Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 28 . mál.


89. Breytingartillagavið frv. til l. um breyt. á l. nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.    Á eftir 2. gr. komi ný grein er orðist svo:
    4. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Þá er heimilt að veiða allt að 5% umfram aflamark hverrar botnfisktegundar og úthafsrækju og 3% umfram aflamark innfjarðarrækju, enda dregst sá umframafli frá við úthlutun aflamarks næsta fiskveiðiárs á eftir.

Greinargerð.


    Sjávarútvegsnefnd leggur til að heimild til að veiða 5% umfram aflamark hverrar botnfisk tegundar eigi auk þess við um úthafsrækju. Einnig verði heimilt að veiða 3% umfram aflamark innfjarðarrækju.
    Hingað til hefur mátt geyma til næsta árs sama hlutfall af úthlutuðu aflamarki úthafsrækju og botnfisktegunda. Því þykir nefndinni eðlilegt að hið sama gildi einnig um veiðar umfram aflamark. Einnig telur sjávarútvegsnefnd rétt að veitt verði nokkurt svigrúm við veiðar inn fjarðarrækju.