáts er óheimilt að róa með og eiga í sjó fleiri en 12 bala af línu, en 20 bala séu tveir eða fleiri í áhöfn. Miðað er við að 420 krókar séu á línu í hverjum bala.
    Fiskistofa skal fyrir 1. júlí 1995 senda útgerðum tilkynningu um reiknað þorskaflahá mark hvers báts og forsendur þess og hafa útgerðir mánaðarfrest til að tilkynna um val milli þorskaflahámarks og viðbótarbanndaga og sama frest til að koma að athugasemdum. Velji útgerð ekki fyrir tilskilinn tíma skal bátnum ákvarðað þorskaflahámark. Skal Fiski stofa úrskurða um framkomnar athugasemdir eins fljótt og við verður komið. Sætti útgerð armaður sig ekki við úrskurð Fiskistofu getur hann skotið málinu til sérstakrar kærunefndar er ráðherra skipar. Skal hún skipuð þremur mönnum og skal formaður hennar fullnægja skilyrðum til að vera skipaður héraðsdómari. Úrskurðir kærunefndar eru fullnaðarúrskurðir innan stjórnkerfisins.
    Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í tómstundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla, sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari málsgrein, er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt.
    

3. gr.


    4. mgr. 12. gr. laganna, sbr. 7. gr. laga nr. 87/1994, fellur niður.
    

4. gr.


    Við 17. gr. laganna, sbr. 12. gr. laga nr. 36/1992, bætist ný málsgrein er verður 4. mgr. og orðast svo:
    Ráðherra getur með reglugerð ákveðið að settur skuli, á kostnað útgerða, sjálfvirkur eft irlitsbúnaður til fjareftirlits um borð í fiskiskip.
    

5. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við upphaf þess fiskveiðiárs er hefst 1. september 1995. Ákvæði 1. gr. koma þó þegar til framkvæmda. Hafi bindandi samningur verið gerður fyrir gildistöku laga þessara um kaup eða smíði á nýjum báti í stað báts er stundar veiðar með línu og handfærum með dagatakmörkunum skulu eldri reglur um endurnýjun þó gilda um þann bát enda hafi hann fengið útgefið haffærisskírteini fyrir 31. desember 1995. Sama gildir um samninga um breytingu á skipum sem fengu leyfi til veiða í atvinnuskyni fyrir 1. janúar 1986.

Ákvæði til bráðabirgða.



I.

    Á fiskveiðiárunum 1995/1996 til og með 1998/1999 skal árlega ráðstafa 5.000 lestum af þorski til jöfnunar samkvæmt þessu ákvæði. Aflaheimildir þessar miðast við óslægðan fisk og skulu þær dregnar frá leyfðum heildarafla þorsks áður en honum er skipt á grundvelli aflahlut deildar, sbr. 3. mgr. 7. gr.
    Aflaheimildum skv. 1. mgr. skal árlega úthlutað til þeirra skipa sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu við úthlutun aflamarks frá fiskveiðiárinu 1991/1992 til þess fiskveiðiárs er úthlutun in varðar. Skal úthlutunin framkvæmd eftir að ákvörðun hefur verið tekin um ráðstöfun afla heimilda skv. 9. gr. og miðast við að skerðing umfram tiltekin mörk skuli að fullu bætt, þó þannig að ekkert skip fái meira en 10 lestir af þorski, miðað við slægðan fisk, í sinn hlut ár lega. Skip sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla um borð, sbr. lög nr. 54/1992, skulu ekki njóta bóta samkvæmt þessu ákvæði.
    Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um úthlutun samkvæmt þessari grein. Skal hann m.a. kveða á um við hvaða tíma skuli miða aflahlutdeild. Þá er ráðherra heimilt að ákveða að litið skuli í heild á veiðiheimildir skipa í eigu sömu útgerðar varðandi bótaútreikn ing ef ástæða er til að ætla að reynt verði að hafa áhrif á bótaútreikning með millifærslu afla hlutdeildar milli skipa.
    Á fiskveiðiárinu 1994/1995 skal úthluta sérstaklega til jöfnunar þeim hluta aflahámarks vegna línutvöföldunar skv. 6. mgr. 10. gr. sem ekki nýttist við línuveiðar í nóvember til febr úar. Skal þessum aflaheimildum úthlutað í samræmi við reglur 2. og 3. mgr. þessa ákvæðis eft ir því sem við á og skal í þeim efnum miða við aflahlutdeild einstakra skipa 1. maí 1995.
    Við ráðstöfun aflaheimilda skv. 9. gr. á því tímabili sem um getur í 1. mgr. þessa ákvæðis er heimilt að taka mið af breytingum í aflamarki sem orðið hafa á lengra tímabili en milli fisk veiðiára.
    


II.

    Á fiskveiðiárunum 1995/1996 til og með 1998/1999 skal Byggðastofnun árlega hafa til ráð stöfunar þorskaflahámark er nemur 500 lestum miðað við óslægðan fisk. Skal Byggðastofnun árlega ráðstafa þessum aflaheimildum til krókabáta sem gerðir eru út frá byggðarlögum sem algjörlega eru háð veiðum slíkra báta og standa höllum fæti. Frá og með fiskveiðiárinu 1999/2000 skal sjávarútvegsráðherra með reglugerð ráðstafa þessum aflaheimildum til króka báta.
    


III.

