Ferill 15. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 15 . mál.


102. Breytingartillögur



við frv. til l. um matvæli.

Frá umhverfisnefnd.



     1.     Orðið „alhliða“ í 1. gr. falli brott.
     2.     3. gr. orðist svo:
                  Þannig skal staðið að framleiðslu og dreifingu matvæla að þau valdi ekki heilsutjóni og að ekki sé beitt blekkingum í viðskiptum með þau.
     3.     Við 4. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a.     Ný málsgrein komi í upphafi greinarinnar, svohljóðandi:
                            Í lögum þessum hafa eftirtalin hugtök svofellda merkingu:
                   b.     Orðin „samkvæmt lögum þessum“ í 1. mgr. falli brott.
                   c.     2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Hér er einnig átt við húsnæði, störf, hreinlæti og heilbrigði starfsfólks og annað sem tengist framleiðslu, svo og efni og hluti sem geta kom ist í snertingu við matvæli, sbr. ákvæði IV. kafla þessara laga.
                   d.     Í stað „til“ í 6. mgr. komi: við.
                   e.     Í stað „Þau“ í 9. mgr. komi: og.
                   f.     Í stað orðanna „berast í matvæli“ í 11. mgr. komi: sett eru í matvæli, berast í þau. Þá bætist nýr málsliður við 11. mgr., svohljóðandi: Hér er m.a. átt við vaxtaraukandi efni og lyfjaleifar.
     4.     2. málsl. 6. gr. verði svohljóðandi: Eftirfarandi svið falla undir yfirstjórn landbúnaðarráðherra:
                   a.     innflutningur og útflutningur búfjárafurða,
                   b.     smitsjúkdómar búfjár,
                   c.     meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum,
                   d.     heilbrigðisskoðun eldisfisks.
     5.     Orðið „þeirra“ í 7. gr. falli brott.
     6.     Við 8. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a.     Orðið „laga“ í upphafi 1. mgr. falli brott.
                   b.     Í stað orðanna „ráðherrum sem fara“ í 1. mgr. komi: ráðherra sem fer.
                   c.     Orðið „allar“ í 2. mgr. falli brott.
     7.     Í stað orðanna „eða dreifa matvælum“ í 1. mgr. 9. gr. komi: matvæli eða dreifa þeim.
     8.     Við 10. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a.     Í stað orðanna „eða dreifa matvælum“ í 1. mgr. komi: matvæli eða dreifa þeim.
                   b.     Í stað orðanna „þannig að þau skorti ekki eðlilega hollustu eða geti valdið heilsutjóni“ í 1. mgr. komi: í samræmi við almenna hollustuhætti og tryggja að matvæli valdi ekki heilsutjóni.
                   c.     2. mgr. orðist svo:
                            Starfsfólk, sem starfar við framleiðslu matvæla eða dreifir þeim, skal gæta ýtrasta hreinlætis og þrifnaðar við störf sín. Það skal hafa þekkingu á meðferð matvæla. Mat vælaframleiðendur og dreifendur bera ábyrgð á að fræðsla fari fram.
     9.     Við 11. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     1. mgr. orðist svo:
                       Óheimilt er að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu, magn, eðli eða áhrif.
                   b .     2. mgr. orðist svo:
                            Ráðherra skal með reglugerð setja ákvæði um með hvaða hætti hafa má matvæli á boðstólum eða dreifa á annan hátt þannig að gefið sé í skyn að varan sé sérstaklega ætluð tilteknum hópum, með vísan til aldurs, sjúkdóma eða annarra ástæðna.
     10 .     1. málsl. 2. mgr. 12. gr. orðist svo: Á sama hátt skulu efni, hlutir og annað, sem tengist framleiðslu matvæla, talin notuð við framleiðslu ef þau er að finna á framleiðslustað.
     11 .     Við 13. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     1. mgr. orðist svo:
                            Matvæli skal geyma þannig að þau verði ekki fyrir skemmdum eða spillist á annan hátt. Geymsluskilyrði skulu vera í samræmi við ákvæði sem sett eru með reglugerðum um geymslu matvæla og er framleiðandi eða eftir atvikum dreifandi ábyrgur fyrir geymslu vörunnar.
