Ferill 45. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 45 . mál.


88. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 147/1994, um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eign arskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1. gr.


    5. gr. laganna orðast svo:
    1. tölul. 52. gr. laganna orðast svo: Gjafir, þó ekki tækifærisgjafir í fríðu til starfsmanna eða viðskiptavina þegar verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um slíkar gjafir almennt.

2. gr.


    Eftirtaldar breytingar verða á 17. gr. laganna:
     a.     Í stað „a-, b-, c-, f-, g-, h-, i- og j-liðar 7. gr.“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: a-, b-, c-, e-, f-, g-, h-, i- og j-liðar 7. gr.
     b.     Í stað „d- og e-liðar 7. gr.“ í lokamálslið 1. mgr. kemur: d-liðar 7. gr.

3. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp þetta er flutt til þess að leiðrétta villur sem vegna mistaka urðu til við breytingar á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, er lögfestar voru á 118. löggjafarþingi.
    Annars vegar er tekin út komma á eftir orðunum „í fríðu“ í 5. gr. laga nr. 147/1994, um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem slæddist inn í þingskjal eftir 2. umr. sem samþykkt var við atkvæðagreiðslu við 3. umr. málsins en var ekki í upphaflegu frumvarpi, en nefndin gerði engar breytingar á greininni.
    Hins vegar er um að ræða breytingu á vaxtabótaákvæði laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt. Á 118. löggjafarþingi voru tvívegis samþykktar breytingar á því ákvæði. Með lög um nr. 147/1994 felldi Alþingi ákvæði um húsnæðissamvinnufélög brott úr ákvæðinu og skap aði þannig grundvöll fyrir aðgangi búseturétthafa að húsaleigubótakerfinu þar sem rétthafar vaxtabóta geta ekki jafnframt verið rétthafar húsaleigubóta. Sú breyting kemur ekki til fram kvæmda fyrr en við álagningu skatta árið 1996 á tekjur ársins 1995. Þessi breyting tók þó ekki á vanda þeirra búseturétthafa sem eru í almenna kaupleigukerfinu. Því var með lögum nr. 30/1995, um breyting á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, bætt inn í umrætt ákvæði texta um að þessir aðilar ættu rétt á vaxtabótum að vissum skilyrðum uppfylltum. Þeirri breytingu var ætlað að taka gildi við ákvörðun bóta á árinu 1995. Við breytinguna láðist samt að taka tillit til þess að framangreindar breytingar með lögum nr. 147/1994 koma ekki til framkvæmda fyrr en við álagningu skatta á næsta ári. Það ákvæði kemur því að óbreyttu í veg fyrir að þessi síðasta breyting komist til framkvæmda. Því er hér lagt til að þessu verði breytt í þá veru sem ætlunin var.