    Sjávarútvegsráðherra skal flytja frumvarp um breytingar á 6. gr. laga þessara þar sem sókn ardagar að eigin vali útgerðar komi í stað fyrir fram ákveðinna banndaga jafnskjótt og hann telur að tæknilegar og fjárhagslegar forsendur séu fyrir hendi til að hafa virkt eftirlit með nýt ingu sóknardaga báta, sem krókaveiðar stunda með sjálfvirkum búnaði til fjareftirlits eða öðru eftirliti sem ráðherra telur fullnægjandi. Skal ráðherra í því skyni tafarlaust láta fara fram sér staka könnun á þeim kostum sem fyrir hendi eru varðandi búnað til eftirlits með fiskiskipum.


Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Samkvæmt verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytisins, sem samþykkt var af ríkisstjórn 22. apríl sl., skulu lög um stjórn fiskveiða þegar endurskoðuð. Helstu atriði þeirrar endurskoðunar eru samkvæmt verkefnaskránni eftirfarandi:
—    Reglur um endurnýjun fiskiskipa verði endurskoðaðar þannig að tryggt verði að afkastageta fiskiskipaflotans aukist ekki. Heimilað verði að nýta skip sem úrelt hafa verið til ann arrar atvinnustarfsemi en fiskveiða.
—    Skapað verði svigrúm til að bæta hlut þeirra báta sem orðið hafa fyrir mestri skerðingu aflaheimilda vegna minnkandi þorskveiða.
—    Til að tryggja stöðu þeirra sem haft hafa lífsviðurværi af krókaveiðum verður banndagakerfið tekið til endurskoðunar og leitað annarra leiða við stjórnun en að fjölga banndögum.
—    Framsalstakmarkanir bitna harðar á einstaklingsútgerðum en öðrum, þar á meðal sú regla að ekkert skip megi flytja til sín meira aflamark en nemur því sem það fékk úthlutað í upp hafi fiskveiðiárs. Til að koma í veg fyrir þetta verður svokölluð tvöföldunarregla ekki látin koma til framkvæmda.
    Í samræmi við framangreinda verkefnaskrá hefur það frumvarp sem hér er lagt fram verið samið í sjávarútvegsráðuneytinu. Með þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu er verið að bregðast við þeim brýnu vandamálum og athugasemdum sem lágu að baki markmið um verkefnaskrárinnar um tafarlausa endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.
    Ljóst er að niðurskurður veiðiheimilda og þá sérstaklega þorskaflaheimilda hefur skapað mikla erfiðleika í sjávarútvegi sem sjávarútvegurinn hefur þurft að takast á við með margvís legum hætti. Í þeirri glímu hefur atvinnugreinin sýnt mikla aðlögunarhæfni og frumkvæði og í heild náð að styrkja stöðu sína við þessar erfiðu aðstæður. Það hefur tekist á þeim grundvelli sem ríkjandi fiskveiðistjórnun hefur skapað.
    Það hefur þó sýnt sig að mismunandi greinar útgerðarinnar hafa átt misjafnlega auðvelt með að nýta sér þau sóknarfæri sem hafa skapast, svo sem eins og veiðar á öðrum tegundum en þeim sem bundnar eru aflamarki og veiðar á fjarlægum miðum. Hefur einkum verið bent á erfiðleika minni aflamarksbáta og skipa í þessu sambandi. Í þessu frumvarpi er lagt til í ákvæði til bráðabirgða I að úthlutað verði 5.000 lestum af þorski, miðað við óslægðan fisk, til jöfnunar til viðbótar og að teknu tilliti til 12.000 þorskígildislesta jöfnunar skv. 9. gr. lag anna sem gert er ráð fyrir að fari fram með hliðstæðum hætti og verið hefur, þó þannig að við jöfnun skv. 9. gr. verði nú hægt að horfa lengra aftur en til næstliðins fiskveiðiárs sem tengist þeirri staðreynd að ekki er útlit fyrir að þorskveiðiheimildir komandi fiskveiðiárs verði minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. Við úthlutun viðbótarjöfnunar er horft til skerðingar aflaheim ilda sem orðið hefur frá fiskveiðiárinu 1991/1992 og koma öll skip önnur en fullvinnsluskip, sbr. lög nr. 54/1992, til álita við þá úthlutun. 10 lesta hámarki á úthlutun til hvers skips samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I er hins vegar ætlað að tryggja að sú úthlutun komi hinum minni skipum hlutfallslega mest til góða. Tæplega 600 skip mundu fá bætur samkvæmt þessari 5.000 lesta úthlutun og næmi skerðing þeirra eftir bætur 19,8–43,7% miðað við veiðiheimildir fiskveiðiársins 1991/1992. Lagt er til að árleg úthlutun samkvæmt þessu ákvæði standi til og með fiskveiðiárinu 1998/1999, en að strax á yfirstandandi fiskveiðiári verði úthlutað með sama hætti þeim hluta aflahámarks vegna línutvöföldunar skv. 6. mgr. 10. gr. sem ekki nýttist við línuveiðar í nóvember til febrúar sl. Réttlætanlegt þykir að útdeila með þessum hætti til aflamarksbáta því ónýtta aflahámarki sem aflamarksbátum á línuveiðum stóð til boða, sérstak lega með hliðsjón af þeim brýna vanda sem margir aflamarksbátar standa frammi fyrir og vís að var til að framan.
    Annað meginviðfangsefni verkefnaáætlunar sjávarútvegsráðuneytisins er að finna aðra að ferð en fjölgun banndaga til að halda veiði krókaleyfisbáta innan ákveðins aflahámarks, en markmið slíks valkosts við banndagakerfi gildandi laga skal samkvæmt verkefnaáætluninni vera að: „Tryggja stöðu þeirra, sem haft hafa lífsviðurværi af krókaveiðum“.
    Núgildandi reglur, sem settar voru með lögum nr. 87/1994, úthluta sameiginlegum há marksafla sem nemur 20.170 þorskígildislestum fyrir alla krókabáta sameiginlega, en það var meðalafli þeirra á fiskveiðiárunum sem hófust 1. september 1991 og 1. september 1992. Þessu heildaraflamarki var skipt niður á fjóra hluta fiskveiðiársins og giltu ákveðnir banndagar innan hvers tímabils. Fari afli einhvers tímabils fram úr hámarkinu fyrir tímabilið skal banndögum sama tímabils á næsta fiskveiðiári fjölgað svo mikið að það dugi til að halda heildaraflanum innan þess marks sem ákveðið hefur verið.
    Sú regla sem áður var í gildi samkvæmt lögum nr. 38/1990 gerði ráð fyrir óheftri sókn krókabáta utan ákveðinna banndaga, þó þannig að ef heildarhlutdeild þessara báta í botnfisk afla á árunum 1991–1993 ykist um meira en 25% að meðaltali skyldi heimild til krókaleyfis falla niður og bátunum úthlutað aflamarki frá 1. september 1994. Í raun fór aflaaukningin langt fram úr þessari viðmiðun. Sú aflahlutdeild sem til skipta skyldi koma var sú hlutdeild sem þessir bátar áttu kost á á árinu 1990 sem næmi, miðað við úthlutað aflamark á yfirstand andi fiskveiðiári, samtals u.þ.b. 2.896 þorskígildislestum. Með lagabreytingunni 1994 var sá afli sem krókabátar höfðu heimild til að veiða með öðrum orðum hækkaður úr 2.896 þorskígildislestum, miðað við yfirstandandi fiskveiðiár, í 20.170 þorskígildislestir, eða um u.þ.b. 600%.
    Þorskafli krókabáta hefur verið sem hér segir undanfarin 6 almanaksár:



