Ferill 6. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 6 . mál.


58. Nefndarálitum frv. til l. um breyt. á áfengislögum, nr. 82 2. júlí 1969, með síðari breytingum.

Frá 1. minni hluta allsherjarnefndar.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á fund til sín Ólaf W. Stefánsson og Högna S. Kristjánsson frá dómsmálaráðuneyti, Indriða H. Þorláksson og Jón Guðmundsson frá fjármála ráðuneyti, Snorra Olsen ríkisskattstjóra og Jón Sigurðsson, Kristján Andrésson og Stefán Valdimarsson víneftirlitsmenn. Þá bárust nefndinni umsagnir um málið frá lögreglustjóranum í Reykjavík, Verslunarráði Íslands, Kaupmannasamtökum Íslands, starfsmönnum ÁTVR, BSRB, Samtökum iðnaðarins, ÁTVR, ríkisskattstjóra, Kvenfélagasambandi Íslands og áfeng isvarnaráði. Nefndin fékk einnig umsagnir frá meiri og minni hluta heilbrigðis- og trygginga nefndar um málið og eru þær umsagnir birtar sem fylgiskjöl með áliti meiri hlutans.
    Með lagafrumvarpi þessu, ásamt þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpi um breyt ingu á lögum nr. 63/1969, um verslun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf, er lagt til að einkarétt ur ríkisins á innflutningi og heildsölu áfengis verði afnuminn. Fyrir efnahags- og viðskipta nefnd liggur einnig frumvarp til laga um gjald af áfengi sem gerir ráð fyrir að tekjur ríkisins af áfengissölu verði framvegis í formi skatts af innflutningi og framleiðslu á áfengum drykkj um í stað þess að fá tekjurnar sem hagnað af starfsemi einkasöluaðila. Þá er í því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar gert ráð fyrir nokkrum breytingum á áfengislögunum sem ekki tengjast sérstaklega afnámi einkaréttarins.
    Eins og fram hefur komið var leitað álits fjölmargra aðila í þjóðfélaginu, auk þess sem nefndin fékk álit heilbrigðis- og trygginganefndar. Ljóst er að uppi eru tvö meginsjónarmið. Annars vegar er álitið að markaðsvæðing innflutningsverslunar með áfengi sé ekki skaðleg, jafnvel spor í framfararátt. Undir þetta sjónarmið taka fulltrúar verslunar og viðskipta og vilja sumir reyndar ganga enn lengra. Þannig kemur fram það álit hjá Kaupmannasamtökum Íslands að heimila ætti „að selja bjór og létt vín í almennum matvöruverslunum“.
    Hitt sjónarmiðið gengur í þveröfuga átt og er stutt af þeim aðilum sem sinna áfengisvörn um og eftirliti með vínveitingahúsum. Eftirfarandi kemur fram í áliti frá áfengisvarnaráði:
    „Áfengisvarnaráð hefur leitast við að afla upplýsinga um það hvort einhvers staðar í veröldinni finnist dæmi um að einkavæðing áfengissölu — heildsölu og smásölu — hafi dregið úr drykkju og tjóni af hennar völdum. Slík dæmi höfum við hvergi fundið en mörg um hið gagn stæða.“
    Í máli víneftirlitsmanna, sem komu fyrir nefndina, kom fram að stórátak þurfi að gera til að efla eftirlitið enda séu miklir fjármunir í húfi fyrir ríkissjóð, auk þess sem heilbrigðissjón armið komi einnig við sögu. Þeir tóku undir það sjónarmið að auðveldast væri að byggja á því kerfi sem er við lýði enda væri helsti ókosturinn skortur á nákvæmum merkingum á þessum varningi. Allt benti til þess að við lagabreytinguna yrði erfiðara um vik að koma við merking um en áður og eftirlit því torveldara.
    Þær lagabreytingar, sem hér eru til umræðu, ganga því þvert á ráðleggingar þeirra aðila sem sinna eftirliti og hollustuvernd. Þær minni háttar breytingar, sem sagðar eru eiga að koma til móts við þessi sjónarmið, gera það engan veginn og skal bent á umsögn minni hluta heilbrigðisnefndar í því efni.
    Ljóst er að þörf er á að taka eftirlit með áfengissölu og kynningar- og auglýsingastarfsemi sem henni tengist til gagngerrar endurskoðunar enda hefur komið í ljós að þar er víða pottur brotinn. Nauðsynlegt er að vinna þau mál betur en hér er gert. Þess vegna leggst 1. minni hluti gegn samþykkt frumvarpsins í heild sinni á þessu stigi.

Alþingi, 8. júní 1995.Ögmundur Jónasson.