Ferill 36. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 36 . mál.


40. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síð ari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 119. löggjafarþingi 1995.)



1. gr.


    Við 19. gr. laganna bætist ný málsgrein, er verður 5. mgr., svohljóðandi:
    Til að jafna skilaverð til framleiðenda fyrir afurðir, sem seldar eru á erlendum mörkuðum samkvæmt samkomulagi sem kveðið er á um í 62. gr. laganna, getur landbúnaðarráðherra heimilað innheimtu á verðjöfnunargjaldi sem má nema allt að 10% af því verði sem kemur til skila við útflutning (fob) hjá hverri afurðastöð. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um innheimtu og ráðstöfun verðmiðlunargjaldsins.
    

2. gr.


    27. gr. laganna orðast svo:
    Verðmiðlunargjöld, verðskerðingargjöld, verðjöfnunargjald og gjald til Framleiðsluráðs samkvæmt kafla þessum eru aðfararhæf.
    

3. gr.


    Í ákvæðum til bráðabirgða, staflið A, kemur:
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 37. gr. laganna um að heildargreiðslumark sauðfjárafurða skuli endanlega ákveðið fyrir 15. september ár hvert, vegna framleiðslu næsta verðlagsárs, er land búnaðarráðherra heimilt að fresta ákvörðun heildargreiðslumarks verðlagsársins 1996–1997, þó ekki lengur en til 1. mars 1996.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Gildandi samningur milli ríkisstjórnar Íslands og Stéttarsambands bænda um framleiðslu mjólkur og sauðfjárafurða frá 11. mars 1991 gerir ráð fyrir að aðilar geti óskað eftir viðræðum um endurskoðun á einstökum atriðum hans.
    Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir m.a. um markmið: „Að taka búvörusamninginn frá 1991 til endurskoðunar, sérstaklega með tilliti til þess mikla vanda, sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir. Skapað verður svigrúm til aukinnar hagræðingar í landbúnaði og úr vinnslugreinum hans og gripið til þeirra hliðaraðgerða sem óhjákvæmilegar eru. Í því sam bandi er mikilvægt að taka tillit til hagsmuna neytenda. Treysta verður tekjugrundvöll bænda“.
    Bændasamtök Íslands hafa óskað þess að sá hluti samningsins sem varðar framleiðslu sauð fjárafurða verði tekinn til endurskoðunar í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem búgreinin er í. Við ræður samningsaðila standa nú yfir. Í viðræðunum hefur komið fram að nokkur núgildandi ákvæði búvörulaga nr. 99/1993 sem varða tímabundin stjórnunaratriði, svo sem ákvörðun greiðslumarks, geti seinkað nauðsynlegum aðgerðum til lausnar vanda sauðfjárræktarinnar sem aðilar kunna að verða sammála um og er frumvarp þetta flutt til þess að fyrirbyggja að svo verði.
    Á vegum samningsaðila hefur verið gerð úttekt á ástandi sauðfjárafurða og markaðsstöðu afurða. Útdráttur úr þeirri greinargerð fylgir frumvarpi þessu.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Í 62. gr. laganna er gert ráð fyrir að Framleiðsluráð landbúnaðarins og sláturleyfishafar geri með sér samkomulag um verkaskiptingu vegna slátrunar. Það felur m.a. í sér að tekin verði ákvörðun um skiptingu slátrunar til sölu innan lands og til útflutnings. Til að skipting á verkun til útflutnings feli ekki í sér ójöfnuð milli sláturleyfishafa vegna þess hversu söluverð getur verið mismunandi milli erlendu markaðanna er talið nauðsynlegt að heimila að tekið skuli verðjöfnunargjald við útflutning. Gjaldið má vera 10 % af skilaverði afurðanna eða svonefndu fob-verði. Gjaldið yrði síðan notað til að verðbæta þá erlendu markaði sem lægstu verði skila.
    

Um 2. gr.


    Í greininni er kveðið á um að verðmiðlunargjöld og gjald til Framleiðsluráðs séu aðfarar hæf og er bætt við verðjöfnunargjaldi því sem kveðið er á um í 1. gr. frumvarpsins og verð skerðingargjöldum þeim sem fjallað er um í 20. og 21. gr. laganna. Þar með eru öll gjöld sem heimilt er að innheimta samkvæmt ákvæðum kaflans aðfararhæf.
    

Um 3. gr.


    Samkvæmt núgildandi 1. mgr. 37. gr. laganna skal ákveða heildargreiðslumark sauðfjáraf urða fyrir 15. september ár hvert vegna framleiðslu næsta verðlagsárs. Það þýðir að fyrir 15. september 1995 verði að ákveða heildargreiðslumark verðlagsársins 1996–1997. Nauðsynlegt er að sá möguleiki sé fyrir hendi í lögunum að fresta ákvörðun heildargreiðslumarks á hausti komandi til að unnt sé að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem um kann að semjast í þeim viðræðum samningsaðila sem nú standa yfir sem ella kynnu að frestast um eitt ár.