(Tafla bls. 6 mynduð.)









    Á þessari stundu er ekki vitað hver heildarafli krókabáta á botnfisktegundum í aflamarki verður á yfirstandandi fiskveiðiári, en ef hlutfallsleg aukning á 3. og 4. tímabili verður svipuð og á 1. og 2. tímabili má gera ráð fyrir því að aflinn muni ná rúmlega 44.000 lestum, miðað við óslægðan afla, sem eru rúmlega 35.000 þorskígildislestir, eða um 75% umfram þær 20.170 þorskígildislestir sem heimild þeirra miðast við. Miðað við það yrðu banndagar á næsta fisk veiðiári alls um 229 og fjöldi veiðidaga aðeins 136, sbr. nánar töflur í fskj. I.
    Ljóst er að mikil fjölgun banndaga getur komið sér afar illa fyrir þá sem stundað hafa þess ar veiðar og hafa haft af þeim lífsviðurværi, en margir þeirra hafa lítið eða ekkert aukið afla sinn nokkur undanfarin ár. Fjölgun banndaga getur orðið óbærileg fyrir þessa aðila.
    Þróunin hefur verið sú að margir af þeim nálægt 1.100 bátum, sem leyfi hafa til króka veiða, hafa verið endurnýjaðir og afkastageta þeirra aukin. Jafnframt því að þeim er haldið meira til veiða. Hefur hluti þeirra báta sem krókaveiðar stunda aukið sókn sína verulega. Margir þeirra báta sem notaðir eru til krókaveiða eru afkastamikil veiðiskip og þeir aflahæstu veiða um og yfir 300 lestir á ári. Þá er ljóst að enn er geysilega mikil sóknargeta ónýtt í hópi krókabáta þótt formlegum leyfum fjölgi ekki. Það er því umhugsunarefni hvort þær vonir sem ýmsir höfðu fyrir aðeins um ári varðandi möguleikana á að halda krókaveiðum innan ákveðins heildarafla með banndagakerfi hafi ekki brugðist.
    Í raun virðist aðeins um tvær leiðir að velja að því marki að halda heildarveiði krókabáta innan meðalafla fiskveiðiáranna 1991/1992 og 1992/1993. Annars vegar að fjölga banndögum um meira en tvo þriðju, sem mundi kippa grundvelli undan rekstri margra þeirra sem hafa stundað þessar veiðar, í þágu þeirra sem vilja stækka hlut sinn í sameiginlegu aflahámarki krókaflotans. Og hins vegar að setja aflahámark á hvern einstakan bát á grundvelli aflareynslu síðustu ára. Eðlilegt er að miða slíkt aflahámark við leyfilegan þorskafla eingöngu, en láta dagatakmörkunum eftir að takmarka sókn í aðrar tegundir en þorsk. Ástæðan er sú að vægi þorsks í afla þessara báta er yfir 80 af hundraði. Aflahámarkið mundi því miðast við 21.500 lestir af þorski, miðað við óslægðan fisk, en ekki 20.170 þorskígildislestir sem er viðmiðun sem ákvarðar heimilaðan afla krókabáta samtals í fleiri tegundum.
    Varðandi útfærslu á hinni miklu fækkun sóknardaga, sem verður að koma til ef ekki er sett aflahámark, hafa verið reifaðar ýmsar hugmyndir. Má þar nefna einstaklingsbundið val róðrar daga sem ekki yrði tilkynnt fyrir fram, að gefinni heildartölu róðrardaga. Þessar hugmyndir eru óframkvæmanlegar eins og sakir standa þar sem nauðsynleg eftirlitstækni er ekki tiltæk, en slíkt kerfi er hins vegar á margan hátt geðþekkara en kerfi fastra banndaga. Í ákvæði til bráðabirgða III er hins vegar gerð tillaga um að slíkt kerfi verði tekið upp þegar t.d. gervi hnattasamskipti gera slíkt einstaklingsbundið eftirlit mögulegt.
    Til að verja stöðu þeirra sem lífsviðurværi hafa haft af krókaveiðum, samtímis því að stað ið sé við markmið gildandi laga um að heildarþorskafli krókabáta verði ekki meiri en 21.500 lestir, miðað við óslægðan fisk, hefur sjávarútvegsráðuneytið talið eðlilegt að setja einstak lingsbundið hámark á þorskveiðar hvers báts. Aðrir hafa hins vegar talið hagsmunum eigenda krókabáta betur borgið með öðrum takmörkunum og talið fjölgun banndaga illskárri kost til að halda þorskveiðum þeirra innan 21.500 lesta.
    Með hliðsjón af framangreindum sjónarmiðum er gerð sú tillaga í 2. gr. frumvarpsins að eigendum krókabáta verði gefinn kostur á að velja um hvorri hinna tveggja takmarkana þeir vilji sæta.
    Í framkvæmd yrði þetta þannig að báðir hópar yrðu að sæta þeim 136 banndögum sem gilda á yfirstandandi fiskveiðiári, en þar fyrir utan mundu menn sjálfir velja um hvort þeir kjósi einstaklingsbundið hámark á þorskafla tiltekins báts eða fastákveðna viðbótarbanndaga.
    Hlutdeild hópanna tveggja í heildaraflahámarki allra krókabáta mundi ráðast af hlutdeild báta í hvorum hópnum um sig í þorskafla almanaksárið 1994.
    Áður en menn velja hvort þeir kjósi einstaklingsbundið þorskaflahámark eða við bótarbanndaga skal Fiskistofa reikna út hvert hámarkið yrði fyrir hvern einstakan bát, þannig að menn geti grundvallað val sitt á þeim upplýsingum.
    Frumvarpið gerir ráð fyrir að tvö bestu árin af síðustu þremur yrðu lögð til grund vallar útreikningi þorskaflahámarks fyrir hvern bát en þá gæti endanlegt hlutfall t.d. orðið nálægt 70% af reynslu allt að 50 tonnum, en nálægt 50% af reynslu þar um fram.