                   b .     Orðið „flutningstækis“ í 2. mgr. verði: flutningatækis.
     12 .     Við 15. gr. Greinin orðist svo:
                  Matvælaumbúðir skulu merktar með nafni og heimilisfangi framleiðanda matvælanna eða dreifanda þeirra. Þá skal heiti vörunnar koma fram ásamt upplýsingum um innihald, geymsluskilyrði, geymsluþol og nettóþyngd eða lagarmál.
                  Ráðherra er heimilt með reglugerð að setja nánari ákvæði um umbúðamerkingar þar sem m.a. koma fram kröfur um að á umbúðum séu upplýsingar um styrk einstakra efna, næringarefnagildi, ástand vöru og þá meðhöndlun sem vara hefur fengið í framleiðslu. Enn fremur er ráðherra heimilt að undanþiggja tilteknar vörutegundir eða vöruflokka ein stökum ákvæðum um umbúðamerkingar.
     13 .      Við 17. gr. bætist ný málsgrein:
                  Óheimilt er að nota vaxtaraukandi efni til framleiðslu á matvælum, nema til þess hafi verið veitt sérstök undanþága í reglugerð.
     14 .     Við 18. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað orðanna „stuðla að“ í upphafi ákvæðisins komi: tryggja.
                   b .     Í stað orðanna „setja ráðherrar reglugerðir“ komi: setur hlutaðeigandi ráðherra reglugerð.
     15 .     Í stað orðanna „skóla sem undir það heyra“ í upphafi 2. mgr. 19. gr. komi: eftir því sem við á.
     16 .     Við 20. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað „heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga“ í 1. mgr. komi: heilbrigðisnefndar.
                   b .     Í stað „sé“ í 2. mgr. komi: hafi verið.
     17 .     Í stað orðanna „heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga“ í 1. mgr. 22. gr. komi: svæðisnefndir á heilbrigðiseftirlitssvæðum.
     18 .     Við 23. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað „Ráðherrum“ í 3. málsl. 1. mgr. komi: Hlutaðeigandi ráðherra.
                   b .     Í stað orðanna „lagasetningu og framkvæmd mála“ í 3. mgr. komi: undirbúning lagafrumvarpa og reglugerða.
     19 .     2. mgr. 24. gr. orðist svo:
                  Eftirlitsaðilar eru bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd er þeir kunna að komast að við leyfisveitingar, sbr. VIII. kafla, og framkvæmd eft irlits.
     20 .     Í stað orðanna „skulu ráðherrar setja gjaldskrár“ í 1. mgr. 25. gr. komi: skal hlutaðeigandi ráðherra setja gjaldskrá.
     21 .     Á eftir orðunum „notkunar aukefna eða“ í síðari málslið 26. gr. komi: vegna.
     22 .     27. gr. orðist svo:
                  Heimilt er að gera kröfu um að hlutaðeigandi framleiðandi eða dreifandi greiði nauð synlegan rannsóknarkostnað. Til að slík krafa verði höfð uppi þarf rökstuddur grunur að leika á að vara eða starfsemi uppfylli ekki ákvæði laga eða reglugerða settra samkvæmt þeim og ekki mega liggja fyrir vottorð faggiltra aðila sem sýna annað.
     23 .     2. málsl. 28. gr. orðist svo: Skal ráðherra, eftir því sem við á, hafa samráð við landlækni, Hollustuvernd ríkisins, yfirdýralækni eða Fiskistofu áður en til slíkra aðgerða er gripið.
     24 .     Við 29. gr. Eftirtaldar breytingar verði á greininni:
                   a .     Í stað „eða“ í 3. mgr. komi: og.
                   b .     Orðin „allt eftir eðli málsins“ falla brott.
     25 .     Fyrirsögn XI. kafla verði: Valdsvið.
     26 .     Við 31. gr. Eftirfarandi breytingar verði á greininni:
                   a .     Á eftir orðunum „útvegun sýna, rannsóknum“ komi: á þeim.
                   b .     Í stað orðsins „því“ komi: broti.
     27 .     Í stað orðanna „taka gildi 1. júlí 1995“ í 32. gr. komi: öðlast þegar gildi.
     28 .     Ákvæði til bráðabirgða falli brott.