Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 43 . mál.


84. Frumvarp til laga



um breytingar á lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum, og lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985, með síðari breytingum.

(Lagt fyrir Alþingi á 119. löggjafarþingi 1995.)



I. KAFLI

Um breytingu á lögum um Viðlagatryggingu Íslands,

nr. 55/1992, með síðari breytingum.

1. gr.

    1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða, sbr. lög nr. 36/1995, verður svohljóðandi: Á árunum 1995–99, eða vegna fimm næstu iðgjaldaára, skal innheimta 20% álag á iðgjöld skv. 10. gr.

II. KAFLI

Um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum,

nr. 28/1985, með síðari breytingum.

2. gr.

    1. tölul. 10. gr. verður svohljóðandi: 5% af árlegum heildariðgjaldatekjum Viðlagatrygg ingar Íslands. Á árunum 1995–99, eða vegna fimm næstu iðgjaldaára, verða þær þó 20% aukaálag á iðgjöld viðlagatrygginga samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum, og 35% af árlegum heildariðgjaldatekjum Við lagatryggingar Íslands.

III. KAFLI

Gildistaka.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.

    Ljóst er að hörmungunum í Súðavík mun fylgja mun meiri kostnaður en ráð var fyrir gert er ákveðið var að leggja 10% álag á iðgjöld vegna viðlagatryggingar með lögum nr. 36/1995. Að auki hefur víðar orðið tjón þennan vetur eins og öllum er í fersku minni.
    Því er talið nauðsynlegt, til þess að mæta þessum aukna kostnaði, að leggja til við Alþingi að breytt verði lögum um Viðlagatryggingu Íslands og lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum á þann veg að næstu fimm árin verði lagt álag á viðlagatryggingariðgjald sem nemur 20%, auk þess sem hlutur Viðlagatryggingar Íslands í ofanflóðasjóði verði aukinn úr 5% af heildariðgjaldatekjum í 35%.
    Er gert ráð fyrir að fyrirkomulag verði með þeim hætti að næst þegar innheimt verður sam kvæmt nýjum vátryggingasamningum, sem eru andlag iðgjalda viðlagatryggingar, eða eldri samningar koma til endurnýjunar, verði álag jafnframt lagt á. Standi iðgjaldaauki vegna álags ins í fimm iðgjaldaár. Er vonast til að þessar auknu álögur komi til með að skila rúmum 500 milljónum króna á næstu fimm árum.
    Til þess að efla snjóflóðavarnir og minnka þannig líkur á því að greiða þurfi tjónabætur síðar vegna snjóflóða er ekki talið óeðlilegt að hlutur ofanflóðasjóðs í heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar Íslands sé aukinn eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Miðað við núver andi heildariðgjaldatekjur Viðlagatryggingar Íslands er þannig gert ráð fyrir að hlutur ofan flóðasjóðs í þeim verði um 177 milljónir króna á ári eða sem nemur 885 milljónum króna á næstu fimm árum.
    Þannig er alls gert ráð fyrir að ofanflóðasjóður hafi til ráðstöfunar á næstu fimm árum um 1.400 milljónir króna miðað við að bein framlög úr ríkissjóði haldist óbreytt.