Fylgiskjal I.

Útdráttur úr greinargerð:
    

Útdráttur úr skýrslu unninni af landbúnaðarráðuneytinu og


Framleiðsluráði landbúnaðarins.


    

Ástandslýsing í sauðfjárrækt vegna endurskoðunar búvörusamningsins.


    
1. Sala innan lands (á kindakjöti).
    Sala innan lands og birgðir innan greiðslumarks verðlagsárin 1992–94 ásamt spá (feitletraðar tölur) um sölu út gildistíma samningsins og birgðir miðað við þá forsendu að loka birgðir verði 570 tonn, er sýnd í neðangreindri töflu, allar tölur eru í tonnum. Hér á eftir verð ur nánar fjallað um helstu forsendur þessarar töflu.

    Heildar-     Greiðslumark          Birgðir í lok
Verðlagsár     greiðslumark     lögbýla     Sala     verðlagsárs

1992/93          8.600     8.600     7.081     1.391
1993/94          8.150     8.150     7.613     1.470
1994/95          7.670     7.400      7.100     1.770
1995/96          7.820     7.200      6.900     2.070
1996/97           7.000     6.000     6.700     1.370
1997/98           6.800     5.700     6.500     570

    Samkvæmt búvörusamningi skal við ákvörðun greiðslumarks byggt á neyslu síðasta alman aksárs og söluþróun fyrstu sex mánuði yfirstandandi árs. Þá skal tekið tillit til birgða 1. sept ember, þannig að þær samsvari þriggja vikna sölu. Verði sala kindakjöts undir heildargreiðslu marki ársins, þannig að birgðir aukast, skal heildargreiðslumark næsta árs lækka í samræmi við það.
    Sala kindakjöts á undanförnum árum hefur að jafnaði dregist saman um 3% á ári. Söluspáin í ofangreindri töflu byggir á óbreyttri þróun í þessa átt.
    Skýringar á samdrætti í sölu kindakjöts eru eflaust margvíslegar og flóknar. Hér að neðan verður leitast við að draga fram nokkra þætti:
    a. Í nýlegri neytendakönnun kemur fram marktækur munur á neyslu eftir aldri, búsetu og ráðstöfunartekjum. Þannig er tryggasti kindakjötsneytandinn í dag fullorðinn, tekjulágur landsbyggðarmaður.
    b. Almenn breyting á innkaupavenjum er sú að nú eru keypt matvæli sem hvað fljótlegast er að matreiða. Þannig kaupa menn frekar ferska vöru en frosna og mikið unna rétti í stað óunninna. Svo virðist sem neytandinn forðist í vaxandi mæli matvæli sem krefjast mikilar und irbúningvinnu.
    c. Í framangreindri neytendakönnun var spurt um hvaða kjöt menn teldu dýrast og kom á óvart að kindakjöt var þar ekki efst á blaði 1 .
    Hér að neðan verður leitast við að lýsa verðhlutföllum milli kjöttegunda í smásölu í nóv ember hvert ár 1990–1994. Vísarnir eru nokkrar vörutegundir kjöts svo og fersk ýsuflök. Miðað er við verðupptöku eins og hún kemur fram í nóvemberhefti Hagtíðinda á hverju ári.

Útsöluverð á kindakjöti og staðkvæmdarvörum þess,


í nóvember hvert ár.






Línurit mynduð


















    Án þess að farið sé hér út í nákvæma tölfræðilega útreikninga er hægt að fullyrða að verðhlutföll hafi ekki breyst þannig að skýra megi hinn stöðuga sölusamdrátt kinda kjöts með því.

    Þróun kjötneyslu á íbúa eftir kjöttegundum er eftirfarandi:

Kjötneysla á íbúa.








    Línurit - repró í Gutenberg.








    Samkvæmt þessu línuriti hefur neysla kindakjöts á íbúa minnkað verulega, neysla svínakjöts aukist, en aðrar kjöttegundir tekið litlum breytingum.

    Neðangreind tafla sýnir heildarkjötneyslu á íbúa í kílógrömmum.