    Að því er varðar þann hóp sem kýs viðbótarbanndaga er lagt til samkvæmt frum varpinu að reynt sé að dreifa banndögum með þeim hætti að það komi sér betur fyr ir þá sem hafa atvinnu af þessu útgerðarformi. Hér má líka nefna að samkvæmt bráða birgðaákvæði III er gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra flytji frumvarp um breyting ar á þessum ákvæðum um banndaga jafnskjótt og hann telur tæknilegar og fjárhags legar forsendur til eftirlits vera fyrir hendi. Slíkri breytingu er ætlað að fela í sér að menn geti sjálfir valið sína róðrardaga eftir að heildartala leyfðra róðrardaga hefur ver ið ákveðinn. Skal tafarlaust hefja könnun á þeim kostum sem eru fyrir hendi í þessu skyni. Loks má geta þess í þessu sambandi að samkvæmt bráðabirgðaákvæði II í frum varpinu er gert ráð fyrir að í fjögur ár verði heimilt að úthluta 500 lestum árlega samkvæmt ákvörðun Byggðastofnunar í þeim tilgangi að hægt sé að rétta hlut þeirra byggðarlaga sem byggja nær eingöngu á útgerð krókabáta. Þessar 500 lestir yrðu tekn ar óskipt af 21.500 lesta þorskaflahámarkinu og yrði ráðstafað til hækkunar á einstak lingsbundnu þaki þeirra báta sem uppfylltu skilyrði úthlutunar samkvæmt mati Byggða stofnunar.
    Auk framangreindra ákvæða um útdeilingu viðbótaraflamarks til jöfnunar og ákvæði um endurskoðun varðandi krókabáta, sem eru veigamestu ákvæði í þessu frumvarpi sem hér er lagt fram, er í 1. gr. frumvarpsins gerð tillaga um að herða endurnýjun arreglur fiskiskipa, sérstaklega varðandi krókabáta, og enn fremur er lagt til með 3. gr. að felld verði niður takmörkun á framsalsrétti sem taka átti gildi um næstu áramót. Vísast að öðru leyti til athugasemda við einstakar greinar varðandi ítarlegri umfjöll un um þessi atriði og tæknilega útfærslu þeirra meginatriða sem rædd voru að fram an.
    Þess skal að lokum getið að samhliða þessu frumvarpi er flutt frumvarp til laga um breytingu á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Það frumvarp miðar að því að ná því markmiði í verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytisins að skip sem úrelt hafi verið eft ir reglum sjóðsins megi nýta til annarrar starfsemi en fiskveiða. Þar er einnig lagt til að úrelding krókabáta verði með sambærilegum hætti og varðandi aðra báta, enda greiði þeir þróunarsjóðsgjald. Með þessu er stefnt að því að krókabátunum fækki þannig að þeir sem eftir verði hafi meira svigrúm.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Með þessari grein er lagt til að settar verði strangari reglur varðandi endurnýjun svonefndra krókabáta en gilda um endurnýjun annarra skipa í fiskiskipaflotanum. Aug ljóslega er mun ríkari þörf á að draga úr afkastagetu flota sem býr við sóknarstýr ingu en flota er býr við aflamarkskerfi. Ört vaxandi afli krókabáta undanfarin ár sýn ir glöggt að þessi almennu sannindi eiga einnig við um íslenska krókabátaflotann. Í þessu sambandi er einnig rétt að benda á að væru allir gamlir krókabátar endurnýj aðir með öflugum hraðfiskibátum mundi sóknargeta flotans enn aukast mjög verulega. Þannig veiddu rúmlega 400 krókabátar minna en 10 lestir hver á síðasta fiskveiðiári. Er því lagt til að við endurnýjun krókabáts skuli afkastageta hins nýja eða nýkeypta báts vera a.m.k. 50% minni en þess báts er úr rekstri hverfur. Rétt er að benda á í þessu sambandi að hér sem endranær er þó heimilt að flytja veiðileyfi fleiri en eins gamals báts til nýs báts er í flotann bætist en alltaf skal nýr eða nýkeyptur krókabát ur þó vera minni en 6 brúttótonn.
    Þá er með þessari grein lagt til að óheimilt verði að auka afkastagetu eldri skipa nema úrelt sé á móti afkastaaukningunni. Ráðherra er ætlað sem fyrr að setja nánari ákvæði um endurnýjun fiskiskipa með reglugerð. Má reikna með að stærð skipanna (rúmmál) verði fyrst og fremst höfð til viðmiðunar við mat á afkastagetu framvegis sem hingað til. Samkvæmt núgildandi reglum er óheimilt að stækka skip sem bæst hafa í flotann í stað annarra skipa eftir 1986 án þess að úrelda á móti stækkuninni. Eldri skip er hins vegar heimilt að stækka án úreldinga. Er lagt til að þessi mismunun verði af lögð og að framvegis gildi sama regla um öll skip að þessu leyti. Eftir þá breyt ingu ættu reglur um endurnýjun ekki að geta haft áhrif á mat útgerðar á hagkvæmni þess að gera upp og stækka gamalt skip annars vegar eða kaupa eða láta smíða nýtt skip í þess stað hins vegar. Þetta getur þó ekki að fullu gilt varðandi krókabátana. Sé gamall krókabátur stækkaður þarf að úrelda a.m.k. tvöfalt fleiri rúmmetra en stækk uninni nemur, en sé nýr bátur keyptur í stað gamals þarf að úrelda a.m.k. tvöfalt heild arrúmmál nýja bátsins. Í báðum tilvikum skal hinn breytti eða nýi bátur þó vera minni en 6 brúttótonn.
    

