Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995. – 1064 ár frá stofnun Alþingis.
119. löggjafarþing. – 43 . mál.


104. Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum, og lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.     I. kafli falli brott.
     2.     Við 2. gr. Greinin orðist svo:
                  1. tölul. 10. gr. verður svohljóðandi: 5% af árlegum heildariðgjaldatekjum Viðlaga tryggingar Íslands. Á árunum 1995–99, eða vegna fimm næstu iðgjaldaára, verða þær þó 10% aukaálag á iðgjöld viðlagatrygginga samkvæmt lögum nr. 36/1995 og á árunum 1995–2000, eða vegna sex næstu iðgjaldaára, 38% af heildariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar Íslands.
     3.     Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985, með síðari breytingum.