Almanaksár          1990     1991     1992     1993     1994
Kg á íbúa          63,07     62,43     63,90     63,86     61,36

    Samkvæmt henni virðist neyslan hafa minnkað sem svarar til 1,7 kg á íbúa frá 1990 til 1994. Þessi minnkun samsvarar 450 tonna neyslusamdrætti á ári. Hér er um mjög alvarlega staðreynd að ræða því samkvæmt þessu taka aðrar kjötgreinar ekki einu sinni við af kindakjötinu og auka magnsölu sína.
    d. Lausleg skoðun á innflutningsskýrslum Hagstofu Íslands sýnir nánast engan inn flutning á kjöti og unnum kjötvörum í 2. og 16. kafla tollskrár. Rétt er að minna hér á að frá 1. júlí 1995 fer að gæta nýrrar samkeppni þegar að innflutningur á kjöti og unnum kjötvörum í tollskrárköflum 4 og 16 getur hafist samkvæmt lágmarksákvæð um Gatt- samningsins.
    e. Hvað varðar áhrif verðs á aðföngum til framleiðslu kjöts er stærsti þátturinn vafalaust breytingar á verði kjarnfóðurs. Verð kjarnfóðurs hefur veigamikil áhrif á heildarkjötsölu svo og innbyrðis samkeppnisstöðu milli kjötgreinanna. Neðangreind tafla sýnir hversu mörg kg af kjarnfóðri til eldiskjúklingaframleiðslu hefur mátt kaupa fyr ir 1 kg af DIA miðað við framleiðendaverð.

    1990     1991     1992     1993     1994     mars ´95

Eldisfóður alifugla          38,43     35,025     34,4     40,933     37,773     36,937
DIA (verðfl. dilkakjöts)          394,94     438,31     435,26     435,26     435,26     435,26
Verðfall fóðurs og kjöts          10,28     12,51     12,65     10,63     11,52     11,78

    Kjarnfóður er mjög veigalítill þáttur í framleiðslukostnaði kindakjöts og má því leiða rök að því að samkeppnisstaða kjarnfóðursgreinanna hafi styrkst nokkuð við þá þróun sem sýnd er í töflunni. Bæta má við að grunngjöldin hurfu alveg um áramót in 1994/1995. Framtíðarspá OECD um verð á kjarnfóðri til ársins 2000 gerir ekki ráð fyrir verulegri hækkun þess.
    
2. Tekjur bænda.
    Hagþjónustu landbúnaðarins var falið að kanna áhrif lækkunar greiðslumarks á tekj ur bænda, að gefnum fyrir fram ákveðnum forsendum, sem voru að greiðslumark til framleiðslu kindakjöts lækkaði í sem svarði 6.250 tonn á verðlagsárinu 1996/97. Þetta er að vísu ekki sama tala og í töflunni hér að ofan, en þar sem að mestu er um línu legt samband að ræða ætti það ekki að koma að sök.
    Niðurstaða Hagþjónustunnar, að gefnum tilteknum forsendum, er í fáum orðum sú að bú (miðað við meðaltal búa með 301–400 ærgildi, 32 bú) sem árið 1993 var með 6.310 kg í framleiðslurétt fer niður í 4.839 kg árið 1996. Til greiðslu launa árið 1993 voru 770 þús. kr. og aðrar tekjur af búrekstri 160 þús. kr. Sé miðað við árið 1996 má búast við því að til greiðslu launa af búrekstri verði 271 þús. kr. og óbreyttum öðr um tekjum. Framleiðsluminnkun á þessu bili um 25% þýðir 60% launasamdrátt, enda er ekki gert ráð fyrir neinni lækkun fasta kostnaðarins. Rétt er að benda á að Hag þjónustan gerir ýmsa fyrirvara við þessa útreikninga í bréfi sínu.



Fylgiskjal II.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum


nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum,


með síðari breytingum.


    Samkvæmt 1. gr. frumvarpsins er landbúnaðarráðherra heimilað að innheimta verð jöfnunargjald allt að 10% af skilaverði afurðanna, fob-verði. Tekjum af gjaldinu verð ur síðan ráðstafað til að verðbæta þá erlendu markaði sem lægstu verði skila. Gjald þetta ásamt öðrum gjöldum sem fjallað er um í 20. og 21. gr. laganna skulu verða að fararhæf.
    Í 3. gr. frumvarpsins er kveðið á um að heimilt sé að fresta ákvörðun heildar greiðslumarks á hausti komandi allt til 1. mars 1996. Ákvæðið er til að fyrirbyggja að ákvörðun greiðslumarks geti seinkað nauðsynlegum aðgerðum til lausnar vanda sauð fjárræktarinnar um eitt ár.
    Ekki verður séð að frumvarpið feli í sér kostnaðarauka fyrir ríkissjóð.
Neðanmálsgrein: 1
1 Nauðsynlegt er þó að hafa vakandi auga á verðhlutföllunum og verði um aukna vinnslu á kindakjöti að ræða má
búast við hækkuðu verði. Sama mun gilda ef framboðstímabil fersks kindakjöts verður lengt.