Um 2. gr.


    Hér er lagt til að gerð verði breyting á veiðistjórnun svonefndra krókabáta. Um þró un afla þessara báta á undanförnum árum og þörf á breytingum á núverandi ákvæð um um veiðistjórnun vísast til almennra athugasemda með lagafrumvarpi þessu. Ekki er gerð tillaga um breytingu á þeim hópi báta sem nú stunda svonefndar krókaveið ar. Ekki er heldur gerð tillaga um að breyta ákvæðum um þau veiðarfæri sem heim ilt er að nota við veiðar á þessum bátum, sbr. þó takmörkun á línuveiðum þeirra báta er viðbótarbanndaga velja. Veiðar þeirra verða því almennt einungis heimilar með línu og handfærum og veiðar með öðrum veiðarfærum bannaðar. Ráðherra getur þó áfram veitt tvenns konar undanþágu frá þessu með útgáfu sérstakra leyfa til tiltekinna báta. Eru það annars vegar heimildir til veiða á botndýrum með plógum, gildrum eða öðr um slíkum veiðarfærum og hins vegar leyfi til hrognkelsaveiða í net. Í þessu sam bandi er afar mikilvægt að tryggt sé að slík leyfi verði ekki misnotuð til netaveiða á öðrum tegundum t.d. þorski. Að undanförnu hafa þó nokkur brögð verið að því að hrognkelsanet og þá einkum rauðmaganet hafi verið nýtt til þorskveiða. Er líklegt að nauðsynlegt verði í framtíðinni að binda rauðmagaveiðar tilteknum skilyrðum, t.d. um veiðisvæði, eða takmarka þær með einhverjum hætti til að koma í veg fyrir slíka mis notkun. Þá er gert ráð fyrir því að fastir banndagar þessara báta verði þeir sömu og verið hefur og að tekin verði af öll tvímæli um að á banndögum og viðbótarbann dögum séu allar veiðar krókabáta bannaðar, jafnt veiðar á kvótabundnum tegundum sem aðrar veiðar. Er ljóst að allt banndagakerfið verður ella fullkomlega óframkvæm anlegt. Ráðherra getur þó veitt undanþágu frá þessu vegna veiða á botndýrum með plógum, gildrum eða öðrum slíkum veiðarfærum og vegna hrognkelsaveiða í net.
    Nýmæli í greininni lýtur að því að útgerðum krókabáta gefst kostur á að velja milli tveggja aðferða við að halda heildarþorskafla krókabátanna í skefjum. Annars vegar geta þeir valið þorskaflahámark er tekur mið af veiðireynslu liðinna ára og hins veg ar kerfi viðbótarbanndaga er bætast við fasta banndaga skv. 2. mgr. Þetta val gefst þeim aðeins einu sinni og er valið bindandi fyrir ókomin fiskveiðiár. Í heild er við það miðað að þorskafli krókabátanna fari ekki fram úr 21.500 lestum, miðað við óslægð an fisk, en það samsvarar meðalþorskafla þeirra á fiskveiðiárunum 1991/1992 og 1992/1993. Af þessu aflamagni eru 500 lestir teknar tímabundið til hliðar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II til ráðstöfunar til krókabáta í byggðarlögum sem háð eru veiðum þessara báta og höllum fæti standa. Eftir standa því 21.000 lestir af þorski sem skiptast milli þeirra krókabáta sem velja þorskaflahámark annars vegar og viðbótar banndaga hins vegar í hlutfalli við þorskafla báta er hvorn kostinn velja á almanaks árinu 1994. Er það ár valið til þess að hafa viðmiðun um skiptingu afla milli þess ara flokka báta eins nærri í tíma og kostur er.
    Varðandi þá báta er þorskaflahámark velja er lagt til að aflahámark hvers báts verði miðað við aflareynslu bátsins á sl. þremur almanaksárum. Alltaf er álitamál hve líta á til langs tíma þegar aflareynsla er lögð til grundvallar framtíðarveiðirétti. Hér á landi er þó nokkur hefð fyrir því að miða við þrjú ár í þessum efnum og almennt ákvæði þess efnis er í 8. gr. laga 38/1990. Þá er lagt til að varðandi hvern bát skuli valin tvö bestu árin af framangreindum þremur árum en á móti skuli ekki taka tillit til frátafa frá veiðum. Reynslan sýnir að afar erfitt er að taka tillit til einstaklingsbundinna að stæðna við ákvarðanir af þessu tagi, t.d. frátafa vegna veikinda, bilana eða af öðrum ástæðum. Með því að velja tvö bestu árin varðandi hvern bát er með almennum hætti brugðist við slíkum einstaklingsbundnum frátöfum. Hafi frátafirnar staðið lengur en eitt ár eða varði þær mörg ár verður það að koma niður á aflahámarki viðkomandi báts enda má þá segja að hann hafi ekki lagt meira af mörkum í þeim heildarþorskafla sem hér er til skipta eða að frátafirnar séu hluti af langvarandi veiðimunstri bátsins á við miðunartímabilinu.
    Ljóst er að meðalþorskafli þessara báta á því þriggja almanaksára viðmiðunartíma bili sem lagt er til grundvallar í þessari grein er nokkru hærri en nemur hlutdeild þeirra á árinu 1994 í framangreindum 21.000 lestum og samanlagður meðalþorskafli þessara báta er enn hærri þegar einungis eru tekin tvö bestu árin hjá hverjum báti. Nauðsynlegt reynist því að lækka aflareynslu hvers báts miðað við tvö bestu aflaár in nokkuð. Til að draga sem mest úr þessari skerðingu hjá þorra krókabáta er lagt til að aflareynsla báta umfram 50 lestir að meðaltali á tveimur bestu viðmiðunarárunum verði skert sérstaklega. Ef allir bátarnir velja þorskaflahámark virðist láta nærri að krókabátar, sem veitt hafa undir 50 lestum að meðaltali tvö bestu árin af síðustu þrem ur, muni fá nálægt 70% af þeim meðalafla sem þorskaflahámark og að nálægt 50% af afla umfram 50 lestir á viðmiðunarárunum skili sér í þorskaflahámarkinu. Hvert verð ur raunverulegt hlutfall hámarksafla af reynslu tveggja bestu áranna hjá þeim bátum er þennan kost velja kemur þó ekki í ljós fyrr en allir hafa valið.
