Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 28 . mál.


61. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá minni hluta sjávarútvegsnefndar (SvanJ, ÖS, SJS).



     1.     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  6. gr. laganna, sbr. 2. gr. laga nr. 87/1994, orðast svo:
                  Bátar minni en 6 brl., sem stundað hafa veiðar með línu og handfærum með dagatak mörkunum, krókabátar, skulu frá og með fiskveiðiárinu sem hefst 1. september 1995 stunda veiðar með þeim takmörkunum sem kveðið er á um í 2.–4. mgr. þessarar greinar. Þessum bátum er einungis heimilt að stunda veiðar með handfærum og línu. Þó er sjávar útvegsráðherra heimilt að veita þeim leyfi til að stunda veiðar á botndýrum með þeim veiðarfærum sem til þarf, svo sem plógum og gildrum og til hrognkelsaveiða í net.
                  Fjöldi róðrardaga hjá krókabátum skal vera 100 eftir frjálsu vali innan hvers fiskveiði árs og taka mið af 150 þús. tonna heildarafla af þorski, sbr. 3. gr. Róðrardögum skal fjölgað eða fækkað í réttu hlutfalli við ákvörðun stjórnvalda á hverju fiskveiðiári um leyfilegan hámarksafla.
                  Veiðar skulu bannaðar í desember og janúar sem og í sjö daga um páska og verslunar mannahelgi samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Ráðherra getur þó veitt undanþágu frá þessu varðandi veiðar í sérhæfð veiðarfæri samkvæmt lokamálslið 1. mgr.
                  Sé einn maður í áhöfn krókabáts er óheimilt að róa með og eiga í sjó fleiri en 12 bala af línu, en 20 bala séu tveir eða fleiri í áhöfn. Miðað er við að 420 krókar séu á línu í hverjum bala. Stefni í að heildarafli krókaveiðibáta aukist verulega frá því sem verið hef ur að meðaltali undanfarin ár, vegna aukinna línuveiða krókabáta, er sjávarútvegsráð herra heimilt að takmarka þær veiðar sérstaklega umfram það sem getur í þessari mál grein.
                  Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í tómstundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla, sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari málsgrein, er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt.
                  Ráðherra skal með reglugerð ákveða framkvæmd eftirlits, sbr. 2. mgr. Þangað til tæknilegar forsendur leyfa fjareftirlit um gervihnetti og/eða landstöðvar skal Fiskistofa semja við sveitarfélög um að eftirlit verði framkvæmt af hafnarvörðum og/eða löggiltum vigtarmönnum, eða með öðrum hætti.
     2.     Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
                  Árlega er heimilt að ráðstafa með reglugerð allt að 500 lestum af þorski, miðað við óslægðan fisk, til smábáta sem gerðir eru út frá þeim byggðarlögum sem algjörlega eru háð veiði slíkra báta og standa höllum fæti.
     3.     Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
                  Lög þessi skal endurskoða fyrir 1. janúar 1997 og skulu fulltrúar allra þingflokka eiga aðild að þeirri endurskoðun.