    Varðandi þá báta er viðbótarbanndagana velja munu að mestu gilda sömu reglur og gilda samkvæmt núgildandi lögum um krókabátana í heild. Viðmiðunarafli þessara báta samsvarar sama hlutfalli af 21.000 lestum af óslægðum þorski og nemur hlutfalli þeirra af þorskafla krókabáta á almanaksárinu 1994. Viðbótarbanndagarnir miðast því ein ungis við aukningu á þorskafla þessara báta frá viðmiðuninni andstætt því sem nú er þar sem miðað er við þorskígildislestir og öll aflaaukning getur því valdið banndaga fjölgun. Er með þessari breytingu komið til móts við þá gagnrýni sem höfð hefur ver ið uppi að ósanngjarnt sé að fjölga banndögum vegna aukningar á ýsuafla þessara báta. Skulu viðbótarbanndagar fyrst ákvarðaðir fyrir einstök tímabil á fiskveiðiárinu 1995/1996 miðað við afla þeirra báta er þann kost velja á sama tímabili yfirstandandi fiskveiðiárs.
    Fiskveiðiárinu er skipt upp í sömu veiðitímabil og samkvæmt gildandi lögum og er afla skipt hlutfallslega milli tímabila á sama hátt og nú er gert. Útreikningur á fjölda viðbótarbanndaga er sömuleiðis óbreyttur. Reiknireglan fyrir viðbótarbanndag ana felur það í sér að ef banndagafjöldinn á næsta fiskveiðiári leiðir til þess að króka bátarnir veiði þá hvorki meira né minna en að var stefnt helst banndagafjöldinn óbreytt ur fiskveiðiárið 1996/1997. Fari afli þeirra hins vegar enn fram úr viðmiðun, þrátt fyr ir fjölgun banndaga á næsta fiskveiðiári, kemur enn til fjölgunar viðbótarbanndaga á fiskveiðiárinu 1996/1997. Verði afli þessara báta hins vegar undir viðmiðunarmörk um á næsta fiskveiðiári dregur úr banndagafjöldanum á því þarnæsta. Verður að vona að þrenging endurnýjunarheimilda smábáta, takmarkanir á línuveiðum þeirra og ákvörð un um að taka upp úreldingu þeirra í Þróunarsjóði muni smátt og smátt leiða til ein hverrar fækkunar viðbótarbanndaga.
    Tillögur eru gerðar um breytingar á því hvenær ársins viðbótarbanndögum sé bætt við. Hin gífurlega aflaaukning krókabáta leiðir að sjálfsögðu til að viðbótarbanndag ar verða mun fleiri en menn gerðu sér í hugarlund að yrði. Er lagt til að fyrstu sjö við bótarbanndagarnir á fyrsta tímabilinu verði í lok þess, þ.e. í lok nóvembermánaðar, að fyrstu sjö banndagarnir á öðru tímabili verði í upphafi þess, þ.e. í byrjun febrúarmán aðar, og að fyrstu sjö banndagarnir á þriðja tímabili verði fyrir sjómannadaginn. Næstu banndagar á þessum þremur tímabilum og fyrstu banndagar á fjórða tímabili falla síð an á þær helgar, þ.e. laugardaga og sunnudaga, sem ekki eru fastir banndagar fyrir skv. 2. mgr. Þeir banndagar sem þá eru eftir bætast loks framan við fasta banndaga við komandi tímabils eftir sömu reglu og er í gildandi lögum.
    Þá er í greininni lagt til að ákveðin takmörk verði sett á heimilaða línulengd króka báta sem viðbótarbanndaga velja. Á undanförnum árum hefur milli þriðjungur og fjórð ungur af heildarafla krókabátanna verið á línu. Ef þessi ráðstöfun skilar árangri með minnkandi línuafla skilar það sér síðar til krókabátanna í formi fækkunar viðbótar banndaga.
    Gert er ráð fyrir að Fiskistofa vindi bráðan bug að því að senda öllum útgerðum krókabáta tilkynningu um reiknað þorskaflahámark hvers báts og forsendur þess. Er út gerðum gefinn mánaðarfrestur til að velja milli þorskaflahámarks og viðbótarhámarks og til að koma að athugasemdum. Síðan skal Fiskistofa úrskurða um framkomnar at hugasemdir eins fljótt og við verður komið. Þá er gert ráð fyrir að komið verði á fót sérstakri kærunefnd sem útgerðarmenn geti skotið úrskurðum Fiskistofu til. Eru úr skurðir kærunefndar fullnaðarúrskurðir innan stjórnkerfisins en að sjálfsögðu geta út gerðir borið mál sín undir dómstóla sætti þeir sig ekki við niðurstöður kærunefndar. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að verið er að skipta tilteknum heild arafla milli báta. Heildarbanndagafjöldi þeirra báta er viðbótarbanndagakostinn velja liggur því ekki fyrir fyrr en val útgerða allra krókabáta er ljóst. Þorskaflahámark ein stakra báta er þann kost velja er heldur ekki endanlegt fyrr en úrskurðað hefur ver ið um öll ágreiningsefni, þar eð breyting á hlutdeild eins báts hefur áhrif á hlutdeild allra hinna. Er því mikilvægt að hraða málsmeðferð sem mest má verða þannig að þorskaflahámark einstakra báta liggi því sem næst fyrir í upphafi næsta fiskveiðiárs. Óhjákvæmilegt verður þó að leiðrétta þorskaflahámark allra báta lítillega síðar því ólík legt má telja að takist að ljúka öllum málum í sumar.
    

Um 3. gr.


    Hér er lagt til að fellt verði úr gildi ákvæði það um takmörkun á framsalsheimild aflamarks sem gildi átti að taka 1. janúar 1996. Ákvæði þetta var samþykkt á vor þingi 1994 og má rekja tilurð þess til gagnrýni á svonefnt kvótabrask og deilu sem upp reis milli sjómanna og útgerðarmanna vegna þátttöku sjómanna í kaupum á afla heimildum. Ástæða þess að þetta er lagt til er sú að ljóst er að slík framsalstakmörk un mundi fyrst og fremst koma niður á útgerðum sem eingöngu eru með einn bát í rekstri og skerða möguleika þeirra, auk þess sem mjög vafasamt er að hún nái þeim tilgangi sem að var stefnt.
    

Um 4. gr.


    Nú er víða um heim í undirbúningi að taka upp fiskveiðieftirlit með sjálfvirkum eft irlitsbúnaði um gervitungl. Er mikilvægt að við Íslendingar fylgjumst vel með í þess um efnum og séum undir það búnir að taka upp slíkt eftirlitskerfi þegar byrjunarerf iðleikum hefur verið rutt úr vegi og kostnaður verður viðráðanlegur. Slíkt eftirlits kerfi gæti t.d. komið að notum varðandi svæðalokanir. Einnig er ljóst að slíkt kerfi er að líkindum forsenda fyrir virku eftirliti með sóknardagakerfi krókabáta, sbr. ákvæði til bráðabirgða II. Er með þessari grein lagt til að ráðherra geti með reglugerð ákveð ið að búnaður af þessu tagi sé settur um borð í fiskiskip á kostnað útgerða þeirra.
    

Um 5. gr.


    Hér er lagt til að breytingar þessar komi til framkvæmda í upphafi næsta fiskveiði árs, sem hefst 1. september 1995. Þó er gert ráð fyrir að ákvæði 1. gr. komi þegar til framkvæmda. Í 1. gr. er gert ráð fyrir breytingum á endurnýjunarreglum krókabáta og heimildum til breytinga á eldri fiskiskipum. Er nauðsynlegt að kveða skýrt á um laga skil eldri og yngri reglna. Þar sem ljóst er að einhverjir útgerðarmenn hafa þegar gert ráðstafanir í þessu efni þykir rétt að eldri reglur gildi um þær ráðstafanir sem gerð ar hafa verið fyrir gildistöku laganna, enda hafi hafffærisskírteini vegna nýrra og breyttra fiskiskipa verið gefin út fyrir 31. desember 1995.
    

Um ákvæði til bráðabirgða I.


    Í þessu ákvæði er lagt til að næstu fjögur fiskveiðiár verði árlega úthlutað 5.000 lestum af óslægðum þorski til þeirra skipa sem hafa orðið fyrir mestri skerðingu við úthlutun aflamarks frá fiskveiðiárinu 1991/1992. Skal þessi úthlutun fara fram eftir að tekin hefur verið ákvörðun um ráðstöfun aflaheimilda skv. 9. gr. laganna. Úthlutun samkvæmt þessu ákvæði skal miðast við að skerðing umfram tiltekin mörk verði að fullu bætt. Sú takmörkun er aftur á móti ákveðin á þessum bótum að ekkert skip skal fá í sinn hlut bætur umfram 10 lestir af þorski, miðað við slægðan fisk, og enn frem ur skulu skip er leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla um borð ekki fá bætur sam kvæmt þessari grein.
    Með því að takmarka hámarksbætur við 10 lestir koma bæturnar minni bátum hlut fallslega mest til góða.
    Í 3. mgr. þessarar greinar er ráðherra veitt heimild til þess að ákveða að við bóta reikning skuli sérstaklega litið til þess ef fleiri en eitt skip er í eigu sömu útgerðar og meta heildarveiðiheimildir þeirra skipa. Er þetta gert til að koma í veg fyrir að út gerð geti með millifærslum veiðiheimilda aflað sér bóta sem hún að öðrum kosti ætti ekki rétt til.
    Í 4. mgr. ákvæðisins er gert ráð fyrir því að þeim hluta aflahámarks sem ekki nýtt ist vegna línutvöföldunar á nýliðnum vetri verði úthlutað eftir sambærilegum reglum og að framan getur. Er hér um að ræða 4.344 lestir af þorski og 506 lestir af ýsu, hvort tveggja miðað við óslægðan fisk.
    Í lokamálsgrein ákvæðisins er kveðið á um að heimilt verði að miða við lengra tímabil en frá einu fiskveiðiári til hins næsta við ráðstöfun aflaheimilda skv. 9. gr. en hingað til hefur það verið gert. Ekki er útlit fyrir frekari samdrátt í þorskveiðiheim ildum en orðið er en aftur á móti getur orðið talsverður samdráttur í öðrum tegund um. Það getur leitt til þess að með óbreyttri aðferð við úthlutun skv. 9. gr. kæmi lít ið sem ekkert í hlut báta sem hafa stóran hluta af sínum tekjum af þorskveiðum, þrátt fyrir að þeir hafi orðið fyrir mikilli skerðingu ef litið er til lengri tíma. Með því að heimila að miðað verði við lengra tímabil er því verið að halda þeim möguleika opn um að bætur á grundvelli 9. gr. komi bátum sem stunda þorskveiðar einnig að notum.
    

Um ákvæði til bráðabirgða II.


    Hér er lagt til að á næstu fjórum fiskveiðiárum verði teknar frá 500 lestir af þorski, miðað við óslægðan fisk, og þeim úthlutað sem viðbótarþorskaflahámarki til báta í allra minnstu byggðarlögunum sem algjörlega eru háð veiðum krókabáta. Lækkar það þorskaflahámark sem til skipta kemur milli krókabáta eftir almennum reglum sem þessu nemur. Stjórn Byggðastofnunar skal árlega taka ákvörðun um úthlutun þessara afla heimilda. Þeim verður eingöngu úthlutað til krókabáta og tekur úthlutunin að sjálf sögðu ekki gildi fyrr en tilkynningu um hana hefur verið komið til Fiskistofu.
    

Um ákvæði til bráðabirgða III.


    Eins og rakið er í athugasemdum við 4. gr. er fiskveiðieftirlit með sjálfvirkum eft irlitsbúnaði nú mjög að ryðja sér til rúms víða um heim. Ljóst er að slíkt eftirlit get ur gefið möguleika á mun sveigjanlegra og þjálla sóknarkerfi krókabáta en nú er ef tæknilegar og fjárhagslegar forsendur reynast fyrir hendi fyrir virku eftirliti með þess um hætti. Er með þessu ákvæði lögð skylda á sjávarútvegsráðherra að láta tafarlaust fara fram könnun á þessum kosti og flytja frumvarp til breytinga á ákvæðunum um krókabáta telji hann forsendur til slíks. Þó er ekki talið rétt að útiloka aðra kosti til eftirlits en sjálfvirkt fjareftirlit ef þeir teljast fullnægjandi.


Fylgiskjal.


    Fylgiskjal bls. 13 repró í Gut. (1